Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Óboðnir gestir á bjórkvöldi menntskælinga
Nokkrir menn ruddust óboðnir inn á samkomu menntaskólanema á Seltjarnarnesi seint í gærkvöld og lögregla sendi fjölmennt lið á staðinn. Frá þessu er greint á Vísi.is.
Lögregla við öllu búin í miðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með aukinn viðbúnað í miðborg Reykjavíkur í kvöld og nótt verður það áfram um helgina og allt þar til öldur fer að lægja í þeim átökum sem brotist hafa út milli hópa með tengsl við undirheimastarfsemi. Þetta er gert í kjölfar hótana um hefndaraðgerðir í miðborginni eftir hnífstunguárás á skemmtistað í Bankastræti í síðustu viku. Hátt í þrjátíu manns voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins og sex eru enn í haldi.
Tuttugu og fjögur laus úr haldi en sæta áfram rannsókn
Tuttugu og fjórum hefur verið sleppt úr haldi í tengslum við rannsókn á hnífaárásinni á Bankastræti Club í síðustu viku. Þá hafa þrír verið handteknir eftir að hafa kastað bensín- og reyksprengjum inn í heimahús.
Tveir handteknir í nótt vegna líkamsárása
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo menn í nótt vegna líkamsárásar. Í skeyti lögreglu í morgun segir meðal annars af líkamsárás miðsvæðis í borginni sem hafði í för með sér að fórnarlambið nefbrotnaði.
Sérsveitin til aðstoðar - 15 ára piltur stunginn í nótt
Sérsveit ríkislögreglustjóra verður í miðbæ Reykjavíkur um næstu helgi vegna orðróms um yfirvofandi hefndarárás. Önnur stunguárás var framin í nótt, af fimmtán ára pilt, en ekki er talið að hún tengist árásinni á Bankastræti Club í síðustu viku. Þá var reyksprengju kastað inn á skemmtistað í nótt.
Rannsóknin á lekanum í forgangi
Embætti héraðssaksóknara hefur hafið rannsókn á leka myndbands sem sýnir hnífaárás á Bankastræti Club í síðustu viku og birtist meðal annars á fjölmiðlum í gær.
Myndskeið
Óhugnanleg myndbönd frá árásinni í miðbænum
Upptökur úr eftirlitsmyndavélum frá hnífaárásinni á skemmtistaðnum í Bankastræti sýna hátt í tuttugu grímuklædda menn hlaupa inn á staðinn og ráðast á mennina þrjá sem voru stungnir í árásinni. Rétt er að vara við efni myndskeiðanna sem fylgja þessari færslu.
Sjónvarpsfrétt
Viðbúnaður í miðborginni vegna hótana og árása
Lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárásarinnar í Bankastræti og hótana um hefndarárás. Ríkislögreglustjóri segir að markmið lögreglunnar sé að hindra alvarleg atvik. 
Segir að ungbarn hafi fengið morðhótun
Hótanir bárust um að myrða ungbarn í aðdraganda hnífsstunguárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club, að sögn lögmanns eins þeirra sem er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Mennirnir sem réðust inn á staðinn á fimmtudaginn og stungu þar þrjá gesti með hnífum voru klæddir stunguheldum vestum og báru ýmis önnur vopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ljóst að þeir hafi ætlað að ráðast á fleiri.
Viðtal
Yfir tuttugu handtekin vegna hópárásarinnar
Rúmlega tuttugu hafa verið handtekin vegna hópárásarinnar á Bankastræti Club fyrir helgi. Einn var handtekinn í nótt.  Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar segir lögregluna lengi hafa óttast að þessi staða kæmi upp.
Alvarlegt slys á Barónsstíg
Lögregla og slökkvilið höfðu mikinn viðbúnað á Barónsstíg í miðbæ Reykjavíkur um klukkan átta í kvöld, þar sem varð alvarlegt slys. Varðstjóri í umferðardeild lögreglu segir að ekið hafi verið á vegfaranda.
Lést þegar kviknaði í húsbíl í Hafnarfirði
Karlmaður lést þegar kviknaði í húsbíl við Lónsbraut í Hafnarfirði í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Ekkert bendir til þess að hvarf Friðfinns sé sakamál
Leitin af Friðfinni Frey Kristinssyni er enn í fullum gangi. Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur ekkert komið í ljós sem gefur til kynna að hvarf Friðfinns sé sakamál.
Meintur innbrotsþjófur reyndist innlyksa viðskiptavinur
Svo virðist sem viðskiptavinur fyrirtækis í miðborg Reykjavíkur hafi sofnað þar og orðið innlyksa fram á nótt. Alls komu 42 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt.
Annasöm nótt hjá lögreglu og mikið eftirlit
Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að því er fram kemur í tilkynningu en þrátt fyrir mikinn fjölda voru verkefnin flest minniháttar. Lögreglan var með mikið eftirlit í miðborginni vegna Airwaves tónistarhátíðarinnar.
Myndskeið
Tuttugu ár frá stórbrunanum á Laugavegi
Miðbær Reykjavíkur var fullur af skemmtanaglöðu, og eftir atvikum ölvuðu, fólki laugardagskvöldið 19. október fyrir tuttugu árum. Fjórða Airwaves hátíðin var haldin þá helgina og miðborgin var brennipunktur gleðinnar. Raftónlistargoðið Fatboy Slim var meðal þeirra sem fram komu á hátíðinni. Nístandi kuldinn þetta kvöld hafði ekki mikil áhrif á partístand bæjarbúa en öðru gilti um stóran bruna í hjarta miðbæjarins.
Sjónvarpsfrétt
Segir samfélagsmiðlanotkun geta orsakað aukið ofbeldi
Tvennt var flutt á Landspítala eftir árás þriggja fjórtán ára drengja í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Drengirnir réðust á fólk af handahófi á þremur stöðum í miðbænum. Drengirnir spörkuðu meðal annars í höfuð fórnarlamba sinna og ógnuðu þeim með eggvopni. Ekki fást upplýsingar um líðan fórnarlambanna en málið var afgreitt með aðkomu barnaverndar.
Starfsmaður stöðvaði þjófa en var sjálfur handtekinn
Nokkuð hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag bæði vegna útkalla tengdum roki en líka vegna nokkurra tilrauna til innbrota og þjófnaðar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.
Segir ofbeldisbrotum barna fara fjölgandi
Tvennt var flutt á bráðamóttöku eftir árás þriggja fjórtán ára drengja í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld. Lögregla segir árásirnar hafa verið tilefnislausar og engin tengsl milli fólksins og piltanna.
Sleppt úr haldi - Ekki grunur um manndráp
Mennirnir tveir sem voru í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á andláti konu nærri Laugardal um helgina hafa verið látnir lausir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er grunur á að andlát konunnar hafi borið að með refsiverðum hætti.
Tveir í haldi vegna andláts konu
Tveir karlmenn á fimmtugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna andláts konu á sextugsaldri sem fannst í bíl við hús í Laugardal í gærmorgun. Lögregla rannsakar nú hvort andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.
Líkfundur við Gróttu
Lík fannst í fjörunni við Gróttu á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Gangandi vegfarendur sem komu auga á líkið höfðu samband við lögreglu. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
Myndskeið
Flestar byssurnar löglega skráðar
Stærstur hluti þeirra skotvopna sem lögregla hefur lagt hald á í tengslum við rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka, eru verksmiðjuframleiddar byssur sem voru skráðar löglega. Þetta kom fram á fréttamannafundi lögreglu í dag.
Upplýsingafundur vegna hryðjuverkaógnar á morgun
Lögreglan hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 15 á morgun um rannsókn á meintri skipulagningu hryðjuverka.
Þetta helst
Glæpavarnir og forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu
Frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir, eða afbrotavarnir, eins og dómsmálaráðherra kallar það, er tilbúið. Ráðherra tilkynnti þetta í síðustu viku, en tilefnið var handtaka tveggja ungra íslenskra manna sem eru grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverk á Íslandi. Vopnaframleiðsla, fjöldamorð og voðaverk eru orðin sem lögreglan notaði í tengslum við þetta mikla mál. Mál án fordæma á Íslandi. Þetta helst fjallar í dag um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglunnar.