Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.
Gas frá gosstöðvunum berst yfir höfuðborgarsvæðið
Veðurstofan spáir suðvestan golu eða kalda í dag. Því er útlit fyrir að gasið frá gosstöðvunum berist yfir höfuðborgarsvæðið og til austurs.
Ekki verður sektað vegna notkunar nagladekkja í apríl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektar ekki fyrir noktun nagladekkja strax þrátt fyrir að notkun þeirra sé óheimil frá og með deginum í dag.
Velti bílnum við eftirför lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti bíl eftirför í hverfi 110 um hálf tvö í nótt. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að komast undan þegar lögregla reyndi að stöðva hann. Bílinn valt þegar honum var ekið inn á afrein.
Myndskeið
Fundur lögreglu vegna morðsins í Rauðagerði
Fjölmiðlafundur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri við Rauðagerði um miðjan febrúar hefst klukkan 14. Fylgst er með fundinum í beinni útsendingu í sjónvarpi, hér á vefnum og í beinni textalýsingu.
Blaðamannafundur vegna morðsins í Rauðagerði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu boðar til blaðamannafundar í dag vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri við Rauðagerði um miðjan febrúar. Boðað var til fundarins í morgun og verður hann á Teams. „Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á manndrápi í austurborginni í síðasta mánuði,” segir í tilkynningunni.
Tíu vikna farbann vegna morðsins í Rauðagerði
Tveir voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní. Farbannið er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði í síðasta mánuði.
Lögregla leitar manns sem átti að færa í gæsluvarðhald
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú karlmanns á þrítugsaldri sem í gær var úrskurðaður í tæplega fjögurra vikna gæsluvarðhald, til 15. apríl, vegna frelsissviptingar, brota gegn nálgunarbanni, hótana og eignaspjalla. Þegar færa átti manninn í varðhald í gær fannst hann hvergi.
Í gæsluvarðhald fyrir ítrekuð brot gegn nálgunarbanni
Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl. Maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, fram í miðjan mars.
Sjónvarpsfrétt
Umfangsmesta morðrannsókn Íslandssögunnar
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í dag vegna rannsóknar á morðinu í Rauðagerði. Að auki var leitað á sex stöðum. 14 manns hafa verið handtekin frá því rannsókn hófst fyrir rúmum mánuði síðan, 12 eru með stöðu sakbornings og lögreglan hefur leitað á yfir 30 stöðum. Þetta er langumfangsmesta morðrannsókn lögreglunnar til þessa.
Fjórir enn í gæsluvarðhaldi
Lögreglan bíður enn eftir að fá að yfirheyra verjanda eins þeirra sem grunaður er um aðild að morðmálinu í Rauðagerði.
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.
Viðtal
Níu konur kæra rannsóknir á ofbeldisbrotum til MDE
Níu íslenskar konur hafa lagt fram kærur til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsmeðferðar íslenska réttarkerfisins. Konurnar kærðu ofbeldisbrot, nauðganir og áreitni til lögreglu, en málin voru felld niður. Dómstóllinn hefur móttekið og skráð málin. „Kerfið er ítrekað að sparka í liggjandi manneskju sem er brotin fyrir,” segir ein kvennanna.
Barði í bíla með hamri í miðbæ Reykjavíkur
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt sem barði í bíla með hamri. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi verið í annarlegu ástandi og með fíkniefni í fórum sínum. Hann var vistaður í fangaklefa.
Vilja þrjá áfram í gæsluvarðhald
Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum sem eru í haldi vegna morðsins í Rauðagerði. Íslendingur sem var í haldi lögreglu var látinn laus í dag en honum gert að sæta farbanni til loka mánaðar.
Úrskurðaður í fjögurra vikna farbann
Íslendingur sem setið hefur í varðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði var í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna farbann, eða til 30. mars. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi undanfarin hálfan mánuð en það rann út í dag. Ekki var lögð fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald. 
Hnupl og gripdeildir í miðborginni
Maður í annarlegu ástandi var handtekinn í miðborginni á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann er grunaður um hnupl og að hafa kýlt öryggisvörð í andlitið á leið sinni út úr verslun.Maðurinn gisti fangageymslur lögreglu vegna rannsóknar málsins.
Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Veitingamenn fara almennt eftir sóttvarnarreglum
Starfsmenn veitingastaða í miðborginni standa sig yfirleitt vel þegar kemur að því að framfylgja gildandi sóttvarnarreglum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti nokkra veitingastaði í miðborginni heim í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að kannað var hvort rekstrarleyfi væru gild.
Sparkaði í lögreglubíl og reyndi að stinga af
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna háværs samkvæmis miðsvæðis í borginni skömmu eftir miðnætti í nótt. Fjöldi ungmenna hafði safnast þar saman og myndaðist múgæsingur við komu lögreglunnar að því er segir í dagbók.
Nefnd skoðar samskipti lögreglu við fjölmiðla
Nefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu kannar samskipti lögreglu við fjölmiðla eftir teiti í Ásmundarsal í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu.
Fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir
Lögreglu hafa borist fleiri tilkynningar um sprengjuhótanir í morgun og hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa hjá þremur öðrum stofnunum, auk Menntaskólans við Hamrahlíð.
Þrír grunaðir um brot á vopnalögum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.
Viðtal
Skipulögð brotastarfsemi alltaf að verða alþjóðlegri
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúi Europol, segir að skipulögð brotastarfsemi sé alltaf að verða alþjóðlegri. Hann kemur aftur til starfa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vor eftir störf fyrir Europol í Hollandi undanfarin þrjú ár. Hann er reynslunni ríkari eftir að hafa fengið betri innsýn inn í skipulagða brotastarfsemi og hvernig samskipti þurfi til að takast á við hana.
Of margir inni á einum samkomustað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit inn á sextán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld þar sem hún kannaði sóttvarnir, fjölda gesta og hvort opnunartími væri virtur.