Færslur: Listasöfn
Bjóða hárgreiðslu og hreyfingu á hollenskum söfnum
Nýlunda var tekin upp á söfnum og tónleikasölum víðsvegar um Holland í dag þegar almenningi var boðið að þiggja þar klippingu eða stunda líkamsrækt. Yifrvöld skipuðu stöðunum umsvifalaust að láta af athæfi sínu.
19.01.2022 - 16:45
Sér eftir að hafa gefið ríkinu listasafn Sigurjóns
Birgitta Spur, ekkja myndhöggvarans Sigurjóns Ólafssonar, kveðst sjá eftir að hafa gefið íslenska ríkinu listasafn manns síns í Laugarnesi. Hún segir það siðferðilega skyldu ríkisins að skila safninu aftur hafi það ekki bolmagn til að hlúa sómasamlega að því.
30.10.2021 - 06:14
Minjasafnið, Nonnahús og Listasafnið fá styrk
Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús og Listasafn Akureyrar fá styrki úr árlegri úthlutun úr safnasjóði. Safnstjóri segir styrkinn auka aðgengi almennings að gagnasafni safnsins.
27.03.2020 - 16:13
Blóðmörskeppur og eilífiðin
Gengur að láta Marie Kondo taka til í safngeymslum heimssafnanna? Hvað gerir maður gamlan blóðmörskepp sem einu sinni var hluti listaverks? Er hann enn listaverk? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir velti fyrir sér forgengileika, forvörslu og yfirfullum safnageymslum í Víðsjá.
25.04.2019 - 09:00
Listþvo menningarstofnanir siðlausa peninga?
Á undanförnum dögum hafa fjölmargar lista- og menningarstofnanir afþakkað styrki og slitið tengsl sín við góðgerðasjóð Sackler-fjölskyldunnar, eins helsta einstaka styrktaraðila mennta- og menningarstofna beggja vegna Atlantshafsins síðastliðinn áratug.
27.03.2019 - 16:14
Myndlistin kveikir á langtímaminninu
Listir og menning sem meðferð: íslensk söfn og Alzheimer er yfirskrift málþings sem haldið verður í Ráðhúsi Reykjavíkur og Listasafni Íslands á milli kl. 13 og 18 á morgun, miðvikudag. Tilefni umræðunnar er útkoma samnefndrar bókar sem Halldóra Arnardóttir listfræðingur ritstýrir, en ásamt henni tala fjölmargir fræði- og vísindamenn á þinginu.
19.09.2017 - 16:25