Færslur: Lunga

Ekki sérstakar Covid-ráðstafanir á Austurlandi
Fjöldi manns hyggst halda austur á land næstu daga, bæði vegna einmuna veðurblíðu og margvíslegra skemmtana sem fyrirhugaðar eru þar í fjórðungnum. Lögreglan segir skipuleggjendur hafa varann á sér í ljósi nýrra Covid-tilfella en verður að óbreyttu ekki með sérstakan viðbúnað vegna smita.
„Frekjan í mér varð til þess að LungA varð til“
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn 11.-19. júlí. Seyðisfjarðarbær iðar af lífi á meðan á hátíðinni stendur og listafólk kemur saman hvaðanæva að úr heiminum í nafni sköpunargleðinnar.
11.02.2020 - 16:46
Viðtal
„LungA varð til vegna frekju í mér“
„Það má segja að Listahátíðin LungA hafi verið stofnuð vegna frekju í mér,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Hátíðin er nú haldin á Seyðisfirði í 20. sinn. Björt sagði frá hátíðinni og tilurð hennar á Morgunvakt Rásar 1.
19.07.2019 - 10:37
Ekkert drama hjá Reykjavíkurdætrum og Svölu
Reykjavíkurdætur hafa mörg járn í eldinum þessa dagana. Rappsveitin spilar á tónlistarhátíðinni LungA á Seyðisfirði í kvöld en í dag senda þær einnig frá sér nýtt lag í samstarfi við Svölu Björgvins sem nefnist Ekkert drama.
21.07.2018 - 10:47
Byggja nektarsánu á Seyðisfirði
Listahópurinn Sveita Bleyta byggir nú sjóðbaðsstofu á Seyðisfirði í tilefni listahátíðarinnar LungA.
19.07.2018 - 15:24
Kyn er þema LungA í ár
LungA, Listahátíð unga fólksins á Austurlandi, hófst á Seyðisfirði á sunnudaginn og stendur fram yfir næstu helgi. Að sögn Hilmars Guðjónssonar, skipuleggjanda hátíðarinnar, er þema hátíðarinnar í ár kyn.
18.07.2018 - 11:55