Færslur: Lífið á tímum kórónuveirunnar

Fleiri tilkynningar um rottugang í heimsfaraldri
Tilkynningar um rottugang hafa margfaldast milli ára í Danmörku nú þegar fleiri verja meiri tíma heimavið vegna heimsfaraldursins og sóttvarnaaðgerða.
Faraldurinn hafði lítil áhrif á jólatilhlökkun
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra, en svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár. Konur hlakka frekar til jóla en karlar og tilhlökkunin eykst með hærri aldri, aukinni menntun og hærri tekjum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í nótt í 72. sinn en nú með harla óvenjulegu sniði. Sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru öll heima hjá sér. Sum voru uppáklædd en önnur á náttfötunum.
Flugferð án áfangastaðar er nýjasta æðið
Sjö klukkustunda flugferð yfir óbyggðir Ástralíu og Kóralrifið mikla utan við austurströndina seldist upp á tíu mínútum.
Viðtal
Segir marga með mótefni í Stokkhólmi og sýna aðgát
Björn Zoëga, forstjóri Karónlínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, telur að kórónuveiran eigi eftir að halda áfram að breiðast út á meðan ónæmi er ekki nógu útbreitt. Smitum hafi fækkað mikið í Svíþjóð á síðustu vikum. Rætt var við Björn í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Danskir veitingamenn lítt hrifnir af samkomutakmörkunum
Hertar samkomutakmarkanir taka gildi í Danmörku á morgun. Nú mega aðeins fimmtíu koma saman í stað hundrað áður.
Kvikmyndahús opnuð að nýju smám saman
Fyrsta stórmyndin sem kemur frá Hollywood í sex mánuði var frumsýnd fyrir nokkrum dögum.
Tónlistarfólk kallar eftir aðgerðum
Tónlistarfólk og samstarfsfólk þeirra kallar eftir aðgerðum nú þegar nánast allt starf liggur niðri. Í bótakerfinu sé ekki gert ráð fyrir vinnufyrirkomulagi eins og tíðkast í tónlistariðnaðinum. Lagt er til að farið verði að ráði Dana sem settu á laggirnar sérstakan bótasjóð fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga.
Viðtal
Lágar atvinnuleysisbætur dæmi láglaunafólk til fátæktar
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að stjórnvöld beri pólitíska og siðferðislega skyldu til að hækka atvinnuleysisbætur. „Ég hlýt að segja og fullyrði það að hreyfingin stendur algerlega saman í þessari kröfu að atvinnuleysisbætur verði samstundis hækkaðar.“
Viðtal
„Við erum að veðja á að þetta sé tímabundið ástand“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin gangi út frá því að ástandið í efnahagsmálum sé tímabundið og svo taki hagvöxtur aftur við sér. Ef svo sé ekki standi stjórnvöld frammi fyrir miklum vanda og þurfi að laga sig að breyttum veruleika. Rætt var við fjármálaráðherra í beinni útsendingu í sjónvarpsfréttum.
Aldrei verið fleiri sem nota hlífðarbúnað vegna COVID
Þeim hefur fjölgað umtalsvert sem nota hlífðarbúnað í ákveðnum aðstæðum vegna kórónuveirufaraldursins og hafa aldrei verið fleiri, samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Alls sögðust 52 prósent aðspurðra nota grímu eða hanska í ákveðnum aðstæðum en 25 prósent voru sömu skoðunar þegar Gallup kannaði viðhorfið síðast.
„Öll vinnan eftir þegar spítalavistinni er lokið“
William Thomas Möller segir í opinni færslu á Facebook frá upplifun sinni af því að veikjast af COVID-19 í byrjun ágúst. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í fimm daga á gjörgæsludeild. Hann tekst nú á við streitu og þunglyndi eftir lífsreynsluna og brýnir fyrir fólki að halda áfram að fara varlega, sérstaklega kringum viðkvæma hópa.
Michelin-stað lokað tímabundið í Færeyjum vegna Covid19
Veitingastaðurinn Koks í Færeyjum verður lokaður næstu tvær vikurnar. Ástæðan er sú að starfsmaður hefur greinst með Covid-19 og næstum allir starfsmenn aðrir þurfa að sæta sóttkví.
Bretar flykkjast heim áður en sóttkví skellur á
Tugþúsundir bresks ferðafólks eru í kapphlaupi við tímann að komast heim áður en nýjar reglur um sóttkví taka gildi klukkan fjögur næstu nótt.
Danskur ráðherra vill að tónleikastaðir verði opnaðir
„Mikill munur er á menningarlífi og næturlífi. Næturklúbbur og tónleikastaður eru ekki það sama.“ Þetta segir Joy Mogensen, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Margir leita aðstoðar Píeta-samtakanna
Símtöl til Píeta-samtakanna voru rúmlega tvöfalt fleiri í júlí í ár en í sama mánuði í fyrra. Um þrjátíu einstaklingar hafa heimsótt samtökin, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum í kjölfarið.
Fermingar enn fyrirhugaðar
Enn stendur til að fermingar fari fram í haust að óbreyttu. Þó gætu auknar samkomutakmarkanir sett strik í reikninginn.
Örsýning í Bolungarvík um verslunarmannahelgi
Aðstandendur Takk - örsýningar í Bolungarvík láta ekki bilbug á sér finna þrátt fyrir ástandið í landinu. Sýningin verður opin í Listastofunni Bakka alla verslunarmannahelgina.
Efnaminni Danir fái andlitsgrímur án endurgjalds
Rauðgræna bandalag vinstri flokkanna í Danmörku hefur gert það að tillögu sinni að láglaunafólk í landinu fái andlitsgrímur án endurgjalds.
Brenna í mannlausum Herjólfsdal
Eldur var borinn að brennu í tómum Herjólfsdal um klukkan 22 í kvöld.
Emmy-hátíðin með óvenjulegu sniði í ár
Emmy-verðlaunahátíðin sem er nokkurs konar Óskarsverðlaunahátíð sjónvarpsiðnaðarins verður haldin á netinu í ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Samstöðuverkföll með Black Lives Matter
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.
Færri fá kettling en vilja
Þau sem leita að kettlingi, eða jafnvel stálpuðum ketti til að taka að sér, hafa fæst erindi sem erfiði þessa dagana. Lítið er auglýst af kettlingum á vefsíðum þar sem áður mátti finna slíkar auglýsingar í tugatali. 
Nemendur Jafnréttisskólans bíða þess að komast heim
Flestir nemendur Alþjóðlega jafnréttisskólans (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands eiga í erfiðleikum með að komast aftur til sinna heimalanda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Myndskeið
Fjöldi fólks skemmti sér í miðbænum í gærkvöld
Fjöldi fólks lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld til að skemmta sér þessa fyrstu helgi eftir að samkomubann var rýmkað. Nú mega barir og skemmtistaðir hafa opið til klukkan 23. Skemmtanahald virðist að mestu hafa farið vel fram.