Færslur: loðnuvinnsla

Myndskeið
„Fagna því að það er komin loðnulykt í bæinn“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir gott að vera loks búinn að fá loðnulykt í bæinn. Fyrirtæki á Austfjörðum frysta nú loðnu af norskum skipum á meðan þess er beðið að íslenski loðnuflotinn hefji veiðar.
08.02.2021 - 22:23
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda. 
Enginn loðnukvóti og horfur slæmar
Loðnuleit hefur verið hætt og Hafrannsóknastofnun ætlar ekki að leggja til veiðiheimildir. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir útlitið heldur ekki gott fyrir veiði að ári.
Keppast við að frysta loðnu fyrir Japansmarkað
Nú keppast útgerðir uppsjávarskipa og fiskvinnslur við að veiða hrognafulla loðnu og frysta fyrir Japansmarkað. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað er unnið upp úr þremur loðnuskipum þennan sólarhring.
21.02.2018 - 16:34
Fengu 2400 tonn í einu kasti
Uppsjávarskipið Heimaey VE fékk í gærkvöld hátt í 2400 tonn af loðnu í einu kasti á loðnumiðunum á Sandagrunni suður af landinu. Þetta er með alstærstu köstum sem vitað er um.
25.02.2017 - 17:08
Loðnuvinnsla hafin í Eyjum
Fyrsta loðnan á vetrarvertíðinni kom til Vestmannaeyja síðastliðna nótt, þegar Heimaey VE kom að landi með 600 tonn sem veidd voru út af Ingólfshöfða. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélagsins segir að loðnan sé góð og fari öll í vinnslu, hrognatöku eða frystingu. Sigurður VE er væntanlegur til Eyja í fyrramálið með rúmlega 700 tonn af loðnu.
23.02.2016 - 21:34