Færslur: lögreglurannsókn

Fjögurra ára belgískur drengur fannst látinn í Hollandi
Hollenska lögreglan fann í kvöld lík Dean Verberckmoes, fjögurra ára gamals belgísks drengs sem leitað hafði verið í fimm daga. Lík drengsins fannst á eynni Neeltje Jans sem er hluti Oosterschelde-flóðavarnargarðsins.
18.01.2022 - 01:11
Lögregla rannsakar farsíma leikarans Alecs Baldwin
Bandaríska leikaranum Alec Baldwin hefur verið gert að afhenda síma sinn vegna rannsóknar á voðaskoti við gerð vestrans Rust. Mánuður er síðan dómari gaf fyrirmæli um að síminn skyldi afhentur.
Handtaka í einu þekktasta morðmáli Frakklands
Lögregla í Frakklandi handtók mann í gær grunaðan um aðild að morðinu á al-Hilli fjölskyldunni í frönsku Ölpunum í september árið 2012. Bresk hjón og fullorðin kona fundust þá myrt í bíl skóglendi á svæðinu.
13.01.2022 - 06:29
Lögregla á Grænlandi rannsakar tvö morðmál
Lögregla á Grænlandi rannsakar nú tvö mál þar sem grunur leikur á að andlát hafi borið að með saknæmum hætti. Í báðum tilfellum tengjast þeir látnu og hin grunuðu fjölskylduböndum.
Ekki merki um byrlun í málunum þremur á Akureyri
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á þremur tilvikum þar sem grunur var um að einstaklingum hefði verið byrlað ólyfjan, er lokið. Í öllum málunum voru tekin blóðsýni fljótlega eftir að grunur vaknaði um byrlun, en ekki fundust nein merki um deyfilyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Lögregla leitar ennþá árásarmanns í Kaupmannahöfn
Ungur maður liggur mjög alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um árásina.
Óttast að raunverulegur nauðgari finnist ekki
Bandaríski rithöfundurinn Alice Sebold hefur beðist afsökunar á þætti sínum í því að maður var ranglega ákærður og dæmdur til fangavistar fyrir að hafa nauðgað henni árið 1981. Þá var Sebold átján ára. Hún óttast að sá sem framdi ódæðið finnist ekki og hafi mögulega komist upp með fleiri brot.
Sakar Baldwin um að hafa spilað rússneska rúllettu
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin er sakaður um að hafa spilað rússneska rúllettu með því að kanna ekki sjálfur hvort byssan sem hann fékk í hendur við tökur á vestranum Rust væri hlaðin.
Málshöfðunum gegn Travis Scott fjölgar sífellt
Bandaríski rapparinn Travis Scott á yfir höfði sér fjölda málshöfðana eftir að átta fórust og tugir slösuðust alvarlega á tónleikum hans í Houstonborg í Texas síðastliðinn föstudag.
09.11.2021 - 04:11
Höfðar einkamál gegn Scott og öðrum tengdum tónleikunum
Lögmannsstofa í Texasríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn bandaríska rapparanum Travis Scott og þeim kanadíska Drake fyrir að hvetja til upplausnar á tónleikum í Houstonborg á föstudagskvöld.
08.11.2021 - 03:23
Svíþjóð
Sextán ára piltur í haldi grunaður um manndrápstilraun
Lögregla í bænum Ljungby í suðurhluta Svíþjóðar hefur sextán ára dreng í haldi vegna gruns um tilraun til manndráps. Maður á tvítugsaldri var fluttur á sjúkrahús síðdegis í dag eftir að ráðist var að honum með eggvopni í miðbæ Ljungby.
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Lögreglurannsókn hafin í Texas á dauða tónleikagesta
Glæparannsókn er hafin í Texas vegna andláts átta ungmenna á tónleikum rapparans Travis Scott í Houstonborg á föstudagskvöldið. Þau látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára.
07.11.2021 - 03:38
Norska lögreglan telur sig nálgast lausn í Hagen-málinu
Norska lögreglan telur sig nálgast lausn ráðgátunnar um hvarf Anne-Elisabeth Hagen. Hún var 68 ára þegar hún hvarf frá heimili sínu í úthverfi Ósló 31. október árið 2018 og síðan hefur ekkert til hennar spurst.
30.10.2021 - 01:38
Hefur ekki hugmynd um hvers vegna skot var í byssunni
Hannah Gutierrez-Reed, vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana 21. október síðastliðinn.
Tveir eftirlýstir vegna hnífaárásar í Þrándheimi
Tveir menn eru grunaðir um að hafa sært tvítugan mann illa með hnífi í Møllenberg hverfinu í Þrándheimi í gærkvöldi. Lögregla veit hverjir þeir eru og hefur lagt fram ákæru.
Grænland: tvennt í gæsluvarðhaldi vegna líkfundarmáls
Tvennt situr nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við líkfundarmál i grænlenska bænum Ilulissat. Líkamsleifar karlmanns fundust við sorpbrennslu í bænum um síðustu helgi.
Noregur: Andlát í heimahúsi rannsakað sem morð
Lögreglan í Ósló rannsakar nú andlát litháensks manns á sextugsaldri sem morð. Talið er að maðurinn hafi verið myrtur í heimahúsi í Fjellhamar, kyrrlátu hverfi í sveitarfélaginu Lørenskog skammt frá Ósló.
02.08.2021 - 02:44
Rannsókn vegna hoppukastala í fullum gangi
Lögreglurannsókn vegna slyss sem varð í hoppukastala á Akureyri á fimmtudag er í fullum gangi.
05.07.2021 - 16:19
„Læknarnir drápu Diego“
Lögmaður hjúkrunarfræðings, sem sætir rannsókn vegna andláts knattspyrnumannsins Diego Maradona, fullyrðir að kenna megi hirðuleysi lækna um hvernig fór. „Þeir drápu Diego,“ sagði Rodolfo Baque við fréttamenn eftir að yfirheyrslum ákæranda yfir hjúkrunarfræðingnum Dahiana Gisela Madrid lauk í gær.
Marek Moszczynski ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun
Marek Moszczynski, sem var meðal annars ákærður fyrir þrjú manndráp og tíu manndrápstilraunir með því að kveikja í húsi á Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, var rétt í þessu sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var metinn ósakhæfur og skal sæta öryggisvistun á viðeigandi stofnun.
Handtökur vegna gruns um fyrirhuguð hryðjuverk
Lögregla í Englandi og Wales hefur handtekið fimm, þar á meðal sextán ára ungling, vegna gruns um fyrirhugað hryðjuverk. Álitið er að hin handteknu tilheyri hægrisinnuðum samtökum og er hvert og eitt þeirra nú yfirheyrt á lögreglustöð í Vestur-Yorkshire. 
01.05.2021 - 18:12
Kveikur
„Ha, er hún dáin?“
Perla Dís Bachmann Guðmundsdóttir lést á heimili kærasta síns sunnudaginn 22. september 2019. Hún var nýorðin nítján ára. Í fyrstu héldu aðstandendur Perlu að andlátið hefði verið slys.
Tvö fundin látin í brunarústum hússins á Andøya
Björgunarfólk hefur fundið tvö lík í brunarústum húss á Andøya í Norðurlandsfylki í Noregi. Ekki hafa enn verið borin kennsl á þau en vonast er til að krufning leiði í ljós hver þau eru.
17.01.2021 - 12:22
Segir leka persónugreinanlegra upplýsinga mjög slæman
Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir mjög slæmt að persónugreinanlegum upplýsingum úr rannsókn sakamáls hafi verið dreift víða. Hann þvertekur fyrir að lögreglan haldi hlífiskildi yfir afbrotamönnum gegn upplýsingum.