Færslur: lögfræði

Telja skilmála lána með breytilegum vöxtum ólöglega
Skilmálar og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum standast ekki lög. Þetta er mat Neytendasamtakanna sem nú hafa sent stóru bönkunum bréf þar sem þess er krafist að skilmálar lánanna séu lagfærðir. Sömuleiðis skuli leiðrétta hlut þeirra sem hallað hefur verið á.
Telur starfsaldursdeilu geta átt erindi til Félagsdóms
Sjötíu flugfreyjur í Flugfreyjufélagi Íslands telja Icelandair hafa sniðgengið sig með því að horfa ekki til starfsaldurs við endurráðningu. Sérfræðingur í vinnurétti telur deiluna eiga fullt erindi á borð Félagsdóms. 
30.07.2020 - 21:55
Allsherjarverkfall misráðin aðgerð, segir Lára V.
Lára V. Júlíusdóttir lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir allsherjarvinnustöðvun sem Flugfreyjufélag Íslands ætli að greiða atkvæði um sé mjög misráðin. Hún geti orðið tvíbent vopn sem Samtök atvinnulífsins gætu nýtt sér til að semja við aðra. Þá sér hún ekki fyrir sér að hugsanleg samúðarverkföll yrðu almennt liðin í því ástandi sem nú sé uppi. 
Viðtal
Þegar maður leggur mikið á sig uppsker maður á móti
Ivana Anna Nikolic útskrifaðist úr lögfræði í Háskóla Íslands um síðustu helgi með 9,5 í einkunn, hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu lagadeildarinnar. Hún segir lykilatriði að hafa áhuga á því sem maður sé að læra en það verði líka að vinna vel, jafnt og þétt yfir önnina. Ivana ræddi árangurinn í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni.
02.07.2020 - 14:35
Fréttaskýring
Fréttamaðurinn sem vissi allt um Karl Bernhardsen
Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir fólks. Gögnin eiga að vera dulkóðuð en blaðamenn hafa afhjúpað að svo er ekki. Þegar staðsetningahnitum frá ákveðnu símtæki er safnað yfir langan tíma er oft barnaleikur að átta sig á því hverjum sá sími tilheyrir. Umfjöllun NRK um þessi mál hefur valdið usla í Noregi og hún kom Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar á óvart. 
15.05.2020 - 19:07
Viðtal
Sambúðin sem má ekki skrá í þjóðskrá
Af hverju máttum við ekki skrá okkur í sambúð? Spyrja systurnar Oddrún Vala og Ragnheiður Gyða Jónsdætur. Þær hafa rekið saman heimili í hartnær þrjátíu ár og ólu dóttur Ragnheiðar upp í sameiningu. Eru gild rök fyrir því að skylt fólk megi ekki búa saman og njóta sömu réttinda og óskyld hjón eða pör? Þarf að endurskoða það hvernig við hugsum um fjölskyldur? Spegillinn kíkti í heimsókn til systranna, ræddi við þær um sambúðina sem ekki má skrá hjá Þjóðskrá og fékk álit lögfræðiprófessors.
Persónuvernd barna til umræðu
Norrænir sérfræðingar í persónuvernd fjalla á ráðstefnu eftir hádegi um hvort börn njóti nægrar persónuverndar í stafrænum heimi. Rædd verða áhrif vinnslu persónuupplýsinga á vettvangi stjórnsýslu, skóla og dómstóla.
18.10.2019 - 12:00
Vinnsla Google geti ekki talist ópersónuleg
Nýlega greindi belgíska ríkisútvarpið frá því að verktaki hjá Google hefði lekið til þess þúsundum upptaka sem snjallhátalari tók upp inni á heimilum. Því hefur verið velt upp hvort meðferð Google á gögnum þeirra sem nýta ýmsa snjallþjónustu standist persónuverndarlög. Innlendir sérfræðingar sem fréttastofa ræddi við hallast hvor í sína áttina. 
Nemendur Kvennó við aðalmeðferð máls Cairo
Nokkrir nemendur á lokaári í Kvennaskólanum í Reykjavík fylgdust í dag með skýrslutökum við aðalmeðferð máls Khaled Cairo sem ákærður er fyrir að hafa banað Sanitu Brauna á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík í september síðastliðnum.
21.03.2018 - 16:57
VIðtal
Umdeildur hornsteinn hæliskerfisins
Kerfið virkar ekki og sú staðreynd að Evrópuríki beita Dyflinnarreglugerðinni með ólíkum hætti og brjóta gegn henni bætir ekki úr skák. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Guðrúnar Elsu Tryggvadóttur, í lögfræði við HR. Dyflinnarreglugerðin er hornsteinn samevrópska hæliskerfisins og hefur lengi verið umdeild.
Það á ekki að endurtúlka stjórnarskrána
Bandaríski hæstaréttardómarinnar Antonin Scalia, sem lést fyrir skemmstu, vildi að menn héldu sig við bókstaf stjórnarskrár Bandaríkjanna og lagatexta. Það mætti ekki endurtúlka texta eftir viðhorfum og skoðunum samtímans. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var honum mjög hugleikin og hann sagði hana tímamótaskjal í sögu heimsins. Hann líkti höfundum hennar við forna gríska heimspekinga og listamenn endurreisnarinnar á Ítalíu
18.02.2016 - 17:02