Færslur: Líkamsárás

Rod Stewart og sonur játa minni háttar líkamsárás
Breska poppstjarna Sir Rod Stewart og Sean sonur hans hafa lýst sig seka um minniháttar líkamsárás. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara en hvorugur feðganna þarf að greiða sekt eða sæta fangelsi vegna málsins.
Ráðist á mann með exi og kúbeini - Þrír handteknir
Þrír voru handteknir eftir líkamsárás í Reykjavík á aðfaranótt laugardags. Árásarmennirnir voru vopnaðir exi og kúbeini og var brotaþoli með áverka eftir að vera laminn í höfuðið. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en er ekki talinn vera lífshættulega slasaður. Einn hinna handteknu hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. nóvember.
Unglingapartý í Kópavogi og líkamsárás í miðborginni
Lögreglunni barst tilkynning um unglingapartý í Kópavogi laust eftir klukkan hálfeitt í nótt. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að húsið hafi verið troðfullt af unglingum og tómum áfengisumbúðum.
Myndskeið
Fimm látin eftir árás bogamanns í Kongsberg í Noregi
Fimm liggja í valnum og tvö eru særð eftir árás bogamanns í norsku bænum Kongsberg nú síðdegis. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka en mikill viðbúnaður er um allan Noreg vegna málsins.
13.10.2021 - 19:10
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Framkvæmdastjóri KSÍ snúinn aftur til starfa
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, er komin aftur til starfa eftir að hafa farið í leyfi í kjölfar ásakana um að sambandið hafi hylmt yfir kynferðis- og ofbeldisbrot liðsmanna karlalandsliðsins.
21.09.2021 - 19:51
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Handtekinn eftir líkamsárás í sóttvarnahúsi
Maður í „mjög annarlegu ástandi“ var handtekinn í sóttvarnarhúsi í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignarspjöll og brot á sóttvarnarlögum. Maðurinn, sem er smitaður af COVID-19, var vistaður í fangaklefa. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
17.09.2021 - 06:52
Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Finnsk ungmenni dæmd fyrir hrottalegt morð
Dómstóll í Helsinki dæmdi þrjá finnska unglinga fædda árið 2004 í fangelsi fyrir að hafa orðið sextán ára dreng að bana með hrottalegum hætti.
05.09.2021 - 02:32
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Viðtal
Landsliðsmaður játaði brot og greiddi miskabætur
Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu furðar sig á að formaður Knattspyrnusambands Íslands fullyrði að engin tilkynning hafi borist sambandinu um kynferðisbrot leikmanna. Konan segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði. Sjálfur hafi landsliðsmaðurinn svo gengist við brotinu og greitt miskabætur. Formaður KSÍ segir ummælin hafa verið mistök.
27.08.2021 - 19:12
Konu hrint niður stiga á veitingahúsi
Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur um klukkan hálf tólf í gærkvöld, þar sem konu var hrint niður stiga. Hún hlaut höfuðhögg og var meðvitundarlítil þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Konan var flutt með sjúkrabíl á bráðadeild. Ekki er vitað meira um líðan konunnar að svo stöddu.
Tvisvar fellt niður en endar með sakfellingu
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sakfellt fyrrverandi vaktstjóra á veitingastað fyrir minniháttar líkamsárás í garð starfsmanns á veitingahúsinu.
Lögreglan leitar vitna eftir líkamsárás á Bíladögum
Lögreglan á Akureyri lýsir á Facebook-síðu sinni eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í kringum miðnætti að kvöldi laugardagsins 19. júní á tjaldsvæði Bílaklúbbs Akureyrar.
24.06.2021 - 15:30
Lögregla skaut mann sem ók niður hóp hjólreiðamanna
Lögregla í Arizona skaut og særði mann sem ók pallbíl sínum á hóp hjólreiðamanna í borginni Show Low í gær. Fjórir slösuðust mjög alvarlega, tveir eitthvað minna en samkvæmt upplýsingum lögreglu gátu nokkrir úr hópnum leitað sjálfir á slysadeild.
Lögregla verst fregna af rannsókn á hnífsstungu
Maður sem stunginn var með hnífi fyrir utan veitingastað aðfaranótt sunnudags liggur enn á sjúkrahúsi. Lögregla verst allra fregna af rannsókn málsins. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að rannsóknin sé á frumstigi. Send verði út fréttatilkynning um málið eftir hádegið. Fram kom í fréttum RÚV síðdegis í gær að sá sem fyrir árásinni varð lægi þungt haldinn á gjörgæsludeild og væri talinn í lífshættu.
14.06.2021 - 10:32
Þrír menn börðu aldraðan mann til óbóta
Þrír menn réðust á aldraðan mann með bareflum í Laugardalshverfinu í Reykjavíkur síðdegis í dag og börðu til óbóta. Þeir stálu af honum ýmsum munum, brutu gleraugu hans og skildu hann eftir liggjandi í blóði sínu. Lögreglu barst tilkynning um árásina rétt fyrir klukkan fimm í dag og í tilkynningu frá lögreglu segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Vitað sé hverjir voru að verki.
Sex með stöðu sakbornings eftir árás í Borgarholtsskóla
Sex hafa stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hnífaárás í Borgarholtsskóla þann 13. janúar. Þetta staðfestir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir að rannsóknin gangi vel en að enn þurfi að yfirfara mikið af gögnum.
Maður í haldi grunaður um skotárás á prest í Lyon
Lögregla í Lyon hefur mann í haldi, grunaðan um að hafa skotið og sært prest grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni. Presturinn er í lífshættu eftir árásina en hann var að loka og læsa dyrum kirkju í sjöunda hverfi Lyon-borgar þegar skotið var tvisvar á hann.
31.10.2020 - 20:21
Fjórar líkamsárásir í nótt og einn fluttur á sjúkrahús
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um fjórar líkamsárásir í nótt og eftir eina þeirra var árásarþoli fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild til frekari skoðunar. Varðstjóri sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að málin væru í rannsókn og sagðist ekki geta gefið nánari upplýsingar um líkamsárásirnar að svo stöddu.
Tveir á sjúkrahúsi eftir líkamsárás í Borgarnesi
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir alvarlega líkamsárás í Borgarnesi á mánudag, brotaþoli á sextugsaldri og árásarmaður. Báðir hlutu alvarlega áverka. Jón Sigurður Ólason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir í samtali við fréttastofu að mennirnir liggi báðir enn inni en getur ekki gefið frekari upplýsingar um líðan þeirra.
Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir árás á kærustu sína
Maður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sakarefnið er brot í nánu sambandi, hótanir og brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi kærustu hans í ágúst árið 2017. Jafnframt ber honum að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur.
Árásir með eggvopni í miðborg Birmingham
Lögregla í Vestur-Miðhéruðum Englands hefur tilkynnt um hnífstunguárásir í miðborg Birmingham, næststærstu borg landsins.
06.09.2020 - 06:16