Færslur: Magdalena Andersson

Erdogan segir Tyrki enn geta beitt neitunarvaldi
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti varaði við því í lok leiðtogafundar NATO að Tyrkir gætu enn ákveðið að beita neitunarvaldi gegn umsóknum Finna og Svía um aðild að bandalaginu. Sagði Erdogan að það gæti gerst ef ríkin tvö standa ekki við samkomulag sem þau gerðu við Tyrki.
30.06.2022 - 17:54
Tyrkir geta tafið NATO-aðild Finna og Svía „í heilt ár“
Svíar og Finnar vonast til að ná samkomulagi við Tyrki áður en leiðtogaráð NATO hefst í Madríd á Spáni eftir tvær vikur. Tyrkjum virðist hins vegar ekkert liggja á og eru tilbúnir að tefja inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO í heilt ár ef þess gerist þörf.
Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag
Í hádeginu í dag verður kosið um vantrauststillögu á sænska þinginu, á hendur dómsmálaráðherranum Morgan Johansson. Verði tillagan samþykkt verður ráðherranum vikið úr embætti, sem gæti orðið til falls ríkisstjórnarinnar. Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svía, ætlar að segja af sér verði tillagan samþykkt.
NATO-aðild rædd á þingi í Finnlandi og Svíþjóð í dag
Hvorttveggja Svíþjóð og Finnland munu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu innan skamms og jafnvel strax í þessari viku. Þetta varð endanlega ljóst eftir að forseti Finnlands gaf út formlega yfirlýsingu um þetta og ríkisstjórnarflokkur Jafnaðarmanna lýsti sig fylgjandi aðild Svíþjóðar að bandalaginu, með fyrirvara þó. Sá fyrirvari kveður á um að NATO komi hvorki upp varanlegum herstöðvum né kjarnorkuvopnum á sænskri grundu. Tillaga um aðildarumsókn verður lögð fyrir þjóðþing landanna í dag.
Biden ræddi við Andersson og Niinistö
Bandaríkjaforseti ræddi í gær við leiðtoga Finnlands og Svíþjóðar og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Óhæfuverk Rússa í Mariupol
Fátt hefur vakið jafn mikinn óhug í stríðinu í Úkraínu og árás rússneska hersins á barnasjúkrahús í borginni Mariupol. Rússar hafa setið um borgina í meir en viku, gert loftárásir og látið stórskotakúlum rigna yfir borgina. Tæplega hálf milljón manna býr í Mariupol og borgarbúar eru án rafmagns, hita og vatns og eru að verða matarlausir. Rússar hafa ítrekað hunsað vopnahlé sem áttu að gera borgarbúum kleift að flýja. Úkraínustríðið var aðalumræðuefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg
Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.
Forsætisráðherra Svíþjóðar með COVID-19
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Magdalena Andersson, hefur greinst með COVID-19. Líðan hennar er sögð góð og mun hún sinna vinnu sinni að heiman.
14.01.2022 - 09:23
Handtekin við þrif á heimili forsætisráðherra
Kona, sem ekki hafði landvistarleyfi í Svíþjóð, var handtekin við þrif á heimili Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar skömmu fyrir jól. Dagblaðið Expressen greinir frá þessu.
09.01.2022 - 09:54
Magdalena Andersson kjörin forsætisráðherra
Sænska þingið samþykkti í dag að fela Magdalenu Andersson, formanni Jafnaðarmannaflokksins, embætti forsætisráðherra. Hún hlaut 101 atkvæði, 75 sátu hjá og 173 þingmenn borgaraflokkanna greiddu atkvæði á móti. Það dugði þar sem þar sem atkvæði stjórnarandstæðinga voru færri en hinna samanlagt.
29.11.2021 - 10:55
Atkvæði greidd á ný um Andersson á mánudag
Sænska þingið mun greiða atkvæði á ný á mánudag um staðfestingu Magdalenu Andersson sem forsætisráðherra. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins og þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Moderaterna, tilkynnti þetta í dag.
25.11.2021 - 17:04
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Andersson biðst lausnar eftir sjö tíma í embætti
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar frá því í morgun, baðst lausnar síðdegis fyrir sig og ráðuneyti sitt.
24.11.2021 - 17:44
Greiða atkvæði um Magdalenu Andersson
Atkvæði verða greidd á sænska þinginu á miðvikudagsmorgun um Magdalenu Andersson sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. Andreas Norlén þingforseti tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi í dag. Andersson hafði frest til hádegis til að tryggja sér að meirihluti þingmanna greiddi henni atkvæði. Hún reyndi hvað hún gat að afla sér stuðnings þingmanna Vinstriflokksins en hafði ekki erindi sem erfiði.
22.11.2021 - 12:30
Löfven hættir í byrjun vikunnar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst tilkynna forseta sænska þingsins um afsögn sína í byrjun vikunnar. Sænska ríkissjónvarpið segir frá þessu og hefur eftir fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherrans.
Svíþjóð
Líkur að Andersson verði fyrst kvenna forsætisráðherra
Allt stefnir í það að Magdalena Andersson geti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar. Formannskjör verður í Jafnaðarmannaflokknum í dag, fimmtudag og fjármálaráðherrann Andersson er ein í framboði.
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.