Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Brá fæti fyrir lögreglumann við skyldustörf
Lögreglumaður handleggsbrotnaði við störf í miðborg Reykjavíkur í nótt þegar vegfarandi brá fyrir hann fæti. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir málið litið alvarlegum augum og að það verði kært.
Ráðist á lögreglumann og hann handleggsbrotinn
Meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt voru afskipti af ölvaðri konu á rafskutlu, sem hafði stofnað sjálfri sér og öðrum í hættu og handtaka manns sem gekk um miðborgina vopnaður kylfu. Ráðist var á lögreglumann við störf í miðborginni, hann er talinn vera handleggsbrotinn eftir árásina og þá fékk lögregla fjölmörg útköll vegna hávaða í samkvæmum í heimahúsum.
Þurftu aðstoð lögreglu vegna ölvaðs strætófarþega
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt að vanda í gærkvöld og í nótt. Meðal þeirra voru þjófnaðarmál, grunur um akstur undir áhrifum og þá þurfti lögregla að veita aðstoð við að vísa ölvuðum manni út úr strætisvagni.
„Allar helgar eru stórar ferðahelgar“
Þétt umferð er á öllum leiðum út úr borginni. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferð sé sérstaklega þung frá Ártúnsbrekku að nyrðri mörkum Mosfellsbæjar.
Áframhaldandi gæsluvarðhald vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var úrskurðaður í sjö daga áframhaldandi gæsluvarðhald í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna rannsóknar á bruna á Bræðraborgarstíg á fimmtudaginn í síðustu viku. Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grundvelli almannahagsmuna.
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur. María Ósk er 43 ára, til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er 163 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með gráleitt axlarsítt hár og með húðflúr á hlið vinstri handar. Hún er líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti, að sögn lögreglunnar.
Líkamsárás á Granda
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt voru af ýmsum toga. Á fjórða tímanum var tilkynnt um líkamsárás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með áhaldi. Grunaður árásarmaður var handtekinn og sá sem fyrir árásinni var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.
Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.
Reyndi að stela áfengi af veitingastað
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gærkvöld voru af ýmsu tagi. Meðal þeirra voru afskipti af manni sem hafði reynt að stela áfengisflöskum af veitingastað, af manni sem grunaður er um að hafa stolið nokkrum vespum og barnahjóli og þá tengdust nokkur verkefni lögreglu ræktun og sölu fíkniefna.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Hótaði starfsfólki með hnífi
Tvær tilkynningar um líkamsárás bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og þá hótaði maður starfsfólki vínveitingastaða í borginni með hnífi.
Kastaðist út úr bíl sem valt á Hvalfjarðarvegi 
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Hvalfjarðarveginum á áttunda tímanum í morgun. Slysið átti sér stað í nágrenni Hvalfjarðarganganna og valt bíllinn nokkrar veltur.
Féll af rafskútu og sló höfðinu í gangstétt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um umferðarslys á Hverfisgötu. Þar hafði maður fallið af rafskútu og við það slegið höfðinu í gangstétt og misst meðvitund.
Myndskeið
Tveir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi
Tveir létust á vettvangi brunans í húsi á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs í gær. Einn var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, segir að aðstæður hafi verið mjög erfiðar og ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi slökkviliðsmanna við reykköfun inni í brennandi húsinu.
„Erfiður dagur hjá lögreglunni í gær“
Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að erfitt hefði verið að keyra ökutæki lögreglunnar í forgangi á götum borgarinnar í gær eftir að stórbruni varð á horni Vesturgötu og Bræðraborgarstígs og að áhorfendur að brunanum á hefðu verið full aðgangsharðir.
Ók á hjólreiðamann og keyrði í burtu
Ökumaður í Breiðholti ók á hjólreiðamann klukkan rúmlega fimm í gær. Hann keyrði af vettvangi en vitni sá skráningarnúmer bílsins og útlit ökumannsins.
Myndskeið
Þrennt handtekið á vettvangi brunans
Þrennt var handtekið á vettvangi brunans við Bræðraborgarstíg í dag. Fjórir íbúar af þeim sex, sem vitað er að hafi búið í húsinu voru fluttir á gjörgæslu í dag og lögregla leitar hinna tveggja.
Viðbragðsáætlun Landspítala var virkjuð vegna brunans
Viðbragðsáætlun Landspítala var virkjuð í dag vegna bruna í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Þetta staðfestir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Húsið er skráð á HD verk
Hús á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu, þar sem eldur kom upp í dag, er skráð á fyrirtækið HD verk, samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er hlutverk þess fyrirtækis leiga atvinnuhúsnæðis. Efling hefur haft vitneskju um að starfsmenn á vegum hennar hafi verið þar til húsa um skeið.
Myndskeið
Eldur í húsi í Vesturbænum
Allt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út að horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Að sögn sjónarvotta eru tveir menn á efstu hæð hússins, en óvíst er hvort þeir hafi komist út. Stúlka sást kasta sér út um glugga þess niður í ruslagám. Lögregla og sjúkralið er á staðnum og víkingasveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til. Enn logar eldur út um glugga.
Fluttar á bráðadeild eftir að hafa misst stjórn á vespu
Tvær ungar stúlkur voru fluttar með sjúkrabíl á bráðadeild með áverka á höfði, höndum og hnjám eftir að hafa misst stjórn á vespu sem þær voru saman á við Fífuna í Kópavogi. Þær óku yfir hól og féllu tvo metra niður þar sem þær enduðu á ljósastaur. 
Umferðarslys vegna ölvunaraksturs í Garðabæ í nótt
Sjö voru teknir við akstur undir áhrifum vímuefna af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan sjö í gærkvöldi. Einn ökumaður lenti í slysi af völdum ölvunaraksturs í Garðabæ í nótt.
Hundsbit og hávaði í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út 26 sinnum í nótt vegna hávaða en alls komu 97 mál á borð lögreglu í gærkvöld og nótt. Í miðborginni var mikið um ölvun og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Akstur undir áhrifum og fólk fast í lyftu 
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti fimm ökumönnum í gærkvöldi og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. 
Samið um miskabætur í LÖKE-máli
Tveir menn fengu í gær greiddar miskabætur frá hinu opinbera vegna LÖKE-málsins svonefnda. Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson og félagi hans fengu bæturnar fyrir ólögmæta handtöku, húsleit og aðrar þvingunaraðgerðir gegn þeim árið 2015 þegar þeir voru handteknir vegna málsins. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.