Færslur: Listar

Sjö rökkurræmur til að njóta í skammdeginu
Film-noir, rökkurræman, blómstrar í myrkum skrúða í virkri nýrökkursenu sem teygir sig inn í kvikmyndir og sjónvarpsefni samtímans. Kvikmyndasagan geymir þó margar stórkostlegar rökkurmyndir frá gömlu Hollywood en elstu dæmin eru frá þriðja áratugnum.
15.01.2019 - 16:39
Árið 2019 í vísindaskáldskap fortíðar
Hugmyndir okkar um framtíðina mótast gjarnan af vísindaskáldverkum sem jafnvel hafa orðið kveikjan að tækniþróun af ýmsum toga. Árið 2019 hefur í nokkrum tilfellum verið áfangastaður slíkra framtíðarskáldverka, og viti menn, hingað erum við komin. Lítum á fjórar „sci-fi“-kvikmyndir úr fortíðinni sem gerast árið 2019. Voru höfundar sannspáir?
07.01.2019 - 14:52
Átta öðruvísi jólalög fyrir jólapartíið þitt
Rammheiðið danskt jólarokk, sækadelía frá Texas, angurvært uppgjör Sufjan Stevens, kaldhæðnislegt jólarokk frá Eels og það sem hljómar eins og tónlistin úr Drive eftir Nicolas Winding Refn, ef hún væri jólamynd. Hér eru átta öðruvísi jólalög til að krydda tilveruna.
17.12.2018 - 16:04
Eric Clapton og Tyler, the Creator í jólaskapi
Einn af fylgifiskum jólanna er tónlistin. Þessir gömlu vinir og í sumum tilfellum fjendur geta snúið upp á geðið á ýmsa vegu. Gömlu smellirnir gleðja en margir knáir tónlistarmenn reyna að veðja á jólahestinn og það er ekki úr vegi að skoða hvort að eitthvað vit sé í nýrri jólatónlist þetta árið.
01.12.2018 - 10:25
Níu ræmur á RIFF sem ekki má missa af
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í fimmtánda sinn. Á hundrað ára fullveldisári setur hátíðin sjálfsmynd þjóðar í brennidepil auk þess sem Eystrasaltslöndin eru í sérstökum fókus. Nína Richter og Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndagagnrýnendur á RÚV fara yfir það helsta á hátíðinni í ár.
27.09.2018 - 17:27
Nostalgíukast í sjónvarpi í haust
Sjónvarpsþáttaframleiðendur keppast nú um að kynna nýja haustdagskrá og líkt og fyrri ár er mikið um dýrðir. Ekkert lát virðist vera uppgangi sjónvarpsþáttaformsins og það getur verið erfitt að velja úr. Hér eru nokkrir þættir sem vakið hafa athygli en tískubylgjan í ár virðist vera endurreisn unglingaþátta tíunda áratugarins.
31.08.2018 - 15:12
Fimm smellir frá fimmtugri Kylie
Ástralska poppstjarnan Kylie Minogue er fimmtug í dag. Hún sló í gegn í áströlsku sápuóperunni Nágrönnum en gaf út fyrstu plötuna sína árið 1988 og þá varð ekki aftur snúið. Fjórtán breiðskífum og átján tónleikaferðalögum seinna spannar ferillinn fjóra áratugi og Kylie er enn að. Hér fylgir listi yfir fimm stóra smelli.
28.05.2018 - 13:17
Áratugagamlir slagarar á streymisveitum
Greatest Hits-plata Queen og Gold með Abba verma enn þann dag í dag efstu sæti lita yfir söluhæstu plötur Bretlands. Africa með Toto, No Scrubs með TLC og My Girl með The Temptations eru ennþá að hala inn milljónum hlustana. Hér er listi yfir vinsælustu lög síðustu áratuga sem halda enn vinsældum sínum á streymisveitum.
07.05.2018 - 13:10
Sex vænar þáttaraðir væntanlegar með vorinu
Íslenska vorið getur verið skrýtið dýr. Á meðan grillið og vorlaukana fennir í kaf er ágætis huggun harmi gegn að hella upp á og koma sér vel fyrir, hvort sem maður er einn eða í góðum félagsskap, og hámhorfa á eina þáttaröð. Hér koma sex hugmyndir að þáttaröðum sem væntanlegar eru með vorinu.
02.05.2018 - 16:04
Fimm fræknir ofurhetjuþættir
Ofurhetjuþættir hafa aldrei verið vinsælli og erfitt að fylgjast með sjónvarpi án þess að rekast á einn slíkan. Fjölbreytnin er sömuleiðis mikil og glannalegar tilraunir með ofurhetjuformið vinsælar. Hér fylgir listi yfir slíka þætti sem hlotið hafa háa einkunn meðal gagnrýnenda og almennings.
22.04.2018 - 10:10
Tíu sumarsmellir frá tíunda áratugnum
Á tímum takkasíma og teflons í sjónvarpsmörkuðum, þegar hægt var að fá Hi-C úti í hverfissjoppu og enginn hafði heyrt um samfélagsmiðla. Þegar Hemmi Gunn var aðalmaðurinn og Íslendingar flykktust til Portúgal til að smakka framandi matvöru á borð við ólífuolíu. Sumur tíunda áratugarins eru sveipuð fortíðarþrá og tónlistin er tímavél. Hér fylgir listi yfir tíu sumarsmelli frá því fyrir aldamót.
19.04.2018 - 10:00
Sex myndir og þættir sem þú elskar að hata
Óbeitaráhorf er þekkt stærð í poppmenningu sem „hatewatch“. Hér fylgir listi yfir þrjár myndir og þrjá sjónvarpsþætti sem kvikmyndaunnendur elska að hata - og hata að elska.
16.04.2018 - 11:44
Fimm sjóðheitar sumarmyndir
Töfrar kvikmyndanna geta boðið áhorfendum upp í allskonar dansa og jafnvel ferðalög. Þannig er vel hægt að taka forskot á sumarblíðuna með sumarlegum kvikmyndum. Hér eru fimm sérvaldar gæðamyndir sem gætu komið lesendum í sumarskap.
07.04.2018 - 14:28
Hin norska Sigrid á toppi BBC Sound of 2018
„Þetta er gríðarlegur heiður,“ segir Sigrid sem er aðeins 21 árs gömul og hefur þannig skipað sér meðal yngstu tónlistarmanna sem landað hafa toppsæti BBC Sound-listans.
12.01.2018 - 14:54
Tíu bestu íslensku plöturnar árið 2017
Við birtum lista yfir bestu erlendu plötur ársins 2017 í síðustu viku og nú er komið að þeim íslensku. Helstu tónlistarspekúlantar allra deilda RÚV, bæði sjónvarps- og útvarpsrása, tóku þátt í valinu ásamt ýmsum álitsgjöfum Rásar 2 annars staðar frá.
Fimm bestu myndir ársins 2017
Árið er senn á enda og þá er hefð fyrir því að líta yfir farinn veg. Hvert kvikmyndaár er einstakt og hefur sína sérstöku há- og lágpunkta. Hér verður leitast við að greina hverjir þeir eru. Nína Richter útnefnir fimm bestu kvikmyndir ársins og rýnir í kvikmyndaárið 2017.
30.12.2017 - 10:30
Tíu bestu sjónvarpsþættir ársins 2017
Margar metnaðarfullar sjónvarpsþáttaraðir litu dagsins ljós árið 2017. Áslaug Torfadóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar á Rás 1 útnefndi 10 bestu og hér birtist listinn í engri sérstakri röð.
29.12.2017 - 16:30
Tíu jólamyndir sem þú mátt ekki missa af
Jólamyndir koma í ýmsum gerðum og eru tilvalin leið til að koma fólki í jólaskap. Hér gefur að líta fjölbreytt úrval kvikmynda sem tengjast jólunum á einn eða annan hátt og tilvalið er að sjá í aðdraganda hátíðanna.
10.12.2017 - 15:30
Topp 10
Tíu bestu ábreiðurnar
Ábreiður, þekjur, endurútgáfur eða koverlög – ekki eru allir sammála um hvað eigi að kalla þau, en nýjasta verkefni álitsgjafa Rásar 2 var að velja tíu bestu lögin úr þessum hópi, flutt af Íslendingum.
06.12.2017 - 12:20
Fjórtán pólitískir poppsmellir
Stjórnmál eru mörgum hugleikin þessa dagana og því er ekki úr vegi að setja saman lista yfir 14 smelli úr popptónlistarsögunni sem hafa skýran pólitískan boðskap. Tilefni og efnistök eru af ýmsum toga en lögin eiga það sameiginlegt að hafa kveikt elda í brjóstum fjöldans og skipað sér sess á alþjóðavísu.
29.10.2017 - 18:07
Sjö kvikmyndaþríleikir sem enginn má missa af
Allt er þá þrennt er og á það jafnvel við í heimi kvikmyndanna. Þríleikir geta ýmist verið framleiddir sem slíkir eða orðið að þrískiptri heildarmynd í baksýnisspeglinum. Sumar kvikmyndir í þessum flokki hafa markað svo djúp spor í kvikmyndasögunni að hægt er að mæla með þeim við alla sem hafa áhuga á að skilja hana betur.
17.09.2017 - 16:18
Tíu bestu fyrstu plötur íslenskra poppara
Rás 2 hefur nú skipað hóp álitsgjafa sem mun á næstunni setja saman topp tíu lista yfir ýmis tónlistartengd málefni. Fyrsta verkefnið var að velja besta frumburð, það er fyrstu breiðskífu, íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar.
12.09.2017 - 16:38
5 bækur sem þú ættir að lesa í september
Uppáhaldsbók Werners Herzogs, ljóð sem smjúga inn í innstu kviku, raunverulegur og skáldaður hryllingur beggja vegna landamæra Suður- og Norður-Kóreu. Hér eru fimm bækur sem menningarritstjórn RÚV mælir með í september.
Fjórtán heitir þættir væntanlegir í vetur
Sjónvarpsárið 2017 er með besta móti og með haustinu fara fjölmargar metnaðarfullar framleiðslur í loftið, bæði á erlendum streymisveitum og einnig í línulegri útsendingu. Þá verða ofurhetjuþættir, geimfantasíur og mannshvörf vinsæl viðfangsefni á komandi framleiðslutímabili, en einnig kemur ný þáttaröð byggð á Alias Grace eftir rithöfundinn Margaret Atwood.
26.08.2017 - 15:17
Þrjú hlaðvörp um sönn sakamál
Sumarið tekur senn enda og Íslendingar snúa aftur til vinnu eftir frí. Lofthitinn lækkar og tebollar og teppi eru dregin fram á íslenskum heimilum. Hlaðvörp um sönn sakamál ættu að geta rímað við slíka stemmningu, en slíkir þættir njóta gríðarlegra vinsælda hér heima og erlendis. Efnið má nálgast án endurgjalds, en allir þættirnir eiga að auki sammerkt að vera bandarískir og þar af leiðandi fluttir á ensku.
25.08.2017 - 14:28