Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Braust inn á Árbæjarsafn og Árbæjarlaug
Karlmaður gekk berserksgang í Árbænum í Reykjavík í nótt. Hann braust meðal annars inn á Árbæjarsafnið, í Árbæjarlaugina og í tvö heimahús. Fyrstu tilkynningar um brot mannsins bárust um tíu leytið í gærkvöld en hann var ekki handtekinn fyrr en um klukkan þrjú í nótt.
Tveir handteknir grunaðir um íkveikju
Einn bíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur laust eftir klukkan þrjú í nótt til að slökkva eld í vinnuskúr í Elliðaárdal fyrir neðan Árbæjarhverfi.
Ekkert saknæmt við eldsupptök í Auðbrekku
Íkveikja var ekki upptök eldsvoða í ósamþykktri íbúð í Auðbrekku í Kópavogi. Þetta leiddi rannsókn lögreglu á eldsvoðanum í ljós. Rannsókn eldsvoðans, sem varð í byrjun febrúar, er nú lokið og er komið á borð ákærusviðs.
Sér ekki að lögregla hefði getað brugðist öðruvísi við
Ríkislögreglustjóri segist ekki sjá að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við, þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ungan dreng tvívegis í leit sinni að strokufanga. Maðurinn sem leitað var að hafi verið talinn hættulegur, þar sem hann hefur áður stungið fólk með hnífi.
Barði dyravörð með veski
Lögregla hafði afskipti af konu sem réðst á dyravörð á veitingastað í miðborginni stuttu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Konunni hafði verið vísað út af staðnum en kom fljótlega til baka, skvetti bjór yfir dyravörðinn og byrjaði að berja hann með veski sínu. Þegar lögregla kom á vettvang hafði konan verið færð í tök og var hún þá orðin róleg. Hún var beðin um að yfirgefa svæðið.
Sjónvarpsfrétt
Árásarmönnum var vísað úr Flensborg, flestum tímabundið
Fimm nemendum var vísað úr Flensborgarskóla, flestum tímabundið, eftir að þeir réðust á tvo samnemendur sína í mars. Skólameistarinn segir skólann hafa gripið til fleiri aðgerða í kjölfarið og þykir leitt að heyra að upplifun nemenda sé önnur.  
Gripinn glóðvolgur við innbrot
Innbrotsþjófur var gripinn glóðvolgur í Grafarvogi rétt eftir klukkan níu í gærkvöldi. Lögregla handtók manninn á vettvangi og gistir hann fangageymslu.
Vaknaði við að innbrotsþjófur beindi að honum vasaljósi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot í hús í vesturbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Í dagbók lögreglu segir að húsráðandi hafi vaknað þegar ljósgeisla frá vasaljósi var beint í andlit hans
Reyndi að sleppa frá lögreglu á rafmagnsvespu
Lögregla hafði afskipti af konu í nótt fyrir glæfralegan akstur á rafmagnsvespu. Stutt eftirför endaði með því að konan ók vespunni á lögreglubílinn.
Reyndi að stela lambalærum og hrækti á öryggisvörð
Lögreglan fékk tilkynningu skömmu fyrir miðnætti um mann sem var stöðvaður er hann var að ganga út úr verslun með tvö lambalæri sem hann hafði ekki greitt fyrir.
Ekið á ungan dreng í Kópavogi
Ekið var á tíu ára gamlan dreng á reiðhjóli um klukkan þrjú í dag.
Árásarmennirnir ekki enn fundnir
Ráðist var á 17 ára gamlan pilt um klukkan hálf fjögur leitið í nótt. Árásamennirnir voru nokkrir en eru ekki enn fundnir.
Tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls voru um áttatíu mál skráð í dagbók lögreglu og tólf vistaðir í fangageymslu.
Eldur brann og sprengingar kváðu við
Laust fyrir klukkan fimm í nótt barst tilkynning um eld og sprengingar í bílskúr við Stóragerði. Þegar slökkvilið kom á staðinn kváðu enn við sprengingar og svartur reykur barst frá skúrnum.
Lögreglan lýsir eftir manninum sem slapp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Gabríel Douane Boama, sem strauk úr haldi lögreglu um sjöleytið í kvöld.
Gæsluvarðhaldsfangi á flótta undan lögreglu
Gæsluvarðhaldsfangi slapp úr haldi lögreglu í dag þegar verið var að flytja hann úr héraðsdómi Reykjavíkur. 
Vopnaður boga og örvum í matvörubúð í Reykjavík
Lögregla gerði upptækan boga og örvar hjá manni sem gekk um með þann vopnabúnað í matvöruverslun í Neðra-Breiðholti í Reykjavík í gærkvöldi. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að bogamaðurinn hafi verið í annarlegu ástandi.
Reyndi að brjótast inn í flutningabíla í Reykjavík
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Lögreglunni barst tilkynning um að hann væri meðal annars að reyna að brjótast inn í flutningabíla.
Banaslys í Garðabæ
Karlmaður á fertugsaldri lést eftir fall á vinnusvæði í Urriðaholti í Garðabæ í dag.
Reyndi að stinga lögreglu af en endaði í húsagarði
Lögregla ætlaði að stöðva bíl vegna hraðaksturs í Hafnarfirði á níunda tímanum í gærkvöld.
Talsvert um ölvun og óspektir í borginni í nótt
Talsvert var um ölvun og óspektir í höfuðborginni í gærkvöld og í nótt samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á svæðinu. Tilkynningar bárust um ofurölvi fólk, um árásir og gripdeildir og eignaspjöll.
Myndband
Húsið sem brann var ekki samþykkt sem íbúðarhús
Húsið sem brann í Auðbrekku í Kópavogi í nótt er ekki samþykkt sem íbúðarhús, heldur sem iðnaðarhúsnæði. Fjórtán manns voru inni í húsinu þegar slökkvilið kom á vettvang, en engan sakaði. Íbúar hússins eru af erlendum uppruna. Einn er í haldi lögreglu vegna málsins, grunaður um íkveikju.
Ekki ljóst hvort íbúðir í húsinu voru samþykktar
Einn hefur verið handtekinn, grunaður um íkveikju, eftir að eldur kviknaði í tveggja hæða húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Eldurinn var allmikill og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir. Í húsinu voru áður skrifstofur en nú eru þar leiguíbúðir. Ekki hefur fengist staðfest hvort íbúðirnar séu samþykktar.
Kastljós
Mannekla í öryggisstéttum ógni öryggi landsmanna
„Að mínu mati erum við komin alveg upp við vegg og kominn í það mikinn vanda að það verður að bregðast við og það strax,“ segir Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður og formaður félags þeirra, um manneklu í stéttinni. Sem er vandamál víða; samtals vantar á þriðja hundrað starfsmanna í lögreglulið landsins, ásamt toll- og fangavörðum, bæði vegna langvarandi manneklu og styttingar vinnuvikunnar. Á höfuðborgarsvæðinu er aðeins einn lögreglumaður á hverja þúsund íbúa.
Líkamsárás á Seltjarnarnesi
Tilkynnt var um líkamsárás á Seltjarnarnarnesi upp úr klukkan eitt í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru árásarmennirnir þrír en þeir komust undan áður en lögregla mætti á vettvang. Manninum sem varð fyrir árásinni var ekið á bráðadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl hans.