Færslur: Listasafn Einars Jónssonar

Samfélagið
Listhugleiðsla í beinni frá Listasafni Einars Jónssonar
Listasafn Einars Jónssonar hefur víkkað út starfsemi sína og býður nú upp á listhugleiðslu einu sinni í viku. Nýlega fékk safnið styrk úr Lýðheilsusjóði til að vera með beina útsendingu frá listhugleiðslunni og verður fyrsta útsendingin 9. mars. Rætt var við Höllu Margréti Jóhannesdóttur, safnvörð og jógakennara, í Samfélaginu á Rás eitt.
Andsetning með Einari
„Við erum að koma inn með okkar orku og anda í þennan heim hér í safninu,“ segir Olga Bergmann, en hún og Anna Halin hafa komið nokkrum videoverkum fyrir í Listasafni Einars Jónssonar á sýningu sem þær kalla Andsetning. „Þetta er einhvers konar núningur og samtal þar sem við komum með okkar kvenlegan, nettan feminískan þráð inn í þessa karllægu myndveröld.“