Færslur: Lífið á tímum kórónuveirunnar

75 hótelum lokað tímabundið í apríl
75 hótelum var lokað í apríl tímabundið en heildarfjöldi greiddra gistinátta í mánuðinum dróst saman um 96 prósent í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Búist við auknu álagi á BUGL
Biðlistar á Barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, lengdust í faraldrinum. Yfirlæknir á BUGL segist búast við aukinni þörf fyrir þjónustu deildarinnar strax í haust. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af auknum vanda barna sem mæta stopult í skóla, dæmi séu um grunnskólanemendur sem hafi ekki mætt í skóla í tvö ár.
Meiri framkvæmdagleði í samkomubanni
Verulegar breytingar urðu á neyslu landsmanna í samkomubanninu. Í aprílmánuði jukust áfengiskaup hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára, um 52%, þegar litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum. 
Foreldrar geta stytt leyfi barna sinna í sumar
Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt að fækka orlofsdögum leikskólabarna. Breytingin er gerð til að koma til móts við foreldra sem hafa þurft að skerða sumarleyfi sitt í COVID-19 faraldrinum.
Umferð að aukast á ný á höfuðborgarsvæðinu
Rýmkun á samkomubanni og aukin umsvif hafa orðið til þess að umferð tók að aukast á ný á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku, samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Umferð var samt nærri tíu prósentum minni en í sömu viku í fyrra.
Viðtal
Telur ástæðu til að hafa miklar áhyggjur
„Ég held að við þurfum að hafa miklar áhyggjur og hugsa um það hvernig við ætlum að grípa inn í málefni barna og stöðu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, þegar hún er spurð að breyttri stöðu í íslensku samfélagi í heimsfaraldri og efnahagsþrengingum. Hún segir að það sé jafnan til bóta þegar rætt sé við börn og þeirra álit fengið áður en ákvarðanir eru teknar sem varða þau.
Myndskeið
Mögnuð reynsla fyrir hjónin að hafa verið lokuð af
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir það hafa verið magnaða reynslu fyrir þau Dorrit Moussiaeff, eiginkonu hans, að hafa þurft að loka sig af vegna kórónuveirufaraldursins. Hún smitaðist en hefur nú jafnað sig. Veiran geti ekki aðeins umturnað heimsmyndinni og hagkerfum heldur einnig lífi fólks.
Segir þörf á aðgerðum til að forða fólki frá fátækt
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands segir að með því að hækka örorkulífeyri til samræmis við lágmarkslaun megi vinna íslenskt samfélag hraðar út úr þeim þrengingum sem nú blasa við vegna kórónuveirufaraldursins. Tími efnda sé núna.
Afhentu spjaldtölvur að gjöf fyrir krabbameinssjúka
Krabbameinsfélagið hefur fært blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans spjaldtölvur að gjöf sem eiga að nýtast sjúklingum í heimsóknabanni sem er í gildi vegna kórónuveirufaraldursins.
Engar kröfugöngur á baráttudegi verkalýðsins
Útifundir og kröfugöngur sem fylgt hafa baráttudegi verkalýðsins, fyrsta maí, verða ekki haldnar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Í tilkynningu frá verkalýðsfélögum kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn í tæp hundrað ár sem íslenskt launafólk safnast ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar.
Enginn útifundur 1. maí í fyrsta sinn í nærri 100 ár
Engar kröfugöngur eða útifundir verða haldnir í tilefni af fyrsta maí vegna kórónuveirufaraldursins og samkomubannsins sem honum fylgir. Þetta verður í fyrsta sinn frá árinu 1923 sem launafólk getur ekki safnast saman á þessum degi til að leggja áherslu á kröfur sínar. Baráttufundir færast yfir á netið og sjónvarp.
Rannsaka áhrif farsóttar á heimilislíf fólks
Fimmtíu einstaklingar hafa síðasta mánuðinn tekið þátt í rannsókn sem nú er unnið að við Háskólann á Akureyri um fjölskyldulíf á tímum COVID-19. Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri, segir að unnið verði úr gögnunum í sumar.
Kanna líðan þjóðarinnar á tímum COVID-19
Líðan þjóðar á tímum COVID-19 er rannsókn sem vísindamenn Háskóla Íslands ýta af stað í dag í samstarfi við Embætti landlæknis og sóttvarnalæknis. Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir mikilvægt að fá sem flesta til að taka þátt.
Lýsi hf. ekki heimilt að halda fram heilsufullyrðingum
Matvælastofnun hefur gefið Lýsi hf. fyrirmæli um að hætta að nota heilsufullyrðingar við markaðssetningu fæðubótarefnisins „Fríar fitusýrur og þorskalýsi.“ Fyrirtækið hefur í markaðssetningu gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg meðal annars gegn kórónuveiru og til að fyrirbyggja smit.
Myndskeið
Áfram mælst gegn því að knúsa aldraða og kyssa
Takmörkun á heimsóknum á hjúkrunarheimilin hefur verið mörgum þungbær. „Nú birtir til því nú er komin áætlun til að létta á þessu,“ segir Anna Birna Jensdóttir, hjá samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, sem kynnti tilslakanir á heimsóknarbanni 4. maí á upplýsingafundi almannavarna. Tveggja metra reglan verði áfram í gildi, því miður. „Það er ekki mælt með því að fólk knúsist, kyssist og faðmist og haldist í hendur. Það verður örugglega erfiðast.“
Fleiri fara í göngutúr í samkomubanni
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa tekið til sín heilræði landlæknis um mikilvægi þess að hreyfa sig í samkomubanninu ef marka má tölur um fjölda gangandi vegfarenda í mars samanborið við sama mánuð í fyrra.
Yfir 50 þúsund á atvinnuleysisskrá að fullu eða hluta
Rúmlega 50 þúsund manns fá greiddar atvinnuleysistryggingar eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um þessar mundir. Í tilkynningu frá Vinnumálastofnun kemur fram að aldrei hafi fleiri verið í þjónustu hjá stofnuninni og því óhjákvæmilegt að afgreiðslutími hafi lengst. Allt kapp sé lagt á að afgreiða umsóknir og koma þeim í greiðsluferli.
Plokka og sýna heilbrigðisstarfsfólki stuðning
Stóri plokkdagurinn er á laugardag, á degi umhverfisins, og verður að þessu sinni plokkað til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsskapnum Plokk á Íslandi, sem blæs til umhverfisátaksins þriðja árið í röð.
Myndskeið
Hvetja Íslendinga til að fá sér pottaplöntu
Íslendingar ættu að fá sér pottaplöntu og hugsa vel hvert um annað. Þetta er meðal góðra ráða sem Íslendingar sem búa víða um heim gefa löndum sínum.
16.04.2020 - 18:54
Útlit fyrir að ekki verði af Gleðigöngunni í ár
Útlit er fyrir að ekki verði af Gleðigöngu Hinsegin daga í ár vegna fjöldasamkomubanns. Formaður Hinsegin daga segir að vonast sé til að áfram verði náð til jafnmargra og áður, en yfir netið í þetta skiptið.
Reykjanesbær hyggst framkvæma fyrir 3,2 milljarða króna
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í dag breytingar á fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árið 2020. Samanlagt verður framkvæmt fyrir rúma 3,2 milljarða króna á árinu.
Varnarmúrarnir
„Aðgerðaleysið er það versta sem kemur fyrir fólk“
„Víðir talaði um veirufrían klukkutíma en við tökum eiginlega meiripartinn af deginum í að hugsa um annað,“ segir eldri borgari í Vestmannaeyjum. Annar eldri borgari í Eyjum hefur tekið upp á því að kenna félögum sínum í Félagi eldri borgara að hlaða niður púsl-appi. Báðir telja þeir að Kórónuveirufaraldurinn eigi eftir að breyta heiminum.
Viðtal
Varnarmúrarnir: „Við eigum að fá að lifa aðeins lengur“
Iðjuþjálfi aðstoðar Ingibjörgu Guðmundsdóttur, íbúa á Hrafnistu, við að komast í samband við dóttur sína. Ingibjörg er fædd árið 1926, hún er gamall sjúkraliði. Dóttir hennar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, var vön að heimsækja hana oft í viku en nú er allt breytt. Þessa dagana eiga þær í samskiptum á netinu, í gegnum myndspjall. Ingibjörg skilur þá ákvörðun stjórnenda heimilisins að reisa varnarvegg um íbúa. Sigurbjörg dóttir hennar vonar innilega að veggurinn haldi.
Pósturinn ætlar að dreifa matvöru í sveitir landsins
Pósturinn undirbýr nú heimkeyrslu á matvöru og annarri dagvöru til heimila í sveitum landsins. Verkefnið hefst í Skagafirði á næstu dögum og er áfromað að hefja dreifingu á fleiri svæðum.
  •