Færslur: loðnuleit

Íslensk og grænlensk rannsóknaskip til loðnurannsókna
Íslensk og grænlensk rannsóknaskip eru farin til loðnurannsókna. Þetta eru rannsóknaskipið Árni Friðriksson og grænlenska rannsóknaskipið Tarajoq.
Loðnurannsóknir fram undan og horfur góðar fyrir vertíð
Horfur eru á stórum hrygningarstofni loðnu í vetur sé miðað við haustmælingar í fyrra. Íslendingar og Grænlendingar hefja á næstu dögum sameiginlegar loðnurannsóknir. Grænlendingar hafa hingað til ekki átt sérstakt rannsóknarskip en nú hefur orðið breyting þar á og liggur Tarajoq, nýtt skip Grænlendinga í Hafnarfjarðarhöfn.
Rannsóknaskipin halda til loðnumælinga í dag
Bæði rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, halda til loðnumælinga í dag. Markmiðið er að ná að mæla stærð hrygningarstofnsins á næstu tveimur vikum.
18.01.2022 - 15:35
Bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður loðnumælinga
Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar halda í dag í árlegan haustleiðangur til að mæla ástand loðnustofnsins. Fiskifræðingur er bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður, en í fyrrahaust mældist sterkur stofn ungloðnu sem ber uppi veiðina á komandi vertíð.
06.09.2021 - 13:02
Fundu svakalega loðnutorfu vestur af landinu
Grænlenska loðnuskipið Polar Amaroq sigldi yfir mjög stóra loðnutorfu vestur af landinu í gær. Skipstjórinn telur að þar séu nokkur hundruð þúsund tonn á ferðinni. Þá hefur rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verið sent til loðnumælinga fyrir norðan land.
23.02.2021 - 15:55
Loðna mældist víða við landgrunnið
Hluti af þeirri loðnu sem mældist í vikulöngum rannsóknaleiðangri, sem lauk um helgina, er hugsanlega viðbót við það sem mælst hefur hingað til. Leiðangursstjórinn segir of snemmt að segja til um hvort það gefi tilefni til að auka við loðnukvótann.
Niðurstaða úr loðnumælingum í dag eða á morgun
Nú er unnið úr gögnum úr þriggja daga leiðangri við loðnumælingar austur af landinu. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir brýnt að komast sem fyrst aftur til loðnurannsókna.
Loðna á stóru svæði undan Austfjörðum
Þrjú veiðiskip voru send til loðnumælinga undan Austfjörðum í gær eftir að töluvert sást af loðnu þar við landgrunnskantinn. Talið er að þetta getir verið viðbót við þá loðnu sem mældist í rannsóknaleiðangri fyrr í mánuðinum.
18.01.2021 - 11:29
Miklar væntingar um góða loðnumælingu
Fimm skip eru nú rétt að hefja loðnumælingar norður af landinu, en skipin héldu af stað í rannsóknaleiðangur í gær. Áætlað er að fara yfir heldur stærra hafsvæði en rannsakað var í leiðangri í desember. Hafís er enn á svæði á Grænlandssundi sem ekki náðist að skoða þá.
Loðnumælingar í janúar og febrúar
Hafrannsóknastofnun áætlar að farið verði í rannsóknaleiðangur á fimm skipum, til að mæla loðnu, í byrjun janúar og annar leiðangur er áætlaður í febrúar.
Loðnan komin austar en undanfarin ár
Mælt verður með veiðum á loðnu á næstunni ef niðurstaða úr rannsóknarleiðangri sem lauk í dag, gefur tilefni til. Loðna er á svæðinu frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg.
Fjögur skip mæla loðnu um helgina
Fjögur veiðiskip halda til loðnumælinga um helgina og mæla í allt að sex daga. Mælingarnar eru kostaðar af útgerðunum því þær voru ekki á rannsóknaráætlun Hafrannsóknarstofnunar.
Polar Amaroq við loðnuleit undan Norðurlandi
Grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq er nú við loðnurannsóknir norður af landinu. Íslenskar útgerðir loðnuskipa bera kostnaðinn en leiðangurinn er í samstarfi við Hafrannsóknastofnun.
24.11.2020 - 13:16
Hafrannsóknastofnun leigir veiðiskip til loðnurannsókna
Hafrannsóknastofnun hefur auglýst eftir fjórum veiðiskipum til þátttöku í loðnumælingum eftir áramót. Áætlað er að stofnunin fjármagni verkefnið að fullu og útgerðir skipanna beri því engan kostnað.
Spegillinn
Spár ekki talningar á fiskum segir fiskifræðingur
Í síðustu viku kynnti Hafrannsóknastofnun niðurstöður úr loðnumælingum haustsins og lagði til að loðnuveiðar verði ekki leyfðar í vetur, en ráðgjöfin verði endurskoðuð eftir áramót í ljósi mælinga sem gera á í upphafi árs. Þetta gæti orðið þriðji veturinn í röð þar sem verður loðnubrestur því ekki hefur mælst nægilega mikið til þess að Hafrannsóknastofnun geti mælt með veiðum.
20.10.2020 - 10:31
„Höfum verið að sjá loðnu hérna síðustu daga"
Vont veður og hafís hefur truflað þau tvö rannsóknarskip sem nú eru við loðnurannsóknir norður og vestur af Íslandi. Þessi leiðangur sker úr um hvort og þá hve mikið verður heimilt að veiða á komandi loðnuvertíð.
Vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi
Hrygningaloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.
18.03.2020 - 17:36
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Minna af loðnu en í síðustu mælingu
Minna sást af loðnu í yfirstandandi loðnuleiðangri en þeim sem farinn var fyrr í mánuðinum. Loðnumælingum sex skipa lauk að mestu í nótt og aðeins á eftir að kanna lítið svæði út af Húnaflóa.
20.02.2020 - 12:49
Vísbendingar um nýjar loðnugöngur undan Melrakkasléttu
Ekki hefur tekist að staðfesta nýjar loðnugöngur í þeim rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. 150 þúsund tonn þarf til viðbótar svo hægt verið að mæla með veiðum. Sex skip eru nú við loðnuleit, öll mönnuð sérfræðingum frá Hafrannsóknastofnun.
Segir eðlilegt að endurskoða aflareglu loðnu
Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir eðlilegt að endurskoða gildandi aflareglu fyrir loðnu. Þó sé ekki sjálfgefið að það breytti einhverju varðandi útgefinn kvóta. Mæld voru tæp 250 þúsund tonn í síðasta rannsóknarleiðangri sem dugir ekki til að leyfa veiði.
11.02.2020 - 13:56
Loðnustofninn langt undir mörkum aflareglu
Samkvæmt bráðabirgðamati, eftir mælingar á loðnustofninum í janúar, vantar mikið upp á að hægt verði að mæla með loðnuveiðum. Loðnuleit hófst á ný um helgina.
03.02.2020 - 15:36
„Gefur ekki miklar væntingar um framhaldið“
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í gær. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri segir að lítið magn af loðnu hafi fundist. „Það að við sáum lítið núna gefur ekki miklar væntingar um framhaldið. En það er þannig með loðnuna að maður spyr alltaf að leikslokum.“
25.01.2020 - 11:54
Fundu loðnugöngur vestan við Kolbeinseyjarhrygg
Vart hefur orðið loðnu undan norðanverðu landinu í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Leiðangursstjórinn telur þó ekki að mikið sé af henni. Veður hefur truflað leitina.
22.01.2020 - 18:21
Enn von þótt lítið af loðnu hafi fundist
Það hefur fundist lítið af loðnu það sem af er loðnumælingum. Leiðangursstjóri gerir sér þó vonir um að eitthvað finnist þegar leitarskipin halda vestur á bóginn.