Færslur: Lifskjarasamningur

„Þetta er það sem við töldum vera ásættanlegt“
Kynning stendur nú yfir á kjarasamningi grunnskólakennara, en skrifað var undir hann í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á föstudaginn og stendur í viku. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segist ekki geta lagt mat á hvort samningurinn verði samþykktur eða ekki.
Myndskeið
„Átök á vinnumarkaði það síðasta sem við þurfum“
Átök á vinnumarkaði eru það síðasta sem samfélag í miðjum heimsfaraldri þarf, segir forsætisráðherra. Samtök atvinnulífsins kjósa um mögulega riftun á lífskjarasamningnum eftir helgi.
25.09.2020 - 19:00
Segir að umsamdar hækkanir verði aldrei snertar
Launahækkanir núgildandi kjarasamninga verða aldrei snertar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Hún segir að atvinnurekendur hafi lagt mikla áherslu á að gera kjarasamninga til langs tíma í samningaviðræðum í fyrravor. Þeir hafi alfarið hafnað tillögum um styttri samningstíma og að þeim hafi orðið að ósk sinni um langtímasamning.
24.09.2020 - 07:04
Grunnskólakennarar búast við að semja í haust
Samningar Félags grunnskólakennara hafa nú verið lausir í rúmt ár. Skrifað hefur verið undir framlengingu á viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg og er markmið hennar að skrifað verði undir nýjan kjarasamning 1. október.