Færslur: Luiz Inácio Lula da Silva

Lula heldur enn afgerandi forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro. Þetta kemur fram í skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha sem birt var í gær.
Jair Bolsonaro
Staðfesti framboð sitt og sagði herinn á sínu bandi
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti tilkynnti í gær formlega að hann verði í framboði í forsetakosningunum í haust. Þetta gerði forsetinn á miklum kosningafundi Frjálslynda flokksins, þar sem hann lagði megináherslu á guð, fjölskylduna og byssur og sagðist hafa herinn á sínu bandi.
Lula heldur öruggu forskoti á Bolsonaro
Sósíalistinn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasilíuforseti, heldur afgerandi forskoti á núverandi forseta, frjálshyggjumanninn Jair Bolsonaro, í nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Datafolha í aðdraganda forsetakosninganna í haust. Samkvæmt þeim ætla 47 prósent þeirra sem afstöðu tóku að kjósa Lula, en 28 prósent ætla að merkja við Bolsonaro. Aðrir frambjóðendur njóta mun minna fylgis.
Fylgi við Lula eykst enn á kostnað Bolsonaros
Enn aukast vinsældir brasilíska forsetaframbjóðandans Luiz Inacio Lula da Silva á kostnað Jair Bolsonaro núverandi forseta. Könnun sem fyrirtækið Datafolha birti í gær sýnir að 48 af hundraði kjósenda kváðust reiðubúin að kjósa Lula meðan 27 prósent sögðust ætla að greiða Bolsonaro atkvæði sitt.
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Gerði hlé á kosningabaráttu til að ganga í hjónaband
Brasilíski forsetaframbjóðandinn Luiz Inacio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, gerði hlé á kosningabaráttu sinni í gær og gekk að eiga unnustu sína Rosangela da Silva.
Sigurstranglegur Lula mætir aftur til leiks
Luiz Inácio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, hóf kosningabaráttu sína fyrir brasilísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Lula var áður forseti frá 2003 til 2010 og mun etja kappi við Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum í október.
Vinstrimenn geta ráðið úrslitum á sunnudaginn
Luiz Inacio Lula da Silva, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Brasilíu, hvetur franska kjósendur til að sigrast á stjórnmálaöflum lengst til hægri með því að flykkjast um Emmanuel Macron núverandi forseta. Stjórnmálaskýrendur telja að niðurstöður seinni umferðar forsetakosninganna séu í höndum vinstrimanna.
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Lúla hreinsaður af ákærum og má bjóða sig fram
Lúla, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið hreinsaður af ákærum um spillingu og má bjóða sig fram í forsetakosningum á næsta ári. Mál hans var sent aftur til áfrýjunarréttar. Forsetinn fyrrverandi heitir fullu nafni Luiz Inácio Lula da Silva en gengur jafnan undir nafninu Lula. Hann var sakfelldur fyrir spillingu og mútuþægni árið 2018 og hlaut 12 ára fangelsisdóm.