Færslur: Listasafnið á Akureyri

Akureyrarstofa vill varðveita vegglistaverk Margeirs
Stjórn Akureyrarstofu hefur lýst yfir áhuga á að varðveita verk eftir listamanninn Margeir Dire á húsvegg í Listagilinu á Akureyri. Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri hefur verið falið að ræða við aðstandendur og vini Margeirs auk KEA, sem á húsvegginn, um hugsanlegt samstarf. Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést aðeins 34 ára fyrir tveimur árum.
06.04.2021 - 13:56
Segir skiptingu fjár til menningarmála ósanngjarna
Formaður stjórnar Akureyrarstofu, sem fer með menningarmál bæjarins, er ósátt við framlag ríkisins til menningarmála í sveitarfélaginu. Bærinn fær fimm prósent af þeirri fjárhæð sem ríkið ver til menningarmála á höfuðborgarsvæðinu. Endurnýjaður menningarsamningur verður að líkindum undirritaður á næstu dögum.
Menningin
Þorvaldur Þorsteinsson og millibilsástandið
Lengi skal manninn reyna er yfirlitssýning á myndlistarverkum Þorvaldar Þorsteinssonar í Listasafninu á Akureyri.
Hvatti okkur til að ná valdi á lífi og löngunum
Á laugardaginn á milli kl. 14 og 16 efnir Listasafnið á Akureyri til málþings um Þorvald Þorsteinsson, myndlistarmann og rithöfund. Ein af sýningunum sem nú stendur yfir á safninu heitir Lengi skal manninn reyna og er yfirlitssýning á verkum Þorvaldar en 7. nóvember síðastliðinn voru sextíu ár liðin frá fæðingu Þorvaldar, en hann lést á heimili sínu í Antwerpen 23. febrúar 2013. Víðsjá sagði frá málþinginu og ræddi við tvo frummælendur þar, Þorgeir Tryggvason og Ágústu Kristófersdóttur.
Pistill
Raunveruleiki og sviðsetning í Listasafninu á Akureyri
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um tvær yfirlitssýningar sem nú standa yfir í Listasafninu á Akureyri, sýningar sem eru afar ólíkar en vekja upp áhugaverðar spurningar um listina og samspil hennar við hversdagsleikann annars vegar og opinber söfn hins vegar.
Víðsjá
„Hafði gríðarleg áhrif á fólk“
Listamaðurinn Þorvaldur Þorsteinsson hefði orðið sextíu ára í ár ef hann hefði lifað. Yfirlitssýning á verkum hans var nýlega opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar má sjá verk sem ekki hafa áður sést opinberlega á Íslandi. 
Sögur af landi
„Þetta átti að fara svona“
Textíllistakonan Anna Gunnarsdóttir fann strax að hún var komin heim, þegar hún ákvað að flytja vinnustofu sína og listagallerí í nýtt húsnæði á iðnaðarsvæðinu í þorpinu á Akureyri. Hún átti sér alltaf þann draum að fara í myndlistarnám en hóf þó starfsferil sinn innan heilbrigðisgeirans. Þar fann hún ástina, á skurðstofunni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Víðsjá
Fjórar einkasýningar opna samtímis
Fjöldi nýrra sýninga opnaði um síðustu helgi á Listasafninu á Akureyri, þar af fjórar einkasýningar. Heimir Björgúlfsson opnaði sýninguna Zzyzx, Brynja Baldursdóttir sýninguna Sjálfsmynd, Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýninguna Meira en þúsund orð og Snorri Ásmundsson sýninguna Franskar á milli. Víðsjá heimsótti Listasafnið á Akureyri.
Kaffi & list opnar í Listasafninu á Akureyri
Nýtt kaffihús, Kaffi & list, verður opnað í Listasafninu á Akureyri 1. mars. Áhersla verður lögð á huggulegheit og heimabakað bakkelsi.
31.01.2020 - 10:53
Nýr rekstraraðili kaffihúss á Listasafninu
Nýir rekstraraðilar taka að óbreyttu við kaffihúsinu í Listasafni Akureyrar í lok janúar. Listasafnið sá tímabundið um rekstur kaffihúss þar síðasta sumar og safnstjóri segir áfangann gleðiefni.
06.12.2019 - 17:40
Taprekstur hjá Listasafninu á Akureyri
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að farið verði í hagræðingaraðgerðir á Listasafninu á Akureyri en að óbreyttu stefnir í 18 milljóna króna tap í rekstri á árinu. Forseti bæjarstjórnar segir að nú séu ýmsar leiðir í skoðun til að snúa rekstrinum við.
22.08.2019 - 18:14
Akureyrarbær eigi ekki að reka kaffihús
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri segir það fráleitt að Listasafnið á Akureyri reki kaffihús í samkeppni við einkarekstur í bænum. 
14.08.2019 - 14:58
Listasafnið neyðist til að reka kaffihús
Listasafnið á Akureyri hefur neyðst til að sjá um rekstur kaffihúss á safninu í sumar eftir að fyrri eigendur létu af rekstrinum. Safnstjórinn segir að þetta fyrirkomulag sé ekki æskilegt til frambúðar
13.08.2019 - 11:15
Talað við Eystrasalt í Listasafninu á Akureyri
Sýning á verkum 19 lettneskra samtímalistamanna var opnuð í Listasafninu á Akureyri á dögunum undir yfirskriftinni Talaðu við mig. Sýningin er hluti af fullveldisdagskrá Lettlands og verkin koma öll úr safneign lettneska þjóðlistasafnsins í Riga. 
Lífsleikfimi Arnar Inga opinberast á Akureyri
Yfirlitssýningin Lífið er LEIK-fimi hefur lagt undir sig fimm sali í Listasafninu á Akureyri undanfarna mánuði. Þar birtist í fyrsta sinn smám saman heildstæð mynd af ferli fjöllistamannsins Arnar Inga Gíslasonar. 
Rannsakar verk föður síns á safninu
Lífið er leik-fimi heitir óvenjuleg sýning sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Sýningarstjórinn Halldóra Arnardóttir hefur breytt hluta safnsins í eins konar rannsóknaraðstöðu þar sem hún skrásetur, kannar og skrifar um verk föður síns, myndlistarmannsins Arnar Inga Gíslasonar sem lést í fyrra.
400 milljóna framúrkeyrsla hjá Listasafninu
Endurbætur við Listasafnið á Akureyri eru nú áætlaðar um 840 milljónir króna. Upphaflega var áætlaður kostnaður 450 milljónir. Lektor við Háskólann í Reykjavík líkir framúrkeyrslu opinberra framkvæmda við náttúrulögmál og segir hana óboðlega fyrir skattgreiðendur. Framkvæmdir við Sundlaug Akureyrar, Menningarhúsið Hof og brúna við Drottningarbraut fóru allar fram úr áætlunum.
Kaktus á Akureyri skapar rými fyrir listir
Kaktus er rými á Akureyri, þar sem haldnar eru sýningar og viðburðir á sviði lista og menningar, sem er rekið af listamönnum. Níu manns standa að Kaktus en félagið var stofnað þegar listamannakjarni á þriðju hæð Listasafnsins á Akureyri þurfti að flytja sig um set vegna stækkunar safnsins sem verður vígt í lok ágúst.
15.08.2018 - 16:10
Viðtal
Fullveldið endurskoðað á Akureyri
Á morgun, laugardaginn 27. apríl, verður opnuð sýningin Fullveldið endurskoðað í Listasafninu á Akureyri en sýningin dreifist um miðbæinn. 10 listamenn eiga verk á samsýningunni en markmiðið er „að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tímum og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjölbreyttum sjónarhornum því tengdu.“ Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við Hlyn Hallsson safnstjóra.