Færslur: loðnuleit

Vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi
Hrygningaloðna í Húnaflóa styður vísbendingar um aukna hrygningu loðnu undan Norðurlandi. Þetta segir leiðangursstjóri í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Hann segir enga vísbendingu um vestangöngu loðnunnar.
18.03.2020 - 17:36
Myndskeið
Loðnubrestur: „Meðan það er ennþá möguleiki bíðum við“
Skipstjóri sem tók þátt í loðnumælingum suður af Papey, út fyrir minni Hamarsfjarðar, um helgina er vongóður um vertíð. Þar fundust vænar torfur sem Hafrannsóknarstofnun leggur mat á.
Minna af loðnu en í síðustu mælingu
Minna sást af loðnu í yfirstandandi loðnuleiðangri en þeim sem farinn var fyrr í mánuðinum. Loðnumælingum sex skipa lauk að mestu í nótt og aðeins á eftir að kanna lítið svæði út af Húnaflóa.
20.02.2020 - 12:49
Vísbendingar um nýjar loðnugöngur undan Melrakkasléttu
Ekki hefur tekist að staðfesta nýjar loðnugöngur í þeim rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. 150 þúsund tonn þarf til viðbótar svo hægt verið að mæla með veiðum. Sex skip eru nú við loðnuleit, öll mönnuð sérfræðingum frá Hafrannsóknastofnun.
Segir eðlilegt að endurskoða aflareglu loðnu
Fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun segir eðlilegt að endurskoða gildandi aflareglu fyrir loðnu. Þó sé ekki sjálfgefið að það breytti einhverju varðandi útgefinn kvóta. Mæld voru tæp 250 þúsund tonn í síðasta rannsóknarleiðangri sem dugir ekki til að leyfa veiði.
11.02.2020 - 13:56
Loðnustofninn langt undir mörkum aflareglu
Samkvæmt bráðabirgðamati, eftir mælingar á loðnustofninum í janúar, vantar mikið upp á að hægt verði að mæla með loðnuveiðum. Loðnuleit hófst á ný um helgina.
03.02.2020 - 15:36
„Gefur ekki miklar væntingar um framhaldið“
Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar lauk í gær. Birkir Bárðarson leiðangursstjóri segir að lítið magn af loðnu hafi fundist. „Það að við sáum lítið núna gefur ekki miklar væntingar um framhaldið. En það er þannig með loðnuna að maður spyr alltaf að leikslokum.“
25.01.2020 - 11:54
Fundu loðnugöngur vestan við Kolbeinseyjarhrygg
Vart hefur orðið loðnu undan norðanverðu landinu í rannsóknarleiðangri sem nú stendur yfir. Leiðangursstjórinn telur þó ekki að mikið sé af henni. Veður hefur truflað leitina.
22.01.2020 - 18:21
Enn von þótt lítið af loðnu hafi fundist
Það hefur fundist lítið af loðnu það sem af er loðnumælingum. Leiðangursstjóri gerir sér þó vonir um að eitthvað finnist þegar leitarskipin halda vestur á bóginn.
Fimm skip til loðnurannsókna í kvöld eða nótt
Þess er vænst að rannsóknarskipið Árni Friðriksson haldi til loðnurannsókna frá Neskaupstað í kvöld eða nótt, ásamt fjórum uppsjávarskipum. Veðurútlit er þó ekki sérlega gott.
15.01.2020 - 17:05
Hafró og útgerðin sömdu um kostnað við loðnuleit
Samkomulag hefur náðst milli útgerðanna og Hafrannsóknastofnunar vegna loðnuleitar. Stofnunin greiðir útgerðunum um helming kostnaðar vegna leitarinnar og treystir á aukið fjármagn frá stjórnvöldum.
Ráðherra segir útgerðina líka bera ábyrgð á loðnuleit
Hafrannsóknastofnun segist ekki geta borgað útgerðum fyrir þátttöku í loðnuleit. Sjávarútvegsráðherra segir að útgerðin beri ábyrgð og skyldur, loðnuleit sé sameiginlegt verkefni.