Færslur: Lögreglan á Egilsstöðum

Stöðvaður með tíu kíló af smjöri í bakpoka
Maður var stöðvaður í gærdag á leið út úr verslun í Kópavogi með talsvert magn af íslensku smjöri í bakpokanum sínum. Hann hafði ekki borgað fyrir smjörið. Kona ók hlaupahjóli á lögreglubíl í miðborginni í nótt.
Byssumaður í varðhaldi til 8. október
Gæsluvarðhald yfir manninum sem særðist í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum hefur verið framlengt til 8. október. Hann hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Beltabíll sendur til aðstoðar á Fjarðarheiði
Björgunarsveitir komu þremur bílum til aðstoðar á Biskupshálsi á Möðrudalsöræfum í kvöld. Búið er að hjálpa þeim að komast sinnar leiðar. Aðstæður voru öllu verri þegar björgunarsveitarfólk kom bílstjóra til aðstoðar á Fjarðarheiði.
28.03.2021 - 01:10
Fjórir bílar fastir á Austurlandi
Björgunarsveitirnar Hérað og Jökull voru kallaðar út fyrir austan vegna fastra bíla á Fjarðarheiði og í Möðrudalsöræfum. Að sögn Lögreglunnar á Egilsstöðum voru tveir bílstjórar búnir að tilkynna að þeir væru fastir á Fjarðarheiði, og aðrir tveir á Möðrudalsöræfum. Björgunarsveitarfólk er nú á leið til þeirra.
Bíll valt á Möðrudalsöræfum og hafnaði á hvolfi
Bíll með aftanívagn fauk út af veginum á Möðrudalsöræfum fyrir stuttu. Aftanívagninn er töluvert skemmdur og bíllinn hafnaði á hvolfi á miðjum veginum. Engin slys urðu á fólki. Lögreglan á Egilsstöðum er komin á staðinn.