Færslur: Listasafn Reykjanesbæjar

Heimsókn
Mikilvægt að spegla samtímann með listinni
„Þetta er sýning sem varð til þegar ég sat hér uppi á efri hæðinni í Duus-safnahúsinu og það kom sæmilega stór skjálfti og nokkrar myndir duttu niður af veggjum,“ segir Helga Þórsdóttir, sem nýlega var ráðin safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar. Helga sagði hlustendum Víðsjár frá sýningunni Áfallalandslagi þar sem listamennirnir vinna verk sem vísa beint í kraftinn í náttúrunni. 
Menningin
Ljóðrænn vals um heimilið á tímum samkomubanns
Ein fyrsta myndlistarsýningin eftir að slakað var á samkomubanni var opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar 4. maí. Sýningin er einmitt innblásin af samkomubanninu og fjallar um heimilið.
Ljóðin í sprekinu
„Þetta eru ekki tákn í þeim skilningi að þessi form þýði eitthvað ákveðið. Kannski er þetta meira í átt við það hvernig maður skilur tónlist – það er ekki merkingarleysa en það er ekki bókstafsmerking,“ segir Guðjón Ketilsson myndlistarmaður um verkin á sýningu sinni Teikn, sem stendur yfir í Listasafni Reykjanesbæjar um þessar mundir.