Færslur: loftmengun

Sjúkrabílum Toronto breytt til að draga úr mengun
Sjúkrabílar Toronto-borgar í Kanada verða búnir sólskjöldum sem ætlað er að virkja sólarorku til að knýja þá. Sömuleiðis verði drifrás þeirra skipt út fyrir blendingsvélar sem nota raforku og jarðefnaeldsneyti.
21.08.2020 - 17:40
Spegillinn
Loftslagsáhrif augljós en rokið fletur mengunarkúrfuna
Umferð dróst verulega saman á höfuðborgarsvæðinu á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og á vef Vegagerðarinnar er talað um að umferðin um hringveginn hafi hrunið í apríl. Samhliða hefur dregið skarpt úr losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð. Áhrifin á loftmengun hafa verið minni. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu. 
Blíðviðri í Suður-Evrópu veldur loftmengun
Þurrviðri í Suður-Evrópu með sólskini og logni veldur slíkri loftmengun að umferð dísilbíla sendibíla og mótorhjóla hefur verið bönnuð vissan tíma dags í nokkrum borgum á Ítalíu, þar á meðal höfuðborginni Róm. Umferð annarra mengandi farartækja hefur verið bönnuð með öllu. Loftmengunin hefur farið yfir heilsuverndarmörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Útlit er fyrir að ástandið lagist ekki fyrr en um helgi.
16.01.2020 - 14:25
Áramótaveðrið: Vindasamt gamlárskvöld í vændum
Veðurstofan gerir ráð fyrir vindasömu gamlárskvöldi víðast hvar á landinu. Það styttir upp og dregur úr vindi sunnan- og austanlands annað kvöld. Veðurfræðingur gerir ekki ráð fyrir því að mengun frá flugeldum muni liggja yfir höfuðborginni eftir sprengjuregnið.
30.12.2019 - 12:03
Örplasti rignir yfir Lundúnabúa
Aldrei hefur mengun af völdum örplasts verið meiri í Lundúnum og kom magn hennar vísindafólki í opna skjöldu. Mengunin er 20 sinnum meiri en í borginni Donggunan í Kína, sjö sinnum meiri en í París og nærri þrefalt meiri en í Hamburg.
29.12.2019 - 14:05
Myndskeið
Varar við takmörkun á notkun flugelda
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að takmörkun á notkun flugelda hefði neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna og þau verðmæti sem hún skapar. Starfshópur umhverfisráðherra um flugeldamál hefur enn ekki skilað skýrslu sem átti að skila fyrir tíu mánuðum.
26.12.2019 - 19:55
Eiturloft yfir Teheran
Skólum í Teheran héraði í Íran hefur verið lokað til föstudags vegna alvarlegrar loftmengunar. Þykkur eitraður mökkur hefur legið yfir höfuðborginni síðan á laugardag. Spáð er stilltu veðri næstu sólarhringa. Þar af leiðandi er útlit fyrir að mengunin aukist enn frekar. Hún var í dag tæplega sex sinnum yfir heilsuverndarmörkum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
23.12.2019 - 16:00
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Ástandið eins og var fyrir tíma malbiks
Íbúar á Akureyri héldu um helgina fund um aðgerðir bæjarins til að sporna við svifryksmengun. Þeir vilja að leitað sé annarra lausna en að bera salt á göturnar.
25.11.2019 - 14:08
Saltið leggst misvel í Akureyringa
Mikið svifryk undanfarið og mögulegar aðgerðir gegn því hafa skapað heitar umræður á Akureyri. Facebook-hópur þar sem barist er gegn saltnotkun hefur farið á flug og gerður hefur verið undirskriftarlisti þar sem lagst er gegn saltnotkun á götum.
20.11.2019 - 14:42
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mikilli svifryksmengun á Akureyri í dag og næstu daga. Götur eru þurrar, vindur hægur og því má búast við því að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.
12.11.2019 - 15:38
Varað við svifryksmengun á Akureyri
Varað er við mjög miklu svifryki á Akureyri í dag. Börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast útivist við umferðargötur. Kalt er í veðri, hægur vindur og götur þurrar og því má búast við að svifryksmengun fari yfir heilsuverndarmörk áfram næstu daga.
04.11.2019 - 12:27
Mengunarmóða liggur yfir Delí
Loftmengun í Delí hefur verið mjög mikil undanfarið og í dag segja yfirvöld að hún sé hættuleg. Eiturgufur hafa legið yfir indversku borginni um skeið og nú er svo komið að skólum hefur verið lokað, flugi beint frá borginni og byggingarvinna liggur niðri þar sem varla sér út úr augum.
03.11.2019 - 14:16
Myndskeið
Gríðarleg loftmengun í Nýju Delhi
Frí hefur verið gefið í skólum í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands þar til á þriðjudag. Gríðarleg loftmengun er í borginni. Allar byggingaframkvæmdir hafa verið stöðvaðar í viku og bannað er að skjóta flugeldum á loft.
01.11.2019 - 15:08
Vara við mengun á höfuðborgarsvæðinu
Auknar líkur eru á að loftmengun fari yfir heilsuverndarmörk á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum, sérstaklega á morgnana og um miðjan daginn. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Strætó hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur, sameinast í bíla og sleppa óþarfa ferðum.
01.11.2019 - 12:39
Myndskeið
Mengun frá stórbruna veldur áhyggjum
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, lofar því að engu verði leynt um eldsvoða í efnaverksmiðju í norðurhluta landsins í síðustu viku. Áhyggjur vaxa í landinu vegna mengandi efna sem sluppu út í andrúmsloftið.
01.10.2019 - 17:35
Loftmengun getur haft áhrif á fóstur
Loftmengun getur haft áhrif á fóstur í móðurkviði, þetta sýnir ný rannsókn. Vísindamenn fundu svifryksagnir, sem þungaðar konur höfðu andað að sér, fósturmegin í fylgjum þeirra.
22.09.2019 - 17:57
Bensín- og dísilbílar bannaðir í Amsterdam
Notkun bensín- og dísilbílar verður bönnuð í höfuðborg Hollands, Amsterdam, frá árinu 2030. Þetta er gert til að draga úr loftmengun sem talið er að stytti ævi íbúa borgarinnar um ár. Dísilbílar sem eldri eru en 15 ára verða bannaðir í borginni frá áramótum.
07.05.2019 - 14:30
Evrópumet í svifryki
Síðustu daga hefur Umhverfisstofnun staðið fyrir sýnasöfnun á mælistöðinni á Grensási. Sláandi munur er á sýnum sem var safnað um áramótin og dagana fyrir áramót. Þorsteinn Jóhannsson loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Sævar Helgi Bragason komu í Mannlega þáttinn í dag.
03.01.2019 - 16:20
Kanna svifryks- og blýmengun yfir áramót
Umhverfisstofnun ætlar að rannsaka svifryksmengun fimm daga fyrir og eftir næstu áramót, þar sem blý verður meðal annars mælt í andrúmsloftinu. Stofnunin hefur tekið í notkun nýja heimasíðu þar sem hægt verður að kanna loftgæðin á mælistöðvum víðsvegar um landið.
21.12.2018 - 14:21
Of mikið blý í kúlublysinu „15 Ball Eagles“
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu á kúlublysi sem reyndist innihalda of mikið blý, eða um fimmtán hundruð sinnum meira blý en í öðrum flugeldum sem Umhverfisstofa rannsakaði. Blysið nefnist „15 Ball Eagles“ og voru um átta prósent af púðrinu blý, sem er óleyfilegt. Magn blýsins er svo mikið að Umhverfisstofnun telur að útilokað að um mistök í framleiðslu sé að ræða.
19.12.2018 - 22:16
Myndskeið
Mengun vegna flugelda meiri en í Kína
Minnka þarf flugeldanotkun strax. Hún er óhófleg og grafalvarlegt vandamál, að mati fræðimanna við Háskóla Íslands. Meiri mengun er af sprengjugleði Íslendinga en í milljónasamfélögum í Kína og á Indlandi. Umhverfisráðherra segir málið flókið.
21.09.2018 - 22:20
Loftmengun dregur úr greind
Loftmengun getur dregið verulega úr greind fólks, samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Níutíu og fimm prósent heimsbyggðarinnar andar að sér skaðlegu lofti.
28.08.2018 - 07:31
40% hlynnt banni við notkun dísilolíu á bíla
Tæp 40 prósent Reykvíkinga eru hlynnt því að notkun dísilolíu á bíla verði bönnuð fyrir árið 2030. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Fréttablaðsins.
Svifryksmet í Reykjavík
Hæsta sólhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga var mælt við Grensásveg í Reykjavík fyrstu klukkustund ársins. Það var hærra en í eldgosunum í Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.
02.01.2018 - 15:52