Færslur: loðnuvinnsla

Landinn
Sá ýmislegt þegar hann ræsti fólk til vinnu
Loðnuvertíðin í Vestmannaeyjum gengur vel. Það gefst ekki mikill tími fyrir fyllerí eins og áður var en vertíðin breytir andanum í bænum og rífur upp stemninguna að sögn Benonýs Þórissonar, framleiðslustjórna hjá Vinnslustöðinni.
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.
Viðtal
Flutningsverð ógnar loðnutekjum
Ekki er víst að mikil loðnuveiði framundan skili þeim tekjum sem vænst hefur verið. Óttast er að kostnaður við gámaflutninga sé orðinn svo mikill að neytendur í Asíu vilji ekki greiða loðnuhrognin svo dýru verði. Framkvæmdastjóri flutningsfyrirtækis segir að vonandi fáist svo gott verð fyrir loðnuna á Asíumarkaði að það vegi upp hækkunina. 
Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð á enda
Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp 70 þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.
Myndskeið
Vinnsla hafin á loðnuhrognum á Akranesi
Fyrstu loðnunni sem berst til Akraness í þrjú ár var landað þar í nótt. Um leið hófst vinnsla á loðnuhrognum og þar með verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar. Bæjarfulltrúi á Akranesi segir bæði fjárhagslega og andlega mikilvægt að fá loðnu aftur í bæinn.
02.03.2021 - 20:29
Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar framundan
Loðnufrystingu á vertíðinni er nú um það bil að ljúka og við tekur vinnsla á loðnuhrognum. Vegna veðurs hefur lítið veiðst af loðnu frá því á föstudag en flest skipin eru nú við loðnuleit á Breiðafirði.
01.03.2021 - 17:59
Myndskeið
„Fagna því að það er komin loðnulykt í bæinn“
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað segir gott að vera loks búinn að fá loðnulykt í bæinn. Fyrirtæki á Austfjörðum frysta nú loðnu af norskum skipum á meðan þess er beðið að íslenski loðnuflotinn hefji veiðar.
08.02.2021 - 22:23
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
Viðtal
Tvöfalt virði loðnu: Mikilvæg fæða þorsksins
Loðnuvertíðin hefur brugðist og ekki í fyrsta sinn. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri hjá Hafró, segir að loðnunnar hafi sennilega aldrei verið leitað jafn gaumgæfilega og nú. Gegnd stofnsins hefur að hans sögn breyst, hún heldur sig norðar, í kaldari sjó. Loðna er annar mikilvægasti nytjastofn okkar og efnahagsleg áhrif loðnubrestsins því veruleg en það er ekki nóg með það. Loðnan er líka ein mikilvægasta fæða aðalnytjastofns Íslendinga, þorsksins, sem og grálúðu, ufsa og fleiri tegunda. 
Enginn loðnukvóti og horfur slæmar
Loðnuleit hefur verið hætt og Hafrannsóknastofnun ætlar ekki að leggja til veiðiheimildir. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir útlitið heldur ekki gott fyrir veiði að ári.
Keppast við að frysta loðnu fyrir Japansmarkað
Nú keppast útgerðir uppsjávarskipa og fiskvinnslur við að veiða hrognafulla loðnu og frysta fyrir Japansmarkað. Hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað er unnið upp úr þremur loðnuskipum þennan sólarhring.
21.02.2018 - 16:34
Fengu 2400 tonn í einu kasti
Uppsjávarskipið Heimaey VE fékk í gærkvöld hátt í 2400 tonn af loðnu í einu kasti á loðnumiðunum á Sandagrunni suður af landinu. Þetta er með alstærstu köstum sem vitað er um.
25.02.2017 - 17:08
Loðnuvinnsla hafin í Eyjum
Fyrsta loðnan á vetrarvertíðinni kom til Vestmannaeyja síðastliðna nótt, þegar Heimaey VE kom að landi með 600 tonn sem veidd voru út af Ingólfshöfða. Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélagsins segir að loðnan sé góð og fari öll í vinnslu, hrognatöku eða frystingu. Sigurður VE er væntanlegur til Eyja í fyrramálið með rúmlega 700 tonn af loðnu.
23.02.2016 - 21:34

Mest lesið