Færslur: Lyfjamál

Alvotech gerir samning upp á hundruð milljarða króna
Íslenska lyfjafyrirtækið Alvotech hefur gert milljarðasamning við alþjóðlega lyfjarisann Teva. Fréttablaðið greinir frá þessu. Í frétt blaðsins segir að samningurinn sé einhver stærsti samningur sem íslenskt fyrirtæki hafi nokkru sinni gert og tryggi Alvotech tekjur upp á hundruð milljarða króna á næstu tíu árum. Í honum er kveðið á um samstarf um þróun, framleiðslu og markaðssetningu fimm líftæknilyfja í Bandaríkjunum.
06.08.2020 - 05:35
Takmarka afgreiðslu lyfja vegna lyfjahamsturs
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem felur í sér takmarkanir á afhendingu lyfja. Ástæðan er sú að nokkuð hefur borið á því að undanförnu að fólk hafi keypt tiltekin lausasölulyf í miklum mæli, eða að fólk með fjölnota lyfseðla hafi leyst út margar afgreiðslur samtímis eða með skömmu millibili. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að mikilvægt sé að fólk hamstri ekki lyf. Slík háttsemi geti skapað lyfjaskort og stefnt lífi fólks í hættu.
Hertar reglur um afhendingu lyfja taka senn gildi
Aðeins verður heimilt að afhenda lyf til þeirra sem hafa lyfjaávísun eða ótvírætt umboð til að sækja lyfin, eftir 10. mars. Þá ganga í gildi breytingar á reglum um afhendingu lyfja í apótekum. Samkvæmt nýju reglunum þarf fólk að framvísa persónuskilríkjum, hvort sem það er að leysa út lyf fyrir sig, eða er með umboð til að sækja fyrir aðra.
01.03.2020 - 08:56
Leggja til fjögurra ára íþróttabann á Rússa
Nefnd á vegum Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar, WADA, leggur til að Rússar fái fjögurra ára bann frá öllum íþróttagreinum. Rússum er gefið að sök að hafa falsað gögn frá lyfjaeftirliti heima fyrir, sem voru svo afhent rannsakendum. 
26.11.2019 - 00:46
Viðtal
Risvandi á ekki að vera feimnismál
Meira en einni Viagra pillu var ávísað á hvern landsmann hér á landi í fyrra, eða rétt nærri 389 þúsund pillum. Eiríkur Orri Guðmundsson, sérfræðingur í þvagfæraskurðlækningum, segir það í raun ekki mikið. Risvandi sé algengur og þurfi ekki að vera feimnismál. Menn eigi ekki að örvænta ef stinningarvandi fari að segja til sín. Til séu lausnir.
07.11.2019 - 08:36
Myndskeið
Draga má úr lyfjaskorti með einfaldari ferlum
Einfalda þarf alla ferla og auka samvinnu lækna, lyfjainnflytjenda og þeirra sem dreifa lyfjunum til að reyna að vinna gegn lyfjaskorti. Þetta segir framkvæmdastjóri Vistor sem flytur inn lyf. Hún hefur samúð með þeim sem ekki fá lyfin sín. 
24.09.2019 - 19:59
Myndskeið
Selja öll lyf úr landi þrátt fyrir lyfjaskort
Þrátt fyrir lyfjaskort selur eina lyfjaverksmiðjan á Íslandi öll lyf úr landi. Þó er stefnt að breytingum á því á næstu árum. Framkvæmdastjóri Coripharma segir að Ísland sé áhugaverður markaður fyrir lyfjaframleiðendur. Coripharma er eini lyfjaframleiðandinn hér á landi sem framleiðir lyfseðilsskyld lyf. Skortur hefur verið á tugum lyfja síðustu ár.
15.09.2019 - 19:35
Þróa lyf gegn tíðaverkjum á Siglufirði
Líftæknifyrirtækið Genis á Siglufirði þróar nú lyf gegn tíðaverkjum. Lyfið er unnið úr rækjuskel sem framleidd er í bænum. Forstjóri fyrirtækisins segir of snemmt að segja til um hvenær lyfið geti komið á markað en er mjög bjartsýnn á virkni þess. Aðaleigandi Genis er athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson.
13.09.2019 - 08:08
Viðtal
Rúmlega 80 lyf ófáanleg á Íslandi
Rúmlega áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari segir það geta verið fólki mjög erfitt að fá ekki rétt lyf og geti beinlínis verið hættulegt. Eitt lyf er ófáanlegt vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en algengari ástæða lyfjaskortsins virðist vera sú að erlendum lyfjaframleiðendum finnst eftirsóknaverðara að leita inn á stærri markaði en Ísland. 
03.09.2019 - 18:17
Fréttaskýring
Misnotum lyf og sóum þeim líka
Í fyrra lést íslensk kona úr krabbameini, eins og reyndar mörghundruð aðrir Íslendingar það ár. Þetta eru lyfin sem hún var búin að leysa út þegar hún lést.
02.04.2019 - 20:00
Fengi lífsnauðsynlegt lyf væri hann ári yngri
Lyf við banvænum taugasjúkdómi hefur verið samþykkt fyrir fólk 18 ára og yngra. Piltur á nítjánda ári sem fær ekki lyfið segir að því fylgi mikil reiði og sorg. Móður hans finnst að það ætti að leggja allt í sölurnar til að þeir sem þurfa, fái lyfið.
04.11.2018 - 18:54
Viðtal
Fréttu í dag af skorti á krabbameinslyfjum
Hnökrar eru á kerfinu sem á að sjá fólki fyrir lyfjum hér á landi og skortur hefur verið á tveimur lyfjum sem fólk með brjóstakrabbamein þarf nauðsynlega að taka inn. Yfirlæknir Lyfjastofnunar, Kolbeinn Guðmundsson, frétti fyrst af skorti á lyfjunum í dag. Hann segir ljóst að það sé mikill galli að engin stofnun hafi yfirsýn yfir birgðastöðu lyfja í landinu.
18.09.2018 - 21:09
Viðtal
Áfall að komast að því að lyfin fáist ekki
Það á að vera tryggur aðgangur að lífsnauðsynlegum lyfjum alltaf, alla daga, sama hvað, segir Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Hún var greind með brjóstakrabbamein í fyrra og varð fyrir því að lyf sem hún þarf nauðsynlega að taka hefur ekki verið fáanlegt hér á landi.
18.09.2018 - 20:17
Lyf fyrir krabbameinssjúka ekki til í 4 mánuði
Samheitalyf sem nauðsynlegt er fólki með brjóstakrabbamein hefur ekki verið fáanlegt hér á landi síðan um miðjan maí. Lyfið heitir exemestan og er flutt til landsins af Actavis. Sigfús Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi fyrirtækisins, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu, að vonast sé til þess að ný sending komi til landsins á næstu dögum. Verið sé að vinna að því að flytja það inn eins fljótt og auðið er. Vandamál komu upp við framleiðslu þess og því hefur innflutningur tafist.
18.09.2018 - 17:26
Fréttaskýring
Eftirlit með ávana- og fíknilyfjum hert
Læknar hafa í auknum mæli haft samband við embætti Landlæknis vegna þess að umsóknum um lyfjaskírteini hafi verið hafnað eftir gildistöku nýrrar reglugerðar um lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja. Þetta segir Ólafur B Einarsson, verkefnisstjóri hjá Landlækni. Eftirlit með eftirritunarskyldum lyfjum hefur verið hert verulega. 
24.08.2018 - 14:33
Viðtal
Vantar meðferðarstöð fyrir ungmenni með fíkn
Koma þarf upp sérstakri meðferðarmiðstöð fyrir ungmenni í fíknivanda hér á landi. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Öðruvísi getum við ekki staðið undir nafni sem samfélag sem bjóði samfellda heilbrigðisþjónustu sem komi til móts við öll helstu vandamál.
22.08.2018 - 17:39
Lyf við háþrýstingi og hjartabilun innkallað
Lyfjastofnun innkallar lyf með efninu Valsartan. Valsartan er notað við háþrýstingi og hjartabilun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun en innköllun lyfjanna nær til allra Evrópuríkja. Mengun kom upp í efninu hjá einum af framleiðanda þess, Xheijang Huahai Pharmaceuticals. Lyf sem innihalda efnið hafa því verið innkölluð og sala á þeim stöðvuð í apótekum. 
06.07.2018 - 11:41
Lyfjastofnun innkallar lyf með valsartan
Lyfjastofnun hefur ákveðið að innkalla nokkur lyf sem innihalda virka efnið valsartan vegna mengunar. Ekki er um bráða hættu að ræða. Lyfjastofnun Evrópu hefur tilkynnt um mengun í valsartan sem framleitt er af Xheijang Huahai Pharmaceuticals.
05.07.2018 - 17:39
Myndskeið
Verkjalyfja- og kókaínkokteilar æ algengari
Það verður æ algengara að fólk blandi saman neyslu á róandi efnum á borð við sterk verkjalyf og örvandi efnum á borð við kókaín. Þetta segja Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, og Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þetta sé sérstaklega hættuleg neysla. Þá færist í vöxt að fólk neyti efnanna með öðrum hætti en áður – sprauti þeim til dæmis í æð.
14.03.2018 - 20:57
„Umbæturnar fara ekki fram við Barónsstíg“
Ef yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum telur viðmið um notkun sterkra geðlyfja á hjúkrunarheimilum of rúm á hann að koma með tillögur að nýjum. Það er ekki á ábyrgð Landlæknisembættisins. Þetta segir Leifur Bárðarson, starfandi landlæknir. 
09.02.2018 - 16:21