Færslur: Lukasjenkó

Fara fram á 12 ára fangelsi í máli Kolesnikovu
Kolesnikova og lögmaður hennar Maxim Znak hafa verið í varðhaldi í tæpt ár, frá september síðastliðnum. Þau höfðu bæði starfað fyrir forsetaframbjóðandann Viktor Babaryka sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í sumar.
31.08.2021 - 16:20
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16
Viðtal
Þetta ár hefur verið hörmulegt fyrir börnin mín
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hefur ekki getað verið í neinum samskiptum við eiginmann sinn þá síðustu fjórtán mánuði sem hann hefur setið í fangelsi. Fimm ára dóttir þeirra spyr á hverju kvöldi hvenær pabbi hennar komi aftur heim. 
04.07.2021 - 20:15
Sjónvarpsfrétt
Segir vald Lukasjenko byggjast á ofbeldi
Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur tapað þeirri ímynd að vera sterkur leiðtogi og með hjálp alþjóðasamfélagsins er hægt að koma á lýðræði, að segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fundaði með ráðamönnum á Íslandi í dag.
Heitir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í  morgun. Hann er vonbetri um lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann. 
Óttast dauðarefsingu í Minsk
Farþegar í flugvélinni sem var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær, þar sem hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn, segja að það hafi verið óhugnanlegt þegar vélinni var skyndilega snúið við. Þeir hafi óttast að vélin væri að hrapa. Protasevich hafi orðið dauðskelkaður þegar hann áttaði sig á því að aðgerðirnar væru vegna hans.
24.05.2021 - 12:21
Heimskviður
Hóta mótmælendum nauðgunum og sviptingu forræðis barna
Lögregluofbeldi og handtökur hafa færst í aukana í Hvíta-Rússlandi síðustu vikur, samkvæmt Human Rights Watch, Mannréttindavaktinni. Ofbeldið hefur tekið á sig ýmsar myndir, samkvæmt frásögnum þolenda; það er líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Stjórnvöld beita konur sérstökum kúgunaraðferðum og hóta þeim því að ef þær hætti ekki mótmælum og stjórnmálaþátttöku verði börnin þeirra tekin af þeim.
04.10.2020 - 06:53
Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.
20.09.2020 - 12:21
Myndskeið
Gagnrýnir Pútín harðlega fyrir fundinn með Lukasjenko
Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands átti fjögurra tíma langan fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í borginni Sochi í Rússlandi í dag. Svetlana Tikanovskya, fyrrum forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Rússlandsforseta harðlega fyrir að funda með Lukasjenko, sem ekki sé álitinn réttkjörinn forseti.
14.09.2020 - 19:43
Myndband
Þúsundir kvenna mótmæltu í Minsk í dag
Breytingar munu eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi fyrr en fólk grunar, segir Svetlana Tikanovskaya sem bauð sig fram gegn Lukashenko forseta í kosningum 9. ágúst. Áfram er mótmælt í landinu og komu þúsundir kvenna saman í miðborg Minsk í dag og kröfðust þess að Alexander Lukasjenko fari frá völdum.
05.09.2020 - 20:00
Yfirheyra Nóbelsverðlaunahafa vegna mótmæla
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur boðað Nóbelsverðlaunahafann Svetlönu Alexievich til yfirheyrslu á miðvikudag vegna fjölmennra mótmæla gegn Lukasjenko forseta síðustu daga. Hún á sæti í samhæfingarráði andstæðinga forsetans sem hefur það markmið að koma honum frá völdum á friðsamlegan hátt.
24.08.2020 - 17:18
Handtekin fyrir skipulagningu mótmæla gegn Lukasjenko
Lögreglan í Hvíta-Rússlandi handtók í dag tvo meðlimi samhæfingarráðs stjórnarandstæðinga í landinu sem hafa síðustu daga skipulagt fjölmenn mótmæli þar sem þess er krafist að forseti landsins, Alexander Lukasjenko, fari frá völdum á friðsaman hátt.
24.08.2020 - 13:38
Mynda keðju frá Vilníus að Hvíta-Rússlandi
Mynduð verður mannleg keðja frá Vilníus í Litháen að landmærunum að Hvíta-Rússlandi síðdegis. Búist er við tugþúsundum. Slík keðja var mynduð þennan dag fyrir þrjátíu og einu ári þegar sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna stóð sem hæst. 
23.08.2020 - 12:46
Viðtal
Valdatog stórvelda hverfist í gegnum Minsk
Leiðtogar allra Evrópusambandsríkja lýsa yfir fullum stuðningi við mótmælendur í Hvíta-Rússlandi og viðurkenna ekki niðurstöður forsetakosninganna þann níunda ágúst. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir augljóst að Rússar eigi eftir að bregðast við þróuninni og hafi þegar gert það með yfirlýsingum.
19.08.2020 - 19:50
Evrópusambandið viðurkennir ekki niðurstöður kosninga
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa haldið neyðarfund vegna ástandsins í Hvíta Rússlandi. Niðurstaða fundarins er sú að ríki sambandsins viðurkenna ekki niðurstöðu forsetakosninganna 9. ágúst síðastliðinn.
Pútín og Lúkasjenkó ætla að leysa vandann innan skamms
Vladimir Pútín forseti Rússlands og Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands sammæltust um það í símtali sín á milli í morgun að „vandinn“ í Hvíta-Rússlandi yrði leystur innan skamms. Mikil mótmæli hafa verið í Hvíta-Rússlandi eftir að Lúkasjenkó var kjörinn forseti landsins með um 80% atkvæða. Fregnir hafa borist af miklu ofbeldi lögreglu gagnvart mótmælendum og þúsundir manna hafa safnast saman á götum Minsk, höfuðborgar landsins, í dag.
15.08.2020 - 13:55
Myndskeið
Saka stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um pyntingar
Fjöldi fólks í Hvíta-Rússlandi hefur lýst illri meðferð og barsmíðum af hendi lögreglu og öryggissveita. Mannréttindasamtök segja að sannanir bendi til að pyntingum sé beitt ítrekað og skipulega gegn friðsömum mótmælendum.
14.08.2020 - 22:44