Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Í áframhaldandi gæsluvarðhaldi vegna brunans
Karlmaður á sjötugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 8. september, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík í 25.júní.
Myndskeið
„Við vorum bara óundirbúnir en gerðum ansi margt samt“
Eigandi Ölstofunnar segist hafa verið óviðbúinn aðsókn á barina í gærkvöldi en hyggst gera úrbætur fyrir næstu helgi. Lögreglan heimsótti staðinn tvisvar í gær. „Og var afskaplega ánægð í fyrra skiptið; sagði að við hefðum undirbúið okkur vel, en svo var hún aðeins þyngri í seinna en samt alveg í góðu. Það voru of margir í reyknum en fínt hérna inni.“
Beita sektum og lokunum frá og með deginum í dag
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun frá og með deginum í dag beita sektum og jafnvel lokunum á þeim skemmti- og veitingastöðum sem ekki virða fjölda- og fjarlægðartakmarkanir. Þetta sagði Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag.
Líkamsárás í Skeifunni
Tilkynnt var um líkamsárás í Skeifunni á fyrsta tímanum í nótt. Þar höfðu þrír veist að ungum manni, rænt síma hans og greiðslukorti áður en þeir hurfu af vettvangi.
Lögreglan lýsir eftir 41 árs karlmanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir José M. Ferraz da Costa Almeida, 41 árs portúgölskum ríkisborgara sem gengur undir nafninu Marco Costa.
Lögreglumaður greinist með COVID
Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið greindur með COVID-19. Þrettán lögreglumenn hafa verið sendir í sóttkví vegna þessa og fimm lögreglumenn til viðbótar eru nú í úrvinnslusóttkví.
Fimmtán ára í árekstri grunaður um ölvunarakstur
Umferðaróhapp varð í gærkvöldi um miðnætti þegar fimmtán ára ökumaður á léttu bifhjóli með farþega aftan á ók á bíl á Fjallkonuvegi í Grafarvogi. Bæði ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðadeild til aðlhlynningar. Ekki er vitað um líðan þeirra.
Stal úr verslun, af hóteli og úr búningsklefa
Rafskútu var stolið í Háleitis- og Bústaðahverfi í gærkvöldi. Einstaklingur sást á upptöku öryggismyndavéla stela rafskútunni. Hann var handtekinn af lögreglu síðar um kvöldið og var hann þá með rafskútuna.
Brunarannsókn miðar vel - gæsluvarðhald til 11. ágúst
Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna á Bræðraborgarstíg í Reykjavík 25. júní síðastliðinn miðar vel og er hún langt komin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn daginn sem eldurinn kom upp og hefur hann verið í haldi lögreglu síðan þá á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Grímuklæddir þjófar stela fjölda myndavéla
Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurhluta borgarinnar í gærkvöldi eða nótt og höfðu þjófarnir fjölda myndavéla á brott með sér.
Lögreglan: „Ekki bjóðandi að halda brjáluð partý"
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt að því er kemur fram í dagbók hennar.
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Ráðist að fólki á Hringbraut
Maður vopnaður hnífi réðist fyrir stundu að pari sem sat í bifreið sinni kyrrstæð á rauðu ljósi við Hringbraut. Konan greinir frá þessu á síðu vesturbæinga á Facebook.
Fóru í hlífðargöllum að handtaka foreldri með COVID-19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á heimili fjögurra barna fjölskyldu í gær vegna erfiðleika annars foreldrisins við að framfylgja reglum um einangrun í heimahúsi. Sá hafði fengið jákvæða niðurstöðu úr sýnatöku í gær og í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðrir íbúar á heimilinu hafi verið orðnir úrræðalausir. Eins og stendur er óljóst hver tilkynnti um vandræðin.  
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Handtaka vegna heimilisofbeldis
Tvö heimilisofbeldismál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Í öðru málinu kom til handtöku og í kjölfarið vistunar í fangageymslu.
Á þriðja tug vitna yfirheyrð vegna brunans
Á þriðja tug vitna hafa verið yfirheyrð vegna bruna sem varð í húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðastliðinn þar sem þrír létust. Meðal þeirra er fólk sem var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og íbúar hússins. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og vísar blaðið í upplýsingar frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Grjót féll af palli vörubíls á fólksbíl
Í ýmsu var að snúast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. 55 mál komu inn á borð lögreglu og fimm voru vistaðir í fangageymslu.
Erill á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Um sextíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa gert tilraun til að stela úr verslun og ráðist á öryggisvörð verslunarinnar. Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 með fjóra jafnaldra sína í bílnum.
„Vann sér inn“ áframhaldandi dvöl í fangaklefa
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í dag. Meðal þeirra verkefna sem lögregla fékkst við var að handtaka karlmann við lögreglustöðina á Hverfisgötu í morgun. Sá hafði losnað úr fangaklefa skömmu áður, en neitaði að fara, kom ítrekað aftur og hlýddi ekki fyrirmælum lögreglu um að fara á brott. „Hann vann sér inn áframhaldandi dvöl hjá lögreglu,“ segir í dagbók lögreglu.
„Þarna sluppu menn með skrekkinn“
Reiðhjólafestingar á bíla falla undir reglugerð um frágang á farmi og refsivert er að ganga ekki tryggilega frá reiðhjólum sem fest eru á bíla. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist sleginn eftir að hafa séð myndband á ruv.is sem sýnir þrjú reiðhjól losna af þaki bíls á ferð, litlu hefði mátt muna að slys hefði orðið.
Var ber að ofan, öskrandi og æpandi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust Í gærkvöldi nokkrar tilkynningar um karlmann í mjög annarlegu ástandi utandyra í Breiðholti og var sá ber að ofan, öskrandi og æpandi. Maðurinn fannst eftir nokkra leit og var látinn sofa úr sér í fangageymslum lögreglu.
Próflaus ökumaður á nagladekkjum stöðvaður um hásumar
Lögreglan stöðvaði ökumann í gær vegna þess að bifreið hans var búin nagladekkjum. Við afskipti af ökumanninum kom í ljós að hann var próflaus í þokkabót. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá þessu í færslu á Facebook í dag.
Sjaldan leitað eins margra barna og í júní
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 beiðnir í júní um að leita að týndum ungmennum. Það er talsvert yfir meðaltali og sjaldan hafa svo margar beiðnir borist um leit að ungmenni í einum og sama mánuðinum. Ekki er óalgengt að leita þurfi sömu ungmennanna ítrekað og hefur lögregla til dæmis þurft að leita hátt í 60 sinnum að sama unglingnum.
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.