Færslur: lögreglurannsókn

Mannskæðar árásir í Örebro um helgina
Tvennt lést í skotárás í Varberga-hverfinu í sænsku borginni Örebro í gærkvöld. Á föstudag fannst maður örendur í bíl sínum eftir skotárás í sama hverfi. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
30.05.2022 - 05:20
Norskur hjúkrunarfræðingur dæmdur fyrir morfínstuld
Hjúkrunarfræðingur sem starfaði við hjúkrunarheimili skammt frá Björgvin í Noregi hefur verið sakfelld fyrir þjófnað á morfíni. Í einhverjum tilfellum fyllti hún skammtaglös með vatni í stað morfíns.
Rekja SIM-kort tengt hvarfi Anne-Elisabeth Hagen
Lögregla í Noregi vinnur nú hörðum höndum að rakningu SIM-korts sem talið er tengt síma sem notaður var við undirbúning brottnáms Önnu-Elisabeth Hagen frá heimili sínu árið 2018.
Lögregla skaut tvo menn til bana í París
Lögreglumenn í París í Frakklandi skutu tvo menn til bana í miðborginni í kvöld. Mennirnir voru í bíl sem ekið var á móti umferð yfir Pont Neuf-brúna í átt að lögreglumönnunum.
25.04.2022 - 00:25
Fyrrverandi forseti Hondúras framseldur
Juan Orlando Hernandez, fyrrverandi forseti Mið-Ameríkuríkisins Hondúras, var framseldur til Bandaríkjanna í gær. Hann er sakaður um fíkniefnaviðskipti og -smygl.
Handtaka vegna rannsóknar á sprengingunni í Beirút
Portúgali var handtekinn í Suður-Ameríkuríkinu Síle í gær en alþjóðalögreglan Interpol hafði leitað hans vegna rannsóknar á sprengingunni miklu í Beirút, höfuðborg Líbanon, árið 2020.
Lögregla í Drammen leitar árásarmanns
Lögreglan í norsku borginni Drammen leitar manns á þrítugsaldri vegna líkamsárása. Enginn meiddist líkamlega í árásunum. Maðurinn réðist aftan að tveimur manneskjum á gangi, tók aðra þeirra kverkataki og kyssti hana á kinnina áður en hann forðaði sér á hlaupum.
20.04.2022 - 03:40
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Manndráp til rannsóknar í Landskrona í Svíþjóð
Tveir menn á fimmtugsaldri fundust í dag illa særðir utandyra í Koppargården-hverfinu í Landskrona sunnanvert í Svíþjóð. Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús þar sem annar lést af sárum sínum. Lögregla rannsakar málið sem manndráp og tilraun til manndráps.
03.04.2022 - 01:00
Aðdáendur syrgja Hawkins trommuleikara Foo Fighters
Aðdáendur og tónlistarfólk um allan heim syrgja Taylor Hawkins trommuleikara bandarísku rokksveitarinnar sem lést í gær fimmtugur að aldri. Bráðabirgðarannsókn í Kólumbíu leiðir í ljós að blöndu margskonar lyfja var að finna í líkama hans.
Heita verðlaunum fyrir upplýsingar um týndan ferðalang
Lögregla í Ástralíu lofar hverjum þeim umbun að jafnvirði 45 milljóna íslenskra króna sem veitt getur upplýsingar um hvarf belgíska bakpokaferðalangsins Theos Hayez. Hann hvarf fyrir þremur árum, þá 18 ára.
23.02.2022 - 03:25
Maður myrtur í bíl sínum í Södertälje
Stokkhólmslögreglan leitar nú morðingja manns sem fannst síðdegis í gær helsærður í bíl sínum í Södertälje, suður af höfuðborg Svíþjóðar.
23.02.2022 - 02:30
Miu minnst og viðbragða krafist við ofbeldi gegn konum
Dönsku stúlkunnar Miu Skadhauge Stevn var minnst um allt land í dag. Mia var 22 ára og var myrt á leið heim eftir að hafa verið úti að skemmta sér í Álaborg um seinustu helgi. Hart er lagt að stjórnvöldum að bregðast við ofbeldi gegn konum.
Tveir menn í haldi vegna hvarfs ungrar konu
Tveir menn á fertugsaldri eru í haldi lögreglunnar í Álaborg í Danmörku og verða ákærðir fyrir morð á tuttugu og tveggja ára gamalli konu, Miu Skadhauge Stevn. Hún fór út að skemmta sér á laugardagskvöldið en ekkert hefur spurst til hennar frá aðfaranótt sunnudags.
10.02.2022 - 02:45
Þýskaland
Meintur lögreglumorðingi leiddur fyrir rannsóknardómara
Maður sem er í haldi grunaður um að hafa myrt tvo þýska lögreglumenn við skyldustörf síðastliðna nótt verður leiddur fyrir dómara á morgun. Lögregla leitar mögulegra vitorðsmanna.
01.02.2022 - 03:09
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Fjögurra ára belgískur drengur fannst látinn í Hollandi
Hollenska lögreglan fann í kvöld lík Dean Verberckmoes, fjögurra ára gamals belgísks drengs sem leitað hafði verið í fimm daga. Lík drengsins fannst á eynni Neeltje Jans sem er hluti Oosterschelde-flóðavarnargarðsins.
18.01.2022 - 01:11
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Handtaka í einu þekktasta morðmáli Frakklands
Lögregla í Frakklandi handtók mann í gær grunaðan um aðild að morðinu á al-Hilli fjölskyldunni í frönsku Ölpunum í september árið 2012. Bresk hjón og fullorðin kona fundust þá myrt í bíl skóglendi á svæðinu.
13.01.2022 - 06:29
Lögregla á Grænlandi rannsakar tvö morðmál
Lögregla á Grænlandi rannsakar nú tvö mál þar sem grunur leikur á að andlát hafi borið að með saknæmum hætti. Í báðum tilfellum tengjast þeir látnu og hin grunuðu fjölskylduböndum.
Ekki merki um byrlun í málunum þremur á Akureyri
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þremur tilvikum þar sem grunur var um að einstaklingum hefði verið byrlað ólyfjan, er lokið. Í öllum málunum voru tekin blóðsýni fljótlega eftir að grunur vaknaði um byrlun, en ekki fundust nein merki um deyfilyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Óttast að raunverulegur nauðgari finnist ekki
Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar á þætti sínum í því að maður var ranglega ákærður og dæmdur til fangavistar fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Þá var Sebold átján ára. Hún óttast að sá sem framdi ódæðið finnist ekki og hafi mögulega komist upp með fleiri brot.
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Málshöfðunum gegn Travis Scott fjölgar sífellt
Bandaríski rapparinn Travis Scott á yfir höfði sér fjölda málshöfðana eftir að átta fórust og tugir slösuðust alvarlega á tónleikum hans í Houstonborg í Texas síðastliðinn föstudag.
09.11.2021 - 04:11