Færslur: Magdalena Andersson

Magdalena Andersson kjörin forsætisráðherra
Sænska þingið samþykkti í dag að fela Magdalenu Andersson, formanni Jafnaðarmannaflokksins, embætti forsætisráðherra. Hún hlaut 101 atkvæði, 75 sátu hjá og 173 þingmenn borgaraflokkanna greiddu atkvæði á móti. Það dugði þar sem þar sem atkvæði stjórnarandstæðinga voru færri en hinna samanlagt.
29.11.2021 - 10:55
Atkvæði greidd á ný um Andersson á mánudag
Sænska þingið mun greiða atkvæði á ný á mánudag um staðfestingu Magdalenu Andersson sem forsætisráðherra. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins og þingmaður stjórnarandstöðuflokksins Moderaterna, tilkynnti þetta í dag.
25.11.2021 - 17:04
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ný stjórn í Þýskalandi og staða COVID
Tilkynnt var í Þýskalandi í gær að Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar hefðu náð samkomulagi um stjórnarmyndun. Jafnaðarmaðurinn Olaf Scholz verður kanslari í stað Angelu Merkel. Christian Lindner, leiðtogi Frjálsra demókrata, verður fjármálaráðherra og Annalena Baerbock, annar leiðtogi Græningja, verður líklega utanríkisráðherra. Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Guðrún Hálfdánardóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugga vikunnar.
Andersson biðst lausnar eftir sjö tíma í embætti
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar frá því í morgun, baðst lausnar síðdegis fyrir sig og ráðuneyti sitt.
24.11.2021 - 17:44
Greiða atkvæði um Magdalenu Andersson
Atkvæði verða greidd á sænska þinginu á miðvikudagsmorgun um Magdalenu Andersson sem næsta forsætisráðherra Svíþjóðar. Andreas Norlén þingforseti tilkynnti þetta á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi í dag. Andersson hafði frest til hádegis til að tryggja sér að meirihluti þingmanna greiddi henni atkvæði. Hún reyndi hvað hún gat að afla sér stuðnings þingmanna Vinstriflokksins en hafði ekki erindi sem erfiði.
22.11.2021 - 12:30
Löfven hættir í byrjun vikunnar
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hyggst tilkynna forseta sænska þingsins um afsögn sína í byrjun vikunnar. Sænska ríkissjónvarpið segir frá þessu og hefur eftir fjölmiðlafulltrúa forsætisráðherrans.
Svíþjóð
Líkur að Andersson verði fyrst kvenna forsætisráðherra
Allt stefnir í það að Magdalena Andersson geti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Svíþjóðar. Formannskjör verður í Jafnaðarmannaflokknum í dag, fimmtudag og fjármálaráðherrann Andersson er ein í framboði.
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.