Færslur: Lukasjenkó
Hóta mótmælendum nauðgunum og sviptingu forræðis barna
Lögregluofbeldi og handtökur hafa færst í aukana í Hvíta-Rússlandi síðustu vikur, samkvæmt Human Rights Watch, Mannréttindavaktinni. Ofbeldið hefur tekið á sig ýmsar myndir, samkvæmt frásögnum þolenda; það er líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Stjórnvöld beita konur sérstökum kúgunaraðferðum og hóta þeim því að ef þær hætti ekki mótmælum og stjórnmálaþátttöku verði börnin þeirra tekin af þeim.
04.10.2020 - 06:53
Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.
20.09.2020 - 12:21
Gagnrýnir Pútín harðlega fyrir fundinn með Lukasjenko
Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands átti fjögurra tíma langan fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í borginni Sochi í Rússlandi í dag. Svetlana Tikanovskya, fyrrum forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Rússlandsforseta harðlega fyrir að funda með Lukasjenko, sem ekki sé álitinn réttkjörinn forseti.
14.09.2020 - 19:43
Þúsundir kvenna mótmæltu í Minsk í dag
Breytingar munu eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi fyrr en fólk grunar, segir Svetlana Tikanovskaya sem bauð sig fram gegn Lukashenko forseta í kosningum 9. ágúst. Áfram er mótmælt í landinu og komu þúsundir kvenna saman í miðborg Minsk í dag og kröfðust þess að Alexander Lukasjenko fari frá völdum.
05.09.2020 - 20:00
Yfirheyra Nóbelsverðlaunahafa vegna mótmæla
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur boðað Nóbelsverðlaunahafann Svetlönu Alexievich til yfirheyrslu á miðvikudag vegna fjölmennra mótmæla gegn Lukasjenko forseta síðustu daga. Hún á sæti í samhæfingarráði andstæðinga forsetans sem hefur það markmið að koma honum frá völdum á friðsamlegan hátt.
24.08.2020 - 17:18
Handtekin fyrir skipulagningu mótmæla gegn Lukasjenko
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi handtók í dag tvo meðlimi samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í landinu sem hafa síðustu daga skipulagt fjölmenn mótmæli þar sem þess er krafist að forseti landsins, Alexander Lukasjenko, fari frá völdum á friðsaman hátt.
24.08.2020 - 13:38
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst.
23.08.2020 - 12:46
Valdatog stórvelda hverfist í gegnum Minsk
Leiðtogar allra Evrópusambandsríkja lýsa yfir fullum stuðningi við mótmælendur í Hvíta-Rússlandi og viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninganna þann níunda ágúst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að Rússar eigi eftir að bregðast við þróuninni og hafi þegar gert það með yfirlýsingum.
19.08.2020 - 19:50
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
19.08.2020 - 14:55
Pútín og Lúkasjenkó ætla að leysa vandann innan skamms
Vladimir Pútín forseti Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands sammæltust um það í símtali sín á milli í morgun að „vandinn“ í Hvíta-Rússlandi yrði leystur innan skamms. Mikil mótmæli hafa verið í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenkó var kjörinn forseti landsins með um 80% atkvæða. Fregnir hafa borist af miklu ofbeldi lögreglu gagnvart mótmælendum og þúsundir manna hafa safnast saman á götum Minsk, höfuðborgar landsins, í dag.
15.08.2020 - 13:55
Saka stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um pyntingar
Fjöldi fólks í Hvíta-Rússlandi hefur lýst illri meðferð og barsmíðum af hendi lögreglu og öryggissveita. Mannréttindasamtök segja að sannanir bendi til að pyntingum sé beitt ítrekað og skipulega gegn friðsömum mótmælendum.
14.08.2020 - 22:44