Færslur: loftmengun

Svifryksmengunin eykur líkurnar á veirusmiti
Fyllsta ástæða er til að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum mikillar svifryksmengunar sem útlit er fyrir um áramótin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir Gunnar Guðmundsson, lungnasérfræðingur á Landspítala. Hann segir að mengunin auki líkur á að fá veirusýkingar, tími sé til kominn að fagna áramótum með öðrum hætti en skjóta upp flugeldum.
31.12.2020 - 12:41
Gætum slegið heimsmet í svifryksmengun um áramótin
Allt stefnir í að svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu verði yfir heilsuverndarmörkum frá gamlárskvöldi og langt fram á nýársdag. Gangi spár eftir verður mengunin jafn mikil eða meiri en hún var um áramótin fyrir tveimur árum, þegar hún mældist hvergi meiri í heiminum en hér á landi.
30.12.2020 - 12:00
Takmarka ekki sölu á flugeldum strax
Breytingum á reglugerð um sölu flugelda hefur verið frestað vegna faraldursins. Því má selja flugelda í jafnmarga daga um þessi áramót og áður.
28.12.2020 - 11:55
Lést vegna loftmengunar
Dánardómstjóri í Lundúnum úrskurðaði í dag að loftmengun hefði verið dánarorsök Ellu Kissi-Debrah, níu ára stúlku sem lést árið 2013. Málið hefur vakið alþjóðlega athygli og er talið að þetta sé í fyrsta sinn sem dómstóll kveður upp úrskurð um að loftmengun hafi verið dánarorsök. Ella Kissi-Debrah þjáðist af astma en í úrskurði dómstjórans í dag segir að loftmengun hafi bæði verið orsök og gert astmasjúkdóm stúlkunnar verri.
16.12.2020 - 16:23
Loftgæði á Íslandi mikil nema á Grensásvegi
Loftgæði á Íslandi eru nokkuð mikil og hafa farið batnandi undanfarin ár samkvæmt nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um loftgæði til loka síðasta árs. Eini staðurinn þar sem mengun mældist yfir heilsuverndarmörkum oftar en leyfilegt er var Grensásvegur í Reykjavík.
10.12.2020 - 09:39
60 ótímabær dauðsföll á ári af völdum svifryksmengunar
Umhverfisstofnun Evrópu áætlar að sextíu ótímabær dauðsföll á Íslandi megi rekja til útblástursmengunar. Þau séu öll vegna fíns svifryks en áhrif köfnunarefnisdíoxíðs og osóns á jörðu niðri séu hverfandi.
24.11.2020 - 04:39
Fleiri hjartaslög og heilablóðföll í miklu svifryki
Innlögnum fjölgar á spítala og hjartaslögum og heilablóðföllum fjölgar þegar svifryk er mikið, segir Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Um sextíu til áttatíu dauðsföll árlega hafa verið rakin til þessa.
22.11.2020 - 15:51
Leikskólabörnum haldið inni vegna svifryks
Styrkur svifryks við Grensásveg mældist 148 míkrógrömm á rúmmetra á hádegi í dag. Börnum á leikskólanum Álftaborg við Safamýri var haldið inni í dag vegna mengunar, í fyrsta skipti í vetur.
18.11.2020 - 15:02
Nanóagnir í heila
Stefán Gíslason fjallar um örsmá efni í mengun, til dæmis frá umferð, sem getur ýtt undir alvarlega sjúkdóma í fólki.
18.10.2020 - 12:59
Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
Spegillinn
Loftslagsáhrif augljós en rokið fletur mengunarkúrfuna
Umferð dróst verulega saman á höfuðborgarsvæðinu á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og á vef Vegagerðarinnar er talað um að umferðin um hringveginn hafi hrunið í apríl. Samhliða hefur dregið skarpt úr losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð. Áhrifin á loftmengun hafa verið minni. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu. 
Blíðviðri í Suður-Evrópu veldur loftmengun
Þurrviðri í Suður-Evrópu með sólskini og logni veldur slíkri loftmengun að umferð dísilbíla sendibíla og mótorhjóla hefur verið bönnuð vissan tíma dags í nokkrum borgum á Ítalíu, þar á meðal höfuðborginni Róm. Umferð annarra mengandi farartækja hefur verið bönnuð með öllu. Loftmengunin hefur farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Útlit er fyrir að ástandið lagist ekki fyrr en um helgi.
16.01.2020 - 14:25
Áramótaveðrið: Vindasamt gamlárskvöld í vændum
Veðurstofan gerir ráð fyrir vindasömu gamlárskvöldi víðast hvar á landinu. Það styttir upp og dregur úr vindi sunnan- og austanlands annað kvöld. Veðurfræðingur gerir ekki ráð fyrir því að mengun frá flugeldum muni liggja yfir höfuðborginni eftir sprengjuregnið.
30.12.2019 - 12:03
Örplasti rignir yfir Lundúnabúa
Aldrei hefur mengun af völdum örplasts verið meiri í Lundúnum og kom magn hennar vísindafólki í opna skjöldu. Mengunin er 20 sinnum meiri en í borginni Donggunan í Kína, sjö sinnum meiri en í París og nærri þrefalt meiri en í Hamburg.
29.12.2019 - 14:05
Myndskeið
Varar við takmörkun á notkun flugelda
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að takmörkun á notkun flugelda hefði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og þau verðmæti sem hún skapar. Starfshópur umhverfisráðherra um flugeldamál hefur enn ekki skilað skýrslu sem átti að skila fyrir tíu mánuðum.
26.12.2019 - 19:55
Eiturloft yfir Teheran
Skólum í Teheran héraði í Íran hefur verið lokað til föstudags vegna alvarlegrar loftmengunar. Þykkur eitraður mökkur hefur legið yfir höfuðborginni síðan á laugardag. Spáð er stilltu veðri næstu sólarhringa. Þar af leiðandi er útlit fyrir að mengunin aukist enn frekar. Hún var í dag tæplega sex sinnum yfir heilsuverndarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
23.12.2019 - 16:00
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Ástandið eins og var fyrir tíma malbiks
Íbúar á Akureyri héldu um helgina fund um aðgerðir bæjarins til að sporna við svifryksmengun. Þeir vilja að leitað sé annarra lausna en að bera salt á göturnar.
25.11.2019 - 14:08
Saltið leggst misvel í Akureyringa
Mikið svifryk undanfarið og mögulegar aðgerðir gegn því hafa skapað heitar umræður á Akureyri. Facebook-hópur þar sem barist er gegn saltnotkun hefur farið á flug og gerður hefur verið undirskriftarlisti þar sem lagst er gegn saltnotkun á götum.
20.11.2019 - 14:42
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mikilli svifryksmengun á Akureyri í dag og næstu daga. Götur eru þurrar, vindur hægur og því má búast við því að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.
12.11.2019 - 15:38
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mjög miklu svifryki á Akureyri í dag. Börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast útivist við umferðargötur. Kalt er í veðri, hægur vindur og götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk áfram næstu daga.
04.11.2019 - 12:27
Mengunarmóða liggur yfir Delí
Loftmengun í Delí hefur verið mjög mikil undanfarið og í dag segja yfirvöld að hún sé hættuleg. Eiturgufur hafa legið yfir indversku borginni um skeið og nú er svo komið að skólum hefur verið lokað, flugi beint frá borginni og byggingarvinna liggur niðri þar sem varla sér út úr augum.
03.11.2019 - 14:16
Myndskeið
Gríðarleg loftmengun í Nýju Delhi
Frí hefur verið gefið í skólum í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands þar til á þriðjudag. Gríðarleg loftmengun er í borginni. Allar byggingaframkvæmdir hafa verið stöðvaðar í viku og bannað er að skjóta flugeldum á loft.
01.11.2019 - 15:08
Vara við mengun á höfuðborgarsvæðinu
Auknar líkur eru á að loftmengun fari yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum, sérstaklega á morgnana og um miðjan daginn. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Strætó hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur, sameinast í bíla og sleppa óþarfa ferðum.
01.11.2019 - 12:39
Myndskeið
Mengun frá stórbruna veldur áhyggjum
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, lofar því að engu verði leynt um eldsvoða í efnaverksmiðju í norðurhluta landsins í síðustu viku. Áhyggjur vaxa í landinu vegna mengandi efna sem sluppu út í andrúmsloftið.
01.10.2019 - 17:35