Færslur: Lundarskóli

Skólastarf í Lundarskóla hefst á ný
Enginn þeirra fimmtíu starfsmanna Lundarskóla sem voru skimaðir í dag reyndist smitaður af COVID-19. Í tilkynningu sem Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sendi foreldrum nemenda í dag kemur fram að skólastarf hefjist aftur í fyrramálið, að morgni fimmtudags.
30.09.2020 - 22:50
Starfsfólk Lundarskóla í skimun í dag
Um 50 starfsmenn í Lundarskóla á Akureyri fara í skimun í dag en starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Ekkert skólastarf hefur verið hjá 1.-6. bekk í vikunni. Greinist enginn með COVID-19 verður hægt að hefja skólastarf aftur í fyrramálið.
30.09.2020 - 13:37
Vill byggja nýjan Lundarskóla í stað endurbóta
Endurgerð Lundarskóla verður boðin út innan skamms. Bæjarráðsfulltrúi talar á móti framkvæmdinni og segir ákvörðunina ekki hafa verið kynnta nægilega vel. Hann vill byggja nýjan skóla og telur kostnað endurbóta geta endað í 80 prósentum af kostnaði nýbyggingar.
11.09.2020 - 15:53
Endurnýja Lundarskóla fyrir 1,6 milljarða
Starfsemi Lundarskóla á Akureyri hófst á réttum tíma í haust. Hluta skólans var lokað í vor vegna myglu. Kostnaður við bráðabirgðalagfæringar og flutninga á milli stofnana í sumar er 150 milljónir króna. Gerðar verða gagngerar endurbætur á skólanum og er kostnaður metinn á 1,6 milljarða króna.
04.09.2020 - 16:02
Foreldrar vilja meiri upplýsingar um mygluviðgerðir
Foreldrafélagið í Lundarskóla á Akureyri vill fá meiri upplýsingar frá skólayfirvöldum vegna myglu sem fannst í skólanum í vor. Foreldrar óttast að málið verði þaggað niður og ekki verið brugðist við á fullnægjandi hátt.
19.05.2020 - 09:59