Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Óvenjumörg umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Tíu slösuðust í tíu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það sé í meira lagi. Útlit er fyrir að umferð á höfuðborgarsvæðinu verði níu prósentum meiri í ár en á síðasta ári.
Hnífsstunga í Garðabæ og vinnuslys í Hafnarfirði
Lögreglan í Hafnarfirði var kölluð út í gær vegna hnífsstunguárásar í Garðabæ. Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Samkvæmt dagbók lögreglu frá því í gærkvöld brutust út deilur á milli manna með þessum afleiðingum.
Kinnhestur á bar og ekið á ljósastaura í borginni
Tilkynnt var um líkamsárás á krá í austurbæ Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti í gær, þar sem maður kvaðst vera með brákaða tönn eftir högg í andlitið. Sá sem sló var enn staddur á kránni.
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Bíl ekið á bensíndælu við Sprengisand
Bíl var seint í gærkvöldi ekið á bensíndælur á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Engin slys urðu á fólki en dráttarbíll fjarlægði bifreiðina og bensíndæluna að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur erill virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt.
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Byltur og björgunaraðgerðir í borginni
Lögregla og björgunarsveitir höfðu í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. Nokkuð var um byltur og önnur óhöpp. Björgunarsveitir liðsinntu göngumanni í vanda og strönduðum sjófarendum.
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.
Þrjár líkamsárásir og ökumaður sem hljóp undan lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Maður féll í sjóinn við Reykjavíkurhöfn
Mikill viðbúnaður var við Reykjavíkurhöfn nú rétt í þessu þegar maður féll í sjóinn. Að sögn Slökkviliðisins á höfuðborgarsvæðinu er verið að hlúa að manninum.
Hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem hafði skemmt bíla og veist að fólki í Neðra-Breiðholti. Hann tók handtökunni ekki vel og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Rannsókn á andláti sjúklings á geðdeild í fullum gangi
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða konu á geðdeild Landspítalans í ágúst er enn í fullum gangi. Nú standa yfir skýrslutökur og yfirheyrslur en rannsóknin er enn á mjög viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hjúkrunarfræðingurinn sem er grunaður um verknaðinn er laus út gæsluvarðhaldi.
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Lögreglan leitar manns vegna rannsóknar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar mannsins á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Maðurinn er beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Vínlandsleið 2-4, 113 Reykjavík, í síma 444-1000.
Reyndi að efna til slagsmála við „allt og alla“
Lögreglan handtók í nótt ölvaðan einstakling sem sagður er hafa reynt að efna til slagsmála við „allt og alla“, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Illa gekk að ræða við einstaklinginn vegna annarlegs ástands og var hann því vistaður í fangaklefa.
Reyndi að bíta lögreglumenn við handtöku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í nótt sem er sagður hafa ógnað ungmennum. Maðurinn reyndi þá að bíta lögreglumenn við handtökuna og var hann vistaður í fangageymslu.
Handtekinn blóðugur með hníf
Tilkynnt var fyrir skömmu um blóðugan mann með hníf í miðbænum. Fannst hann í annarlegu ástandi annars staðar í borginni og var vistaður í fangageymslum lögreglu.
Dyravörður og kona vopnuð hælaskó handtekin
Dyravörður á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var handtekinn um klukkan tíu í gærkvöld. Í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dyravörðurinn hafi hrint konu í veg fyrir bíl sem ók framhjá skemmtistaðnum. Konan meiddist á hendi og var flutt á slysadeild.
Minna um afbrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí
Skráð voru 895 hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í júlí og fækkaði brotum allnokkuð á milli mánaða í öllum flokkum nema einum.
Hávaðasöm teiti, rafskutluslys og líkamsárásir
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Eitt hundrað mál voru skráð í bækur lögreglu frá klukkan sautján í gær til fimm í morgun, slagsmál, líkamsárásir, ölvunar- og hraðakstur, rafskutluslys og hávaðakvartanir víða um borg. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.