Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Þrír í gæsluvarðhaldi vegna líkamsárásar í miðborginni
Þrír karlar á þrítugsaldri voru í kvöld í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í átta daga gæsluvarðhald, til 22. janúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í nótt.
Tilraun til vopnaðs ráns á KFC
Tveir menn gerðu í kvöld tilraun til vopnaðs ráns á KFC í Sundagörðum í Reykjavík. Lögregla verst frétta af málinu. Vitni var inni á staðnum nýbúið að greiða við afgreiðsluborðið þegar grímuklæddur karlmaður kom inn og hrópaði: „Vopnað rán!“
Féll niður um vök á Hafravatni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kom manni til bjargar í hádeginu sem hafði fallið niður um vök á Hafravatni.
Samkvæmi, líkamsárás og ölvunarakstur í nótt
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk ábendingu um brot á sóttvarnareglum í samkvæmi stuttu eftir miðnætti. Gleðskapur var í gangi og þónokkur ölvun en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um samkvæmið að svo stöddu.
Flugeldi skotið inn um glugga og bíl ekið á vegrið
Flugeldi var skotið inn um glugga á leikskóla í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Í dagbók lögreglu kemur ekki fram hvort eða hve mikið tjón varð á húsinu.
Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.
Myndskeið
Lögreglan rannsakar meint brot í Landakotskirkju
Lögreglan var með töluvert eftirlit við messu sem hófst klukkan sex í kvöld í Landakotskirkju eftir að meira en fimmtíu kirkjugestir voru við messu þar klukkan eitt. Hún rannsakar nú meint brot á samkomutakmörkunum í kirkjunni.
Eldur í grilli og flugeldahávaði í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við á þriðja tug útkalla vegna hávaða og ónæðis af flugeldum í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í grilli á svölum húss í miðbæ Reykjavíkur.
Hnífstunguárás í miðborginni og svefn í golfskála
Maður hlaut stungusár eftir árás í miðborg Reykavíkur í gærkvöldi. Sá sem fyrir árásinni varð flúði af vettvangi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en árásarmaðurinn náðist og gistir nú fangageymslu.
Talsverður erill hjá lögreglu og slökkviliði
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fimmtán sinnum eftir miðnætti og átján sinnum alls til að slökkva elda í ruslagámum. Að sögn varðstjóra var aldrei hætta á ferðum og ekki varð umtalsvert tjón. Sömuleiðis var mikill erill hjá lögreglunni.
Á annað þúsund tilkynningar vegna sóttvarnarbrota
Um 1.200 tilkynningar vegna grunsemda um brot gegn reglugerðum um sóttvarnir, sóttkví eða einangrun bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu árið 2020.
Færri innbrot og nauðganir en meira um heimilisofbeldi
Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tæp 14 prósent á árinu 2020 og kynferðisbrotum um 29%. Þetta kemur fram í bráðabirgðasamantekt Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið.
Skotglaðir trufla kvöld- og næturfrið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust margar tilkynningar um hávaða og ónæði af flugeldum í gærkvöld og í nótt. Ekkert hverfi eða bæjarfélag er þar undanskilið.
Ónæði af flugeldum um allt höfuðborgarsvæðið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fjöldi tilkynninga um hávaða og ónæði af völdum sprengiglaðra í öllum hverfum borgarinnar í gærkvöld og nótt.
Fórst fyrir að afmá persónugreinanlegar upplýsingar
Lögregla hefur nú dagbókarfærslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var á fjölmiðla á aðfangadag til skoðunar ef marka má tilkynningu sem lögregla sendi í dag til fjölmiðla. Í færslunni var greint frá því að ráðherra ríkisstjórnarinnar hefði verið viðstaddur samkvæmi í sal í útleigu í miðbæ Reykjavíkur sem lögum samkvæmt átti að vera lokaður.
Missti stjórn á bílnum og ók á Hamborgarabúlluna
Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkuð var um ölvunarakstur og tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, bæði í Hlíðahverfi. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og ók á Hamborgarabúllu Tómasar við Geirsgötu.
Slæmt fordæmi hjá Bjarna, segir Þórólfur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir veru Bjarna Benediktssonar í samkvæmi í gærkvöld þar sem sóttvarnareglur voru brotnar vera slæmt fordæmi. Hann segist eiga von á að almenningur taki þessu mjög illa.
Kastljós
Læknir vanrækti skyldur sínar á bráðamóttökunni
Engar rannsóknir voru gerðar þegar Eygló Svava Kristjánsdóttir leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í mars. Hún lést nokkrum klukkustundum eftir útskrift. Þetta kemur fram í úttekt landlæknis á málinu. Ekki voru heldur teknar blóð- eða þvagprufur og sjúkrasaga hennar ekki könnuð. Lögð var áhersla á að finna ástæður til að útskrifa hana en samkvæmt mati landlæknis hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir þetta ótímabæra dauðsfall með því að gera grundvallarrannsóknir.
Hávær tónlist og tilraun til innbrots
Maður nokkur reyndi að brjóta sér leið gegnum glugga inn í íbúð í Háaleits- og bústaðahverfi eldsnemma í morgun. Sá sem að verki var komst undan á flótta en hafði í hótunum við húsráðanda sem missti af innbrotsmanninum.
Ölvaðir reyndu að komast inn í ókunn hús
Ölvaður maður æddi inn í hús í Garðabæ í gærkvöldi að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sá á yfir höfði sér ákæru fyrir innbrot og skemmdarverk.
Grímulaus veittist að afgreiðslumanni í verslun
Síðdegis í gær réðist viðskiptavinur að starfsmanni verslunar í Breiðholti, sem hafði farið fram á að hann bæri grímu innandyra. Í dagbók lögreglu kemur fram að starfsmaðurinn meiddist ekki alvarlega. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður með morgninum,
Ökumaður stöðvaður á Selfossi eftir vítaverðan akstur
Akstur fólkbifreiðar var stöðvaður í hringtorgi vestan Selfoss með því að lögreglubifreið var ekið utan í hana.
Hálft kíló kókaíns kom í hraðpósti
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni í síðustu viku, en það hafði verið sent til landsins með hraðsendingarþjónustu. Einn var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.
Veitingamenn virðast hafa náð tökum á sóttvarnarreglum
Ástand var almennt mjög gott á þeim stöðum sem lögregla heimsótti í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn gengu niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti.
Vopnalagabrot og flugeldi kastað inn um glugga
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann síðdegis í gær, grunaðan um þjófnað, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Fjöldi hnífa og skotvopna fannst á heimili mannsins sem er í haldi lögreglu.