Færslur: Lundúnir

Börn skora á bresku konungsfjölskylduna
Bresk börn og ungmenni færðu bresku konungsfjölskyldunni í dag yfir hundrað þúsund undirskriftir, þar sem skorað er á krúnuna að endurheimta náttúruleg vistkerfi á landsvæðum í þeirra eign. Talið er að breska konungsfjölskyldan eigi um það bil 800.000 hektara af landi á Bretlandseyjum.
Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.
26.07.2021 - 16:29
Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales
Flætt hefur um götur og neðanjarðarlestarstöðvar í Lundúnum og flóðaviðvaranir voru gefnar út víða á sunnanverðu Englandi og Wales í gær. Mikið vatns- og þrumuveður gekk yfir Suður-England og Wales á sunnudag. Svo mikil var úrkoman að asaflóð urðu á nokkrum stöðum í höfuðborginni Lundúnum sem stöðvuðu alla bílaumferð þar sem þau voru mest. Einnig raskaðist umferð neðanjarðarlesta á nokkrum línum, þar sem vatn fossaði niður í stöðvar og göng.
26.07.2021 - 00:43
Erlent · Evrópa · Náttúra · Veður · Bretland · England · Wales · Lundúnir · Flóð
Myndskeið
Hvalreki í Thames
Breska sjóbjörgunarsveitin var kölluð út að ánni Thames í Lundúnum í gærkvöld vegna lítillar hrefnu sem hafði tekist að stranda við stíflu í suðvestanverðri borginni.
10.05.2021 - 05:19
Þúsundir brutu sóttvarnarreglur í Lundúnum
Lúndúnalögreglan hyggst sekta 217 eftir að upp komst um óleyfilega tónleika og fjölmenn veisluhöld í borginni á gamlárskvöld. Þúsundir komu saman víða um borgina þrátt fyrir strangar reglur sem banna fjölmennar samkomur.
Örplasti rignir yfir Lundúnabúa
Aldrei hefur mengun af völdum örplasts verið meiri í Lundúnum og kom magn hennar vísindafólki í opna skjöldu. Mengunin er 20 sinnum meiri en í borginni Donggunan í Kína, sjö sinnum meiri en í París og nærri þrefalt meiri en í Hamburg.
29.12.2019 - 14:05
Borgarstjóri óttast hart Brexit
Sadiq Khan, borgarstjórinn í Lundúnum, sagði í morgun að samkvæmt greiningu á áhrifum Brexit sem borgarstjórnin hefði látið gera, gæti hálf milljón starfa tapast ef ekki tekst að ná viðunandi samningum við Evrópusambandið. 
11.01.2018 - 11:58
Ökumanninum í Lundúnum sleppt úr haldi
Lundúnalögreglan sleppti í dag úr haldi manni sem ók á gangandi vegfarendur fyrir utan Náttúrugripasafn borgarinnar í gær. Ellefu slösuðust, þeirra á meðal ökumaðurinn, en þó enginn alvarlega. Í fyrstu var óttast að um hryðjuverk væri að ræða, áþekkt þeim sem framin hafa verið víða í Evrópu undanfarin misseri, en lögregla hefur útilokað það og segir að þetta hafi einfaldlega verið umferðarslys.
08.10.2017 - 15:07
11 slösuðust – enginn grunur um hryðjuverk
Lundúnalögreglan segir að maðurinn sem ók á hóp fólks við Náttúrugripasafn borgarinnar í dag hafi ekki verið hryðjuverkamaður – málið sé einfaldlega rannsakað sem umferðarslys. Ellefu manns særðust og fengu aðhlynningu, þeirra á meðal ökumaðurinn, og þar af voru níu fluttir á spítala. Flestir hlutu áverka á fótum eða á höfði og lögregla segir að enginn hafi slasast lífshættulega eða þannig að það muni hafa áhrif á líf þeirra til frambúðar.
07.10.2017 - 17:49
Erlent · Lundúnir · - · Bretland
Ekið á fólk við Náttúrugripasafnið í Lundúnum
Bíl var ekið á hóp fólks nærri Náttúrugripasafninu í Suður-Kensington í Lundúnum um klukkan 13.20 að íslenskum tíma. Lundúnalögreglan segir að nokkrir séu slasaðir en BBC segir að fréttamaður þeirra hafi það eftir lögreglumanni á staðnum að meiðslin séu mestmegnis minniháttar. Einn hefur verið handtekinn og lögregla rannsakar aðstæður á vettvangi og hvort maðurinn ók á fólkið af ásettu ráði og þá hvers vegna.
07.10.2017 - 14:37
Lundúnir og Kænugarður
Lundúnir er ekki íslensk þýðing á borgarheitinu London og í raun eru orðin Lundúnir, Kaupmannahöfn og Kænugarður eldri en London, København og Kiev, í það minnsta eru þau líkari elstu varðveittu gerðum heitanna á frummálinu.
08.05.2017 - 11:14
Árásarmaðurinn er 52 ára Breti
Lögreglan í Lundúnum hefur birt nafn mannsins sem framdi voðaverkin við þinghúsið í miðborginni í gær. Hann hét Khalid Massoud, var 52ja ára gamall, borinn og barnfæddur í Kent, suðvestur af Lundúnum. Lögreglan segir í yfirlýsingu á Twitter að engar vísbendingar hafi legið fyrir um ætlun hans til að fremja hryðjuverk og að hann hafi ekki verið til rannsóknar hjá lögreglu.
23.03.2017 - 16:20