Færslur: Magnús Geir Þórðarson

Leikhússtjórar einhuga um að gera betur
Aldís Amah Hamilton leikkona vakti athygli á einsleitni í leikhópum leikhúsanna í eftirtektarverðum pistli. Hún benti á að utan á nýútkomnum kynningarbæklingi Þjóðleikhússins eru bara hvítir leikarar. Leikhússtjórar stóru leikhússanna tveggja, Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri og Brynhildur Guðjónsdóttir borgarleikhússtjóri hafa bæði tjáð sig um pistilinn sem þau segja bæði góðan og þarfan.
Upphafið markar upphaf leikársins í Þjóðleikhúsinu
„Það er búið að vera ótrúlega skemmtilegt í leikhúsinu og við höfum nýtt tímann vel,“ segir Magnús Geir Þórðarson sem tók við starfi Þjóðleikhússtjóra rétt áður en COVID-19 skall á og hefur skiljanlega sett stórt strik í reikning leikhúsanna. Fyrsta sýningin eftir lokunina fer á fjalirnar um helgina í Kassanum.
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.
Breyting á stjórn RÚV
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins ohf., hefur sagt sig úr stjórn. Ingvi hefur átt sæti í stjórninni frá ágúst 2013.
RÚV skerpir á hlutverki sínu
Útvarpsstjóri var í viðtali við mbl.is. Þar kom fram að RÚV væri að skerpa á hlutverki sínu með því að auka áherslu á innlent efni, menningarefni og barnaefni. Einnig kom fram að viðsnúningur hefur orðið í rekstri félagsins sem er orðinn hallalaus.
02.11.2015 - 13:20