Færslur: loftmengun

Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Hvetja borgarbúa til að hvíla bílinn vegna loftmengunar
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mældist 175,5 mikrógrömm á rúmmetra í höfuðborginni í morgun við Grensásveg, Laugarnes og Bústaðaveg/Háaleitisbraut, en það magn telst óhollt fyrir þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Borgarbúar eru af þessum sökum hvattir til þess að hvíla bílinn og nota umhverfisvænni ferðamáta.
Leggja til fækkun bílferða til að draga úr mengun
Talsverð mengun af völdum köfnunarefnisdíoxíðs og svifryks var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og fram yfir hádegi. Klukkan 13 mældist svifriksmengun 134 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg í Reykjavík, sem er talsvert yfir heilsuverndarmörkum.
88 af 100 menguðustu borgum heims í Indlandi og Kína
88 af 100 menguðustu borgum heims eru í tveimur löndum; Indlandi og Kína. 46 þeirra eru á Indlandi en 42 í Kína. Allar 100 mengunarhöfuðborgir heimsins eru í Asíu.
28.11.2021 - 07:29
Neyðarástand vegna mengunar í Nýju Delí
Indverska mengunarvarnarstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýju Delí og hvetur borgarbúa til að halda sig innan dyra. Í morgun mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar.
Nýja Delí á Indlandi umvafin eitruðu mistri
Þykkt mistur eitraðs lofts liggur yfir Nýju Delí höfuðborg Indlands eftir næturlanga flugeldaskothríð í tilefni af Diwali ljósahátíð hindúa. Þó lagði hæstiréttur landsins bann við sölu flugelda í borginni og yfirvöld hvöttu íbúa til að fagna hátíðinni án þeirra.
05.11.2021 - 07:06
Nýr leiðarvísir um loftgæði nauðsynlegur
Loftmengun veldur sjö milljónum dauðsfalla í heiminum á hverju ári að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Stofnunin segir loftmengun nú eina helstu umhverfisógn mannkyns. Í ljósi þessarra gagna ætlar stofnunin að leggja til strangari viðmið um loftgæði, þar sem ljóst er að aðgerða er tafarlaust þörf.
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Blýbensínbirgðir heims uppurnar
Birgðir heimsins af blýbensíni eru uppurnar. Umhverfisstofnun Sameinuðu Þjóðanna segir þetta verða til þess að koma í veg fyrir 1,2 milljónir ótímabærra dauðsfalla og heimsbyggðin muni spara 2,4 billjónir Bandaríkjadala árlega.
30.08.2021 - 15:27
Telja loftmengun geta aukið alvarleg geðræn vandamál
Niðurstöður breskrar rannsóknar sýna að aukin loftmengun geti aukið alvarleg geðræn vandamál fólks. Rannsóknin tók til um 13.000 einstaklinga í suðurhluta Lundúna.
29.08.2021 - 11:28
Veruleg loftmengun við austanvert Miðjarðarhaf
Reykur frá skógareldum í Tyrklandi, Grikklandi og Ítalíu veldur mikilli loftmengun í löndunum við austurhluta Miðjarðarhafs. Gríska veðurstofan tilkynnti þetta í dag eftir að myndir úr gervihnöttum höfðu verið skoðaðar. Þær sýna að reykur frá eldunum berst alla leið til Norður-Afríku.
05.08.2021 - 17:22
Fyrstu einkenni COVID geta líkst ertingu frá gosmóðu
Sérfræðingur í loftgæðum segir að fyrstu einkenni COVID-19 geti líkst þeim óþægindum sem skapast geta af völdum gosmóðu. Mökkurinn sem legið hefur yfir suðvesturhluta landsins er nokkurra daga gamall.
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.
Viðkvæmt fólk og börn vöruð við loftmengun frá gosinu
Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvetja fólk sem viðkvæmt er fyrir loftmengun til að fara varlega og vara við því að ung börn sofi utandyra. Gosmóða liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og fréttastofa fékk í morgun fregnir af mengun austan úr Gnúpverjahreppi.
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Málssókn á hendur Peugeot vegna útblásturshneykslis
Franski bílaframleiðandinn Peugeot stendur nú frammi fyrir málssókn í Frakklandi vegna útblásturshneykslisins sem kennt er við „dieselgate“, að því er móðurfyrirtækið Stellantis sagði á miðvikudag. Svipaðar ákærur hafa þegar verið tilkynntar á hendur Renault og Volkswagen.
Mesta jarðvegsfok í rúman áratug
Jarðvegsfok, eins og verið hefur síðustu tvo daga, hefur ekki verið meira í yfir áratug, eða síðan í Eyjafjallajökulsgosinu. Mistrið er einna þéttast á Suðurlandi og sunnanverðu Vesturlandi.
28.05.2021 - 16:57
5-700 sinnum meiri losun frá eldgosinu
Gasmengun frá eldgosi, álveri og jarðvarmavirkjunum herjar á viðkvæm öndunarfæri á suðvesturhorninu þessa daga. Eldgosið á Fagradalsfjalli losar fimm til sjö hundruð sinnum meira af brennisteinsdíoxíði en álverið í Straumsvík. 
Mikið mistur í morgunsárið á suðvesturhorni landsins
Mikið mistur hefur verið á Reykjanesskaga í morgun og einnig á Suðurlandi. Eftir því sem liðið hefur á morguninn hefur skyggni aukist nokkuð með aukinni norðanátt. Mistrið má að öllum líkindum rekja til gosstöðvanna við Fagradalsfjall.
21.05.2021 - 10:31
Lögregla áréttar varkárni vegna gasmengunar við gosið
Lögreglan á Suðurnesjum varar við því að yfirborðsmengun geti verið í jarðvegi við gosstöðvarnar í Geldingadölum, einnig í snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors. Gas getur safnast fyrir í dalnum í hægviðri og þá getur gas yfir hættumörkum lagt langt upp í hlíðar umhverfis gosstöðvarnar.
Vilja takmarka mjög bílaumferð í miðborg Parísar
Borgaryfirvöld í París hyggjast draga verulega úr umferð bíla í stórum hluta borgarinnar með því að banna gegnumakstursumferð í fjórum hverfum í miðborginni. Í staðinn fá almenningssamgöngur, hjólaumferð og gangandi vegfarendur aukinn forgang og meira pláss. Ætlunin er að breytingin gangi í gildi strax á næsta ári.
14.05.2021 - 05:34
Plasthúða þotur til að spara eldsneyti
Þýska flugfélagið Lufthansa ætlar að láta plasthúða nokkrar þotur úr flota sínum til að draga úr eldsneytiseyðslu og minnka kolefnissporið. Þýska efnafyrirtækið BASF hefur nýlega kynnt nýtt plastefni, áþekkt hákarlaskinni, sem nota á í þessum tilgangi. Það kallast AeroSHARK.
03.05.2021 - 16:55
Betra að fara að gosinu á morgun fremur en í dag
Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag. Þó nokkur uppbygging er nú í gangi við gosstöðvarnar og stefnt að lagningu ljósleiðara og rafmagns á næstu dögum.
Starfsmanni Elkem dæmdar bætur vegna mengunar
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga bætur vegna tjóns sem hann varð fyrir við störf sín í verksmiðjunni. Starfsmaðurinn starfaði sem tappari við ofn í verksmiðjunni.
Myndskeið
Gosmengun mæld í plastkössum
Mengun hefur til þessa ekki mælst mikil í þéttbýli af völdum gossins. Fylgst er grannt með og er afar einfaldur búnaður notaður við mælingarnar. 
10.04.2021 - 20:21