Færslur: Líkamsárás

Hótaði starfsfólki með hnífi
Tvær tilkynningar um líkamsárás bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og þá hótaði maður starfsfólki vínveitingastaða í borginni með hnífi.
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á dyraverði
Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Arthurs Pawels Wisocki, sem dæmdur var í fimm ára fangelsi fyrir líkamsárás á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Shooters fyrir tveimur árum.
18.06.2020 - 18:07
Kærður fyrir líkamsárás á starfsmann Matvælastofnunar
Maður sem talinn er hafa slegið eftirlitsmann Matvælastofnunar tvisvar með hækju hefur verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi í garð opinbers starfsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu stofnunarinnar.
18.06.2020 - 15:24
Úrskurðaður í farbann eftir árás á gistiheimili
Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir erlendum karlmanni vegna líkamsárásar á gistiheimili um miðjan þennan mánuð. Hann er sagður hafa kýlt annan mann í andlitið þannig að sá kjálkabrotnaði illa og þarf að fara í aðgerð á Landspítalanum.
Gert að borga sjúkranudd og viðgerð á íbúð eftir árás
Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Hann sló mann mörgum sinnum með hafnaboltakylfu í höfuð og búk.