Færslur: Lóan

Óendanleg uppspretta gleði og fegurðar
„Það er svolítið merkilegt að þessi fjöldi fugla komi til landsins. Mér finnst það alltaf jafn makalaust hvernig litlir fuglar eins og þúfutittlingurinn kemst alla þessa leið á hverju ári. Það er leyndardómur fyrir manni og heillandi,“ segir Árni Árnason kennari, höfundur og þýðandi sem opnaði ljósmyndasýninguna Sumargestir í Listhúsi Ófeigs á dögunum.
28.05.2020 - 14:15
Lóan komin í Flóann
Vorboðinn ljúfi, lóan, er kominn til landsins. Fyrstu lóurnar sáust í Flóanum í dag. Lóur hafa aðeins tvisvar sinnum komið seinna en í dag, það var árin 1999 og 2001. Á tímabilinu 1998 til 2017 hefur „meðalkomudagur“ þeirra verið 23. mars, að því er segir í fréttatilkynningu frá Fuglavernd.
28.03.2018 - 16:26
Innlent · Fuglar · Náttúra · Lóan
Er lóan vorboði eða bara „fake news“?
Lóan er komin og í fyrsta skipti í sjónvarpssögunni náðist það á mynd þegar lóan kom á land. Berglind Festival tók vel á móti henni og ræddi við fuglasérfræðing um ferðir hennar og hvers vegna hún er alltaf svona tímanleg.
31.03.2017 - 23:10