Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Eftirför endaði með árekstri
Lögreglan í Reykjavík þurfti að veita ökumanni aflmikillar þýskrar bifreiðar eftirför á tíunda tímanum í kvöld.
Lögregla stöðvaði kannabisræktun í Árbænum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði nú í vikunni kannabisræktun í heimahúsi í Árbæ og var lagt hald á tæplega 130 kannabisplöntur sem voru á ýmsum stigum ræktunar.
Andlátið í Úlfarsárdal bíður ákærumeðferðar
Rannsókn lögreglu á andláti karlmanns, sem lést, er hann féll fram af svölum á blokk við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í byrjun desember í fyrra, er nú lokið og bíður nú ákærumeðferðar hjá embætti héraðssaksóknara. Karlmaður sat í gæsluvarðhaldi og sætti síðar farbanni vegna málsins.
Óttast að umferð rafskúta verði eins og villta vestrið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni notkun rafskúta bæði meðal barna og fullorðinna. Margir nota skúturnar mjög gáleysislega, eru ekki með hjálm og aka jafnvel á gangandi fólk. Nokkur slys hafa orðið í vor og yfirlögregluþjónn óttast að þau verði mun fleiri þegar líður á sumarið.
Skaut úr loftbyssu á hjólreiðamann
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöld tilkynningu um að farþegi í bíl í Kópavogi hefði skotið úr loftbyssu á manneskju sem var á ferð á reiðhjóli. Bíllinn var stöðvaður og lögregla lagði hald á loftbyssuna. Í dagbók lögreglu segir að eigandi byssunnar hafi verið ólögráða unglingur. Málið var því tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Lögreglu tilkynnt um skotna fugla á Geldinganesi
Dauðar súlur og hrafn sem virðast hafa verið skotin með riffli fundust nýverið í fjörunni við Geldinganes. Einnig fannst skotin súla við Ægissíðu. Það var Edda Björk Arnardóttir íbúi í Grafarvogi sem gekk fram á hræin.
Mikill reykur í íbúð í fjölbýlishúsi
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 108 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöld. Í dagbók lögreglu kemur fram að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Upptök eldsins voru í uppþvottavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti íbúðina.
Í óleyfi í sundi í Mosfellsbæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um fólk í sundlaug í Mosfellsbæ um klukkan hálf eitt í nótt. Sundstaðir í Reykjavík voru opnaðir á miðnætti en ekki í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglu segir að fjórum hafi verið vísað upp úr heitum potti og þeim bent á að koma þangað á hefðbundnum opnunartíma.
Fékk aðsvif fyrir árekstur og endaði úti í mýri
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir umferðaróhapp við Reynisvatnsveg, við gatnamót Þúsaldar og Víkurvegar, eftir að ökumaður annars bílsins fékk aðsvif undir stýri.
Þrír handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu
Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði í gærkvöld, grunaðir um framleiðslu fíkniefna. Samkvæmt dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir einnig handteknir vegna gruns um vörslu fíkniefna og brots á vopnalögum. Að lokinni skýrslutöku voru þeir svo látnir lausir. Ekki er greint frá því í dagbókinni hvort, og þá hversu mikið magn fíkniefna var haldlagt.
Fjórir áfram í gæsluvarðhaldi í stóru fíkniefnamáli
Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. maí á grundvelli almannahagsmuna. Það er að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli.
Kajakræðurum bjargað úr sjálfheldu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu á níunda tímanum í gærkvöld um kajakræðara sem voru komnir í sjálfheldu í Kollafirði eftir róður gegn straumi. Ákveðið var að kalla út björgunarsveit til aðstoðar og var ræðurunum komið í land og eru heilir á húfi.
Ungur drengur beitti hníf í Hafnarfirði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með töluverðan viðbúnað við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag, þegar tilkynnt var að unglingur hefði beitt hníf í deilum sínum við annan ungling. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að drengirnir séu 12 og 13 ára. Sá sem fyrir hnífaárásinni varð hafi ekki slasast alvarlega.
Par handtekið eftir líkamsárás
Rétt eftir klukkan 22 í gærkvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás á konu í Breiðholti. Par var handtekið á staðnum, grunað um árás á konu, og var parið vistað í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Áverkar konunnar sem ráðist var á eru taldir vera minniháttar.
Myndskeið
Aukið ofbeldi og harka í fíkniefnaheiminum
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur að hægt sé að tengja aukið ofbeldi og hörku í fíkniefnaheiminum með beinum hætti við ástandið sem nú ríkir í samfélaginu vegna Covid-19. Þetta sagði hún á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Gripnir glóðvolgir eftir innbrot í skartgripabúð
Um stundarfjórðungi eftir fjögur í nótt fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um innbrot í skartgripaverslun í miðborginni. Lögreglan fór á vettvang og handtók tvo menn, grunaða um innbrotið, í næstu götu frá vettvangi. Þeir voru vistaðir í fangageymslu og málið er nú í rannsókn.
Þrír í haldi lögreglu eftir líkamsárás
Rétt fyrir klukkan hálf tólf í gærkvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um líkamsárás. Þrír menn voru handteknir á vettvangi og fluttir í fangageymslu vegna rannsóknar málsins, en fórnarlambið var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað um ástand þess, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Fíkniefnabrotum fækkar - heimilisofbeldi eykst
Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað miðað við sama tíma í fyrra, en fíkniefnabrotum hefur hins vegar fækkað það sem af ári. Sviðsstjóri hjá lögreglunni segir of snemmt að draga ályktanir af áhrifum kórónuveirufaraldursins og samkomubanns á afbrot. 
Tilkynningum um börn í bráðri hættu hefur fjölgað
Tilkynningum um börn í yfirvofandi hættu hefur fjölgað verulega að undanförnu hjá Barnavernd Reykjavíkur. Fleiri börn hafa tilkynnt um vanrækslu. Barnaverndarstofa hefur áhyggjur af aukningu tilkynninga um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn börnum. 
Tveir handteknir með skotvopn eftir hótanir í Vesturbæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit Ríkislögreglustjóra hafa vakið athygli íbúa í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld og ljóst að um töluverðan viðbúnað er að ræða.
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 48 ára konu, til heimilis í Kópavogi, en síðast er vitað um ferðir hennar í Hlégerði í Kópavogi síðdegis á mánudag, 13.apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Ökumenn verða ekki sektaðir alveg strax
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn sem búa og starfa á höfuðborgarsvæðinu til þess að fara að huga að dekkjaskiptum. Samkvæmt reglum má ekki aka um á nagladekkjum frá 15. apríl, sem var í gær, og fram til 31. október. „Í sömu reglum segir þó jafnframt um þetta tímabil að þá geti engu að síður verið þörf fyrir nagladekk vegna akstursaðstæðna,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Fréttaskýring
Fara í hvert útkall með Covid-19 sér við hlið
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fimmtung starfsmanna í sóttkví. Það gengur á ýmsu, fólk sem á að vera í sóttkví gengur berserksgang í miðbænum og of mörg börn safnast saman á fótboltavöllum. Faraldurinn kann að hafa haft áhrif á glæpalandslagið en það er erfitt að átta sig á þeim áhrifum í miðju kófi. 
Lögreglan varar við sérstaklega ógnandi netþrjótum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á því að fólk hafi tilkynnt um ógnandi og grófa tölvupósta síðustu daga, þar sem netþrjótar reyna að kúga fé af fólki.
Leit lokið án árangurs
Umfangsmikilli leit á og við Álftanes sem hófst um ellefuleytið í kvöld lauk nú fyrir stuttu, án árangurs. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði eftir aðstoð björgunarsveita rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi yfir og við Álftanes, og bátar voru sendir út til leitar.