Færslur: Ljóð

Viðtal
Það er miklu skilvirkara að skrifa ljóð á ensku
„Þegar ég skrifa ljóð á íslensku get ég bara deilt þeim með íslenskum vinum mínum en ekki þeim sem skilja ekki íslensku. Þess vegna fannst mér þetta mjög rétt,“ segir Kjartan Ragnarsson tvítugur Reykvíkingur sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Here We Are, þar sem öll ljóðin eru á ensku.
03.05.2021 - 15:17
Viðtal
„Okkur hefur alltaf komið mjög vel saman“
Það er fimm ára aldursmunur á systkinunum Þórarni og Sigrúnu Eldjárn sem sjaldan hafa deilt í gegnum tíðina og alltaf verið vel til vina. Þau hafa sent frá sér þrettán barnaljóðabækur saman þar sem Þórarinn yrkir vísur og Sigrún myndskreytir. Sú nýjasta nefnist Rím og roms og er sumarleg ljóðabók sem kom út á dögunum.
Í BEINNI
28 skáld lesa inn nýárið
Ljóðalestur í vefstreymi úr húsi Benedikts Gröndal í Grjótaþorpi.
01.01.2021 - 09:30
„Það þurfti hörkutól í þetta starf“
Kristín Svava Tómasdóttir ljóðskáld segir að þó fólk sé gjarnan þakklát kvennastéttum í orði þá fái þær oft ekki að uppskera í veraldlegum gæðum. Hún sendi nýverið frá sér sagnfræðilega ljóðabók þar sem hún hampar hetjudáðum ljósmæðra fyrri tíma.
„Innsæið er búið að vinna forvinnuna fyrir mig“
„Þegar ég sest niður til að skrifa þá rennur textinn frá mér,“ segir Viktoría Blöndal, sviðshöfundur, sem nýlega sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók 1,5/10,5. Í bókinni er að finna hluta af þeim textum sem á síðustu árum hafa runnið fram í skjöl á tölvuskjá.
26.07.2020 - 12:19
Menningarefni · Bókmenntir · Ljóð · Ljóðskáld · 1 · 5/10 · 5
Ég held að allir séu að reyna að vera kúl
...og að það sé fólki miklu hugleiknara en það vill viðurkenna, segir Sjöfn Hauksdóttir, ljóðskáld, sem gaf nýverið út kúl ljóðabók með frekar ókúl nafni, nefnilega Úthverfablús. Áður hefur Sjöfn sent frá sér ljóðabókina Ceci n´est pas une ljóðabók. Sjöfn trúir ekki á innblástur; ljóðagerð og önnur skrif snúist fyrst og fremst um úthald.
23.07.2020 - 10:01
Kökur og kaffi, sögur og ljóð
Bókakaffið á Selfossi býður nú mánaðarlega til bókmenntadagskrár. Sú síðasta var sunnudaginn 12. júlí undir yfirskriftinni: „Dáið er allt án drauma“. Þar komu fram verðlaunaskáldin Brynjólfur Þorsteinsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir, sem fluttu ný ljóð, og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir. Þær tvær síðarnefndu lásu upp úr síðustu bókum sínum og fluttu nýtt efni.
21.07.2020 - 15:58
Víðsjá
„Þræðirnir sem ég næ í eru óttinn og kvíðinn“
„Við sem sluppum með skrekkinn og við veiruna eigum eflaust mörg eftir að eiga góðar minningar úr kófinu,“ segir Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld sem brást við veirufaraldrinum með því að leita inn á við og yrkja ljóð í nýja bók. Bókin heitir Kyrralífsmyndir, en Linda orti ljóðin innblásin af hversdeginum hér heima og heimsókn sinni til Indlands í lok síðasta árs. 
27.06.2020 - 10:50
Kiljan
„Mér fannst ég geta hoppað út um glugga og flogið“
„Hann sagði að ég væri skáld. Fram að því hafði ég aldrei þorað að segja það upphátt,“ segir Jón Kalman Stefánsson sem minnist bréfs sem hann fékk sent frá afabróður sínum, Hannesi Sigfússyni, sem kvaðst hrifinn af skrifum frænda síns. Ljóðabækur Jóns Kalmans eru nú endurútgefnar í ljóðasafni.
23.04.2020 - 08:31
Bók vikunnar
Dimmumót - Steinunn Sigurðardóttir
„Ég myndi aldrei geta ort náttúruljóð eins og þau sem ég orti fyrir tuttugu árum eins og ástandið er núna. Það er ekki hægt að vera bara íslenskur náttúruverndarsinni, þú þarft að hugsa um allan heiminn,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um Dimmumót, tíundu ljóðabók sína, sem er bók vikunnar á Rás 1.
28.03.2020 - 11:05
Kosning
Ljóð fyrir þjóð: Einkalestur á ljóðum í samkomubanni
RÚV og Þjóðleikhúsið taka höndum saman um að skemmta landsmönnum meðan á samkomubanni stendur. Almenningi býðst að velja eftirlætisljóð og fá einkalestur frá leikurum á stóra sviði Þjóðleikhússins.
16.03.2020 - 18:00
Kiljan
Erfitt að taka sjálfhverfu nútímafólks alvarlega
Þórdís Gísladóttir segir að kaldhæðnin í ljóðabókinni Mislægum gatnamótum sé að miklu leyti sprottin upp úr nútímaástandi þar sem fólk reynir að vera einlægt en skrifar og talar endalaust um sjálft sig, birtir lagfærðar myndir af sjálfu sér á samfélagsmiðlum og sé sjálfhverft í uppgerðareinlægni sinni.
16.02.2020 - 10:01
Kiljan
Sumt kemur eins og elding í höfuðið í uppvaskinu
Ljóðskáldið Brynja Hjálmsdóttir var tilnefnd til Fjöruverðlauna og hlaut verðlaun bóksala fyrir fyrstu bók sína sem nefnist Okfruman. Ljóðin eru ný í bland við eldra efni en saman mynda þau eina heild og fylgir lesandi manneskju frá myndun okfrumu í gegnum fyrstu ævistig.
22.12.2019 - 14:25
Sálumessa – Gerður Kristný
„Maður veltir fyrir sér hvaða þögn umlukti þessi mál öll þessi ár. Hvernig við fórum með konur til forna eins og Steinunni á Sjöundá sem elur barn í fangelsinu og deyr í fangelsisvistinni. Þannig þessar konur áttu skilið sína sálumessu,“ segir Gerður Kristný höfundur ljóðabókarinnar Sálumessa sem er bók vikunnar á Rás 1.
10.10.2019 - 13:22
Fjórar ljóðabækur í lægðinni
Óvenjusólríkir dagar í upphafi sumars fóru ekki framhjá neinum. Þjóðin hefur baðað sig í sundlaugum landsins og sólargeislum, allir orðnir freknóttir og útiteknir, borgin fyllst af grilllykt og hlæjandi börn hafa lagt frá sér snjallsímana og tekið upp snúsnúböndin.
04.07.2019 - 10:59
Rammpólitísk skáldalæða gefur út ljóðabók
„Nú mjálma ég af miklum krafti og marga speki, svo allir dáist að máli mínu og muni kjósa Jósefínu,“ er á meðal þess sem kötturinn Jósefína Meulengracht Dietrich yrkir í einum af sínum pólitísku ljóðum. Ljóðabók hennar, Jósefínubók, kemur út í haust á vegum Sæmundar bókaútgáfu og rennur ágóði af sölunni til styrktar Kattholti. Í bókinni er dýrt kveðið en Jósefína kemur inn á þjóðfélagsmálin og líf kattarins.
04.06.2019 - 16:28
Eldgamlar teikningar verða að nýjum ljóðum
Ljóðin í nýrri ljóðabók Sigurlínar Bjarneyjar Gísladóttur eru innblásin af teikningum úr sautjándu aldar alfræðibókum. Undrarými heitir þessi bók, sem sýnir okkur inn í tímahylki hugmynda mannsins um sjálfan sig og náttúruna sem og dýr stór og smá í samtali við 21. aldar orð, hugleiðingar um umbreytingar og von.
Ljóðin í sprekinu
„Þetta eru ekki tákn í þeim skilningi að þessi form þýði eitthvað ákveðið. Kannski er þetta meira í átt við það hvernig maður skilur tónlist – það er ekki merkingarleysa en það er ekki bókstafsmerking,“ segir Guðjón Ketilsson myndlistarmaður um verkin á sýningu sinni Teikn, sem stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar um þessar mundir.
Gagnrýni
Leikur að orðum og myndum
Það telst eiginlega ekki til tíðinda að Þórarinn Eldjárn sendi frá sér bók, svo afkastamikill er hann. Um leið er hver bók hans tíðindi út af fyrir sig, við lesendur fáum að kynnast á ný myndrænni orðkynngi og kímni sem fram kemur í óvæntum snúningum sem alltaf halda lesauganu vakandi.
Brynjólfur Þorsteinsson hlýtur Ljóðstafinn
Brynjólfur Þorsteinsson hlaut í gær Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt Gormánuður. Athöfnin fór fram í Salnum í Kópavogi en þetta er í 17. sinn sem Ljóðstafurinn er afhentur. Alls bárust 302 ljóð í keppnina.
Að ljóði munt þú verða – Steinunn Sigurðar
„Þetta er eitthvað sem ég hef ekki verið að yrkja áður, og ég held að það eigi við formið og líka innihaldið. Ég hugsa að þetta sé persónlegasta ljóðabókin mín,“ segir Steinunn Sigurðardóttir um nýjustu ljóðabók sína, Að ljóði munt þú verða.
15.12.2018 - 12:30
Ljóð, leiklist og lifandi tónlist
Draumur á Jónsmessunótt er þema ljóðasýningar í Iðnó í kvöld, fimmtudag, á vegum Rauða skáldahússins.
21.06.2018 - 12:27
Getur tröllskessa verið kynferðisleg?
Ljóðahópurinn Svikaskáld gefur út aðra ljóðabók sína á morgun, 19. júní. Bókin heitir Ég er fagnaðarsöngur. Í henni er meðal annars fjallað um kynferðislegar tröllskessur og aðrar konur sem þykja taka pláss.
18.06.2018 - 14:03
Aldrei sorrí
Svikaskáldin eru orðin leið á að biðjast afsökunar, þær taka pláss og biðja ekki um leyfi til að gefa út bækur. Ég er fagnaðarsöngur nefnist ný ljóðabók sem lítur dagsins ljós á kvenréttindadaginn.
14.06.2018 - 10:40
Tilnefningar til Maístjörnunnar kynntar
Maístjarnan er sértæk ljóðabókaverðlaun sem ætlað er að hvetja skáld til að yrkja og koma ljóðum sínum í útgáfu. Fimm bækur eftir jafn mörg skáld hlutu tilnefningu í dag en verðlaunað er fyrir ljóðabók sem er útgefin árið 2017.