Færslur: Litáen

Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Átök í Litáen vegna flóttamanna frá Hvítarússlandi
Spennan fer sívaxandi á landamærum Hvítarússlands og Litáen vegna aukins straums flóttamanna um landamæri. Íbúar hafa mótmælt fyrirhugaðri byggingu flóttamannabúða og hefur lögreglan þurft að beita táragasi. Þá hafa flóttamennirnir sjálfir einnig mótmælt.
28.07.2021 - 22:22
Segja Hvítrússa senda flóttafólk til Litáens í hrönnum
Margfalt fleira flóttafólk hefur streymt landleiðina til Litáens á síðustu dögum og vikum en allt árið í fyrra. Litáar fá aðstoð landamærastofnunar Evrópu, Frontex, til að bregðast við þessum óvænta flóttamannastraumi. Flóttafólkið ferðast í gegnum Hvíta Rússland, sem sakað er um að greiða leið flóttafólksins til litáísku landamæranna til að ná sér niðri á Litáen og Evrópusambandinu.
Litáar byggja landamæravegg
Stjórnvöld í Litáen áforma að byggja vegg á landamærunum að Hvíta-Rússlandi til að koma í veg fyrir komur flóttamanna. Þau saka ráðamenn í Hvíta-Rússlandi um að senda flóttafólk yfir landamærin í því skyni að hefna sín á Evrópusambandinu vegna refsiaðgerða.
07.07.2021 - 21:50
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Myndskeið
„Þökkum Íslandi fyrir hugrekkið“
Þrjátíu ár eru í dag síðan Íslendingar viðurkenndu sjálfstæði Litáen, fyrstir þjóða. Ræðismaður Litáen á Íslandi segir þjóðina enn þakkláta öllum Íslendingum fyrir stuðninginn. Áframhaldandi samstarf sé báðum þjóðunum til heilla. 
11.02.2021 - 20:43
Boðar refisiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen, ætla síðar í dag að tilkynna formlega refsiaðgerðir gegn um það bil þrjátíu hvítrússneskum embættismönnum þar á meðal Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Verður þeim meinað að koma til landanna þriggja. 
31.08.2020 - 09:09
Eystrasaltsríkin opna landamærin sín á milli
Á miðnætti í nótt opnuðu Eystrasaltsríkin, - Eistland, Lettland og Litáen, landamærin sín á milli. Ríkisborgarar og aðrir sem þar búa geta nú ferðast milli landanna að uppfylltum vissum skilyrðum.
15.05.2020 - 10:00
Nauseda náðar dæmda njósnara
Gitanas Nauseda, forseti Litáens, náðaði í morgun tvo menn sem dæmdir höfðu verið fyrir njósnir fyrir Rússa. Fréttastofan Reuters segir að þetta geti leitt til samkomulags um fangaskipti milli Rússa, Litáa og Norðmanna. 
15.11.2019 - 09:23
Erlent · Evrópa · Litáen · Rússland · Noregur
Hitabylgja vegna loftslagsbreytinga
Hitamet fyrir júnímánuð voru slegin í gær í Litáen, þegar hiti mældist 35,7 gráður. Hitabylgja gengur nú yfir Eystrasaltslöndin og telur veðurfræðingurinn Paulius Starkus sem AFP ræddi við segir loftslagsbreytingar ástæðuna. Sex drukknuðu í gær er þeir reyndu að kæla sig í stöðuvatni í landinu.
13.06.2019 - 13:55
Starfsemi í Eystrasaltsríkjum verður hætt
Sænski Handelsbanken ætlar að hætta starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og loka útibúum sínum þar. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir Richard Johnson einum stjórnarmanna bankans.
16.05.2019 - 08:56
  •