Færslur: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ökumaðurinn reyndist Covid-smitaður
Ökumaður bíls, sem valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærkvöldi, reyndist smitaður af Covid og átti að vera í einangrun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Maður á hraðferð fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsi
Í gærkvöldi var tilkynnt um slys í kvikmyndahúsi í Vesturbænum. Þar áttaði bíógestur sig á að honum hafði láðst að læsa bílnum sínum. Þegar hann ætlaði að hlaupa út úr húsi og læsa bílnum, áður en myndin byrjaði, vildi ekki betur til en svo að hann fór í gegnum rúðu á kvikmyndahúsinu.
Innbrotum og eignaspjöllum fer fjölgandi á milli mánaða
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust alls 59 tilkynningar um innbrot á heimili í júní en það er mesti fjöldi innbrotstilkynninga á einum mánuði frá desember 2018. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu höfuðborgarsvæðisins fyrir júní. Þar segir að flestar innbrotstilkynningar hafi komið frá miðborginni, Vesturbæ, Seltjarnanesi, Háaleiti, Hlíðum og Laugardal. Heildarfjöldi innbrota frá upphafi árs er þó svipaður og síðustu tvö ár.
Slökktu eld í bíl
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var í gær kallað til eftir að eldur kom upp í bifreið í póstnúmeri 108. Tilkynning barst neyðarlínu skömmu eftir klukkan 18.
Hafði uppi óspektir og hrækti í andlit öryggisvarðar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöld um mann sem áreitti gangandi vegfarendur í miðborginni auk þess sem hann hrelldi viðskiptavini og starfsfólk verslunar með framferði sínu. Meðal annars hrækti hann í andlit öryggisvarðar. Maðurinn var horfinn á braut þegar lögreglu bar að.
Lögreglan aftur með andlitsgrímur út af Covid-smitum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er aftur byrjuð að ganga með andlitsgrímur við skyldustörf út af vaxandi fjölda Covid-smita.
Allir fangaklefar fullir eftir nóttina
Mjög annasamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og ekki tókst að rita dagbók lögreglu fyrr í dag vegna þessa. Í henni segir að talsvert hafi verið um ölvunartilkynningar, hávaðatilkynningar og slagsmál með þeim afleiðingum að allir fangaklefar fylltust. Einnig var mikið um að fólk væri að aka bifreiðum undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.
Hafa upprætt kannabisefni fyrir tugi milljóna króna
Lögreglan hefur að undanförnu leyst upp fimm kannabisframleiðslur og haldlagt kannabisefni, sem metið er að andvirði 90 milljóna króna. Alls hafa fimm einstaklingar stöðu sakbornings í málunum.
Vara fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við að auglýsa að það sé að heiman og á ferðalagi en undanfarið hefur verið brotist inn á nokkur heimili eftir að húsráðendur settu myndir frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðla. Töluvert hefur verið um bæði þjófnaði og innbrot á höfuðborgarsvæðinu upp á síðkastið.
Sleginn í miðbænum og fluttur á bráðadeild
Verkefni lögreglu voru margvísleg í nótt. Maður var fluttur á bráðamóttöku eftir að hafa verið sleginn fyrir utan öldurhúss í miðborginni. Fram kemur í dagbók lögreglu að ekki sé vitað hvert ástand mannsins sé.
Frekar rólegt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Einhver erill var hjá lögreglu í gærkvöld og nótt en fór þó betur en á horfðist þar sem búist var við annríki hjá lögreglu enda skemmtanalífið óðum að vakna úr löngum dvala í kjölfar tilslakana sóttvarnaryfirvalda.
Innbrotahrina við Nýbýlaveg
Talsvert hefur verið um innbrot í nýtt fjölbýlishús við Nýbýlaveg í Kópavogi síðustu daga þar sem útihurð í sameiginlegum stigagangi er ítrekað spennt upp og þjófurinn í framhaldinu farið í geymslur íbúa til að leita verðmæta.
Fluttur á sjúkrahús vegna áverka eftir handtöku
Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók á skrifstofum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á Landspítala með áverka eftir handtökuna.
Alls 93 mál skráð hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt
Nóttin var annasöm hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en alls hafa 93 mál verið skráð frá því í gærkvöld. Mörg verkefnanna tengdust fólki í annarlegu ástandi.
Sjónvarpsfrétt
Enn ein blauta tuskan í andlitið frá ríkinu
María Sjöfn Árnadóttir, ein fjögurra kvenna sem er með ofbeldismál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu fékk alvarlegt taugaáfall, ekki vegna heimilisofbeldis, heldur vegna þess að mál hennar fyrndist hjá lögreglu. Viðbótarfrestur ríkisins til að leita sátta við hana rann út um mánaðamótin. Ofbeldismál kvennanna eru fyrir dómstólnum því að þau voru felld niður hér heima.
Hústökufólk í tómri íbúð og brotist inn í fyrirtæki
Verkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru fjölbreytt í gærkvöld og í nótt. Tilkynnt var um hústökufólk í tómri íbúð í miðbænum en íbúðareigandinn hafði frétt að fólk héldi sig í henni. Þá var fólkinu vísað á brott. Tveir einstaklingar í annarlegu ástandi voru handteknir og vistaðir í fangaklefa eftir að hafa ekið á ljósastaur í gærkvöld. Þeir neituðu báðir að hafa ekið bifreiðinni.
Segir árásina við Fjallkonuna sjálfsvörn
Maðurinn sem grunaður er um hnífstungu í miðborg Reykjavíkur, fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna, í síðasta mánuði játar á sig verknaðinn en ber fyrir sig sjálfsvörn. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.
Tvisvar fellt niður en endar með sakfellingu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt fyrrverandi vaktstjóra á veitingastað fyrir minniháttar líkamsárás í garð starfsmanns á veitingahúsinu.
„Maður er bara á bláum ljósum út um allan bæ”
Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins man ekki eftir jafn annasamri nótt í Reykjavík og þeirri síðustu. Mikil ölvun, líkamsárásir, slys og óhöpp voru helstu verkefnin, þessa aðra helgi eftir afléttingu samkomutakmarkana. Þetta er önnur helgin þar sem engar samkomutakmarkanir eru í gildi, en sú fyrsta eftir mánaðarmót og útborgun.
Lögreglumenn óska eftir skýringum á úrskurði nefndar
Landssamband lögreglumanna hefur sent erindi til Persónuverndar og Nefndar um eftirlit með störfum lögreglu vegna úrskurðar nefndarinnar um það sem gerðist í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Erindin eru tvö og snúa annars vegar að því hvort Persónuvernd telji vinnubrögð nefndarinnar samræmast lögum og hins vegar hvers vegna nefndin vann úrskurð sinn eins og raun bar vitni. Lögmaður sambandsins sendi erindin í vikunni og hafa þau verið móttekin.
Birting efnis úr myndavélum þarf að hafa skýran tilgang
Sviðsstjóri Persónuverndar segir það grundvallaratriði að tilgangur vinnslu upplýsinga úr búkmyndavélum lögreglumanna sé skýr áður en hún fer fram. Ekki er ljóst hvort eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hafi mátt birta númer lögreglumanna í skýrslu sinni.
Ákúrur frá dómstólum heyri vonandi til undantekninga
Yfirlögregluþjónn vonast til að breytt verklag við rannsókn kynferðisbrotamála verði til þess að ákúrur frá dómstólum heyri brátt sögunni til. Breytt verklag hafi leitt til skilvirkari rannsókna og styttri málsmeðferðartíma.
Sjónvarpsfrétt
„Næstum því ritskoðun á hugsunum lögreglumanna”
Formaður Landssambands lögreglumanna segir niðurstöðu eftirlitsnefndar um Ásmundarsalarmálið líkjast ritskoðun á því sem lögreglumenn hugsa. Hann furðar sig á þeirri ítarlegu meðferð sem málið fékk hjá nefndinni, sem telur einkasamtal tveggja lögreglumanna í salnum á þorláksmessu ámælisvert.
Ekki reynt að leyna gögnum úr búkmyndavélum
Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári. Frá þessu greinir lögreglan í tilkynningu vegna fréttaflutnings um niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu varðandi starfshætti lögreglunnar.
Gæsluvarðhaldskröfu vegna hnífsstungu hafnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag gæsluvarðhaldskröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir manni sem er grunaður um hnífsstungu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudagsins 13. júní. Gæsluvarðhald yfir manninum rann út í dag og hann er því laus úr haldi. Ákæruvaldið hefur kært niðurstöðuna. Óvíst er hvenær niðurstaða fæst.