Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Segir mikilvægt að dæma ekki heila stétt
Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að dæma ekki heila stétt vegna máls lögregluþjóns sem bar merki sem tengd hafa verið við hatursorðræðu á búningi sínum. Hún segir að kynþáttafordómar verði ekki liðnir innan lögreglunnar og vill að lærdómur verði dreginn af málinu.  
Þrír handteknir vegna gruns um brot á sóttvarnalögum
Lögeglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna gruns um brot á sóttvarnalögum, en þeir áttu að vera í einangrun vegna COVID-19 smits. Einn maðurinn var handtekinn vegna hótana og vistaður í fangageymslu.
Innbrot, þjófnaðir, gripdeildir og hunsun sóttkvíar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færði konu sem var grunuð um að hafa reynt að komast hjá sóttkví í sýnatöku og þaðan á dvalarstað sinn, síðdegis í gær.
Í fimm vikna síbrotagæslu fyrir þrjú vopnuð rán
Átján ára karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í fimm vikna svokallaða síbrotagæslu, eða til 16. nóvember, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Verður vistaður á geðdeild eða settur í gæsluvarðhald
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir 18 ára manni sem framdi þrjú vopnuð rán í Reykjavík um helgina. Maðurinn verður mögulega vistaður á geðdeild.
Fluttur á sjúkrahús eftir árás tveggja drengja
Sextán ára drengur var fluttur á bráðamóttöku um hálftíu í gærkvöld eftir að tveir jafnaldrar hans réðust á hann í austurbænum í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var drengurinn með brotna tönn og málið er nú til rannsóknar.
Framdi þrjú vopnuð rán á sólarhring
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku karlmann á sjöunda tímanum í kvöld, eftir að hann hafði ógnað starfsmanni Pylsuvagnsins í miðbænum með hnífi og þvingað hann til að afhenda sér fé. Þetta var þriðja vopnaða rán mannsins á rúmum sólarhring.
Vopnað rán í Hlíðunum - handtekinn af sérsveit í gær
Maður ógnaði starfsmanni verslunar Krambúðarinnar i Mávahlíð með eggvopni skömmu eftir hádegi í dag, þvingaði hann til að afhenda sér fé og komst undan á hlaupum. Talið er að um sama mann sé að ræða og var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á Austurvelli í gær eftir vopnað rán í versluninni Euro Market við Hlemm.
Chido-ræninginn enn ófundinn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft uppi á manni sem ógnaði starfsmanni á skyndabitastaðnum Chido við Ægissíðu með eggvopni á föstudaginn og fékk hann til að afhenda sér fé.
Lögregla rannsakar iPhone og símanúmer vegna hópárásar
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu megi rannsaka iPhone-síma í tengslum við hópárás um miðjan síðasta mánuð. Grunur leikur á að hópur hafi ruðst inn á heimili manns og lamið hann með kúbeini og öðrum verkfærum. Þá staðfesti Landsréttur einnig að fjarskiptafyrirtæki ættu að veita upplýsingar um hvaða símanúmer hér á landi og erlendis hefðu verið í sambandi við tiltekið símanúmer og önnur númer sem sakborninur hefði haft til umráða.
Ökumenn hneykslaðir á afskiptum lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði síðdegis í dag sex ökumenn fyrir að aka götu í Álandi í Fossvogi, þar sem allur akstur er bannaður nema sjúkrabílum.
Tekinn á ofsahraða í Ártúnsbrekku
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í Ártúnsbrekku skömmu eftir klukkan 1 í nótt. Hann var á 137 kílómetra hraða á klukkustund, en leyfilegur hámarkshraði þar er 80 km/klst. Hann neitaði sök.
Logandi hlutum varpað að húsi og krotað á önnur
Maður sem gekk austur Laugaveg í gærkvöldi var staðinn að því að skrifa með tússpenna á hús við götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn fyrir eignaspjöll og brot á vopnalögum eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn gistir fangaklefa meðan málið er rannsakað.
Friðsamlegt unglingateiti og fall í blauta steypu
Maður nokkur varð fyrir því óhappi síðdegis í gær að aka rafskútu inn á nýsteypt og sléttað bílaplans og detta í blauta steypuna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla kom að ungmennum að stelast í sund
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöld um að hópur af ungmennum væri kominn inn á lóð sundlaugar í óleyfi.
Líkamsárásir og slagsmál í gærkvöldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvær tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Í báðum tilfellum var gerandinn farinn af vettvangi, en í að minnsta kosti öðru tilvikinu var þolandi fluttur á bráðamóttöku.
Myndskeið
Mikil fjölgun á barnaníðsmálum á Íslandi
Barnaníðsmálum sem koma inn á borð lögreglu hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Tvisvar sinnum fleiri mál komu upp í fyrra en árið á undan. Lögreglan hyggst ráðast í frumkvæðisvinnu í slíkum málum. Ekki er lagaheimild fyrir því að fylgjast með þeim sem gerst hafa sekir um að sækja efni sem sýnir barnaníð.
Lögreglan lýsir eftir 22 ára karlmanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristjáni Valentin Ólafsyni 22 ára. Kristján er 178 cm á hæð, frekar þéttvaxinn með dökkt stutt hár.
Fjórir ferðamenn handteknir fyrir brot á sóttkví
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöld afskipti af fjórum ferðamönnum sem áttu að vera í sóttkví. Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld var lögreglan kölluð til vegna ölvaðs manns sem reyndi að stofna til slagsmála á Laugavegi. Það reyndist erlendum ferðamaður sem var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví.
Rannsókn hópslagsmála töluvert púsl fyrir lögreglu
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hópslagsmálum sem brutust út í miðborg Reykjavíkur undir lok síðasta mánaðar er í fullum gangi.
Ekki búið að bera kennsl á manninn mánuði eftir líkfund
Enn er ekki búið að bera kennsl á manninn sem fannst látinn í Breiðholti fyrir mánuði síðan. 
Gefa ekki upp hvort eigandi hússins sæti rannsókn
Rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg í júní stendur enn yfir. Þrír létu lífið í brunanum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir síðar í haust.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Myndskeið
Gærkvöldið „til fyrirmyndar“ í miðbænum
Rólegt var um að litast í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með lokun skemmtistaða og kráa, og með sóttvörnum á samkomustöðum. Fréttastofa slóst í för með Stefáni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur.
Allt í sóma á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með sóttvörnum á samkomustöðum og lokun skemmtistaða og kráa í gærkvöldi. Lögreglumenn sóttu á sjötta tug samkomustaða heim um alla borg.