Færslur: Losun

Spegillinn
Hinir ríku Svíar standa ekki við loftslagsloforð
2,7 gráður - svo mikið mun meðalhitinn á jörðinni aukast frá því sem var fyrir iðnbyltingu, ef áfram verður haldið á sömu braut. Miklu meira en þær 2 gráður, eða helst 1,5, sem þjóðir heims stefna að samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Í París, fyrir sex árum lofuðu þjóðarleiðtogar aðgerðum en nýjar rannsóknir sýna að aðeins örfá lönd hafa efnt þessi loforð. Jafnvel Svíþjóð - ríkt land með þróað hagkerfi og stóra endurnýjanlega orkugjafa - er langt frá því að ná markmiðum sínum.
Nautgripabú bætast við loftslagsvænan landbúnað
Um þessar mundir auglýsa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Skógræktin og Landgræðslan eftir fimmtán nautgripabúum til að taka þátt í verkefninu „Loftslagsvænum landbúnaði“.
Losun vegna flugvéla hrynur annað árið í röð
Losun vegna flugsamgangna íslenskra flugfélaga dróst saman um 68 prósent á milli áranna 2019 og 2020. Það var annað árið í röð sem losun dróst saman, af ólíkum ástæðum þó.
02.06.2021 - 15:25
Minni losun vegna samdráttar í flugsamgöngum
Dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands síðustu tvö ár. Meginástæðan fyrir samdrættinum er sú að minna hefur verið um flugsamgöngur. Á milli 2018 og 2019 minnkaði losun frá flugsamgöngum um 36 prósent. 
10.03.2021 - 09:23
Vilja hvetja til orkuskipta með ívilnunum til bílaleiga
Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að heimilt verði að lækka skráða losun bíla sem bílaleigur flytja inn um 30 prósent áður en kemur til álagningar vörugjalds. Lækkunin geti aldrei numið hærri fjárhæð en 400 þúsund krónum á hvert ökutæki og verði háð því skilyrði að bílaleiga skuldbindi sig til þess að kaupa inn vistvænar rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar
13.12.2020 - 10:49