Færslur: Lífeyrissjóður verslunarmanna

Sjónvarpsfrétt
Stærstu sjóðirnir hunsuðu stjórn Festi í stjórnarkjöri
Tveir af þremur stærstu hluthöfum í Festi hf. greiddu fráfarandi stjórn ekki eitt einasta atkvæði á hluthafafundi fyrir hádegi. Endurkjörinn stjórnarformaður segir nú skipta mestu að skapa frið um félagið.
Sjónvarpsfrétt
Tveir af stærstu hluthöfum vilja nýtt blóð í stjórn
Tveir af stærstu hluthöfum í Festi hf., Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verslunarmanna, ætla að styðja sitthvorn frambjóðandann í stjórnarkjöri í fyrramálið. Þeir eru ekki í hópi núverandi stjórnarmanna. Á hluthafafundi Festi hf. í fyrramálið verður margfeldiskosning að kröfu meðal annars Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Það gæti gert þeim auðveldara að fá sitt fólk kjörið í stjórn en fjórtán eru í framboði. 
Hækka lífeyrisgreiðslur um tíu prósent
Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur hækkað áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild um tíu prósent og þar af leiðandi hækka lífeyrisgreiðslur einnig í hlutfalli við það. Góð ávöxtun eigna undanfarin ár er helsta skýringin.
Fréttaskýring
„Fyrirtækin sem við fjárfestum í þurfa að breytast“
Árið 2030 má reikna með því að um 5% eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði skilgreindar sem loftslagsvænar. Sjóðurinn útilokaði á dögunum fjárfestingar í fyrirtækjum sem framleiða skítugustu gerð jarðefnaeldsneytis og gekk í gær til liðs við alþjóðlegt samstarf lífeyrissjóða sem Danir áttu frumkvæði að og hyggst leggja 150 milljarða króna í græna fjárfestingakosti á næstu átta árum. Hvað þýðir það í raun? Og hvað með hin 95 prósentin?
Setja 138 fyrirtæki á útilokunarlista
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista og þegar selt eignir að virði rúmlega þriggja milljarða króna úr eignasöfnum sjóðsins vegna útilokunarinnar. Forstöðumaður eignastýringar segir sjóðinn eiga mikið verk fyrir höndum við að útiloka að fullu fyrirtækin á listanum.
Tekist á um launahækkanir og kaupauka á aðalfundi
Aðalfundur Arion banka verður haldinn í dag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna.
Hugnast ekki óhóf innan Arion banka
Stjórnarformaður Gildis, sem er stærsti hluthafi í Arion banka, segir tillögur um launahækkanir til stjórnarmanna og útvíkkað kaupaukakerfi bera merki um óhóf innan bankans. Laun stjórnenda séu nú þegar í hæstu hæðum og ekki á þau bætandi.
Breytingar á stærstu í Icelandair Group
Tveir stærstu hluthafar í Icelandair Group fyrir hlutafjárútboð eru það ekki lengur.
Skoða þyrfti sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóðanna
Gera þyrfti úttekt á sjálfstæði stjórnarmanna í lífeyrissjóðunum. Þetta er mat Þóreyjar S. Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða. Almenningur þarf að geta treyst því að stjórnir lífeyrissjóðanna gæti eingöngu hagsmuna sjóðsfélaga.
Myndskeið
Deilur innan LIVE vegna hlutafjárútboðs Icelandair
Ágreiningur er innan stjórnar lífeyrissjóðs verzlunarmanna út af þeirri ákvörðun að taka ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Formaður VR lýsti í dag yfir vantrausti á varaformann stjórnar sjóðsins. Fjármálaeftirlit Seðlabankans ætlar að skoða aðkomu lífeyrissjóðanna að útboðinu.
Skoðar lífeyrissjóði vegna útboðs Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabankans skoðar ákvarðanir um aðkomu lífeyrissjóðanna að hlutafjárútboði Icelandair. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri greindi frá þessu frá á kynningarfundi um fjármálastöðugleika í dag. Hann sagðist telja ástæðu til að endurskoða uppbyggingu lífeyrissjóðakerfisins. Ásgeir nefndi engin nöfn en af samhenginu var ljóst að VR og Lífeyrissjóður verslunarmanna voru honum ofarlega í huga. Formaður VR beindi spjótum sínum í dag að varaformanni Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Auðmjúk og stolt með eftirspurnina, segir Bogi Nils
Hluthöfum í Icelandair Group fjölgar um sjö þúsund eftir hlutafjárútboðið sem lauk í gær. Listi yfir 20 stærstu hluthafa verður birtur þegar hlutabréfin verða skráð. Stærsti hluthafinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna, tók ekki þátt. Sjö milljarða skráningu Michelle Ballarin var hafnað því ekki voru tryggingar fyrir greiðslu. 
Seðlabankastjóri vill tryggja sjálfstæði stjórnarmanna
Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun.
SA kallar eftir viðbrögðum SÍ við yfirlýsingu VR
Samtök atvinnulífsins kalla eftir viðbrögðum fjármálaeftirlits Seðlabankans við afskiptum stjórnar VR af Lífeyrissjóði Verzlunarmanna í kjölfar fregna af uppsögnum flugfreyja hjá Icelandair. Þau eru með verulegar aðfinnslur við vinnubrögð stjórnar sjóðsins.
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Segir formann VR tefla störfum félaga sinna í hættu
Félagi í VR og starfsmaður Icelandair segir að Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR vinni beinlínis gegn hagsmunum Icelandair og tefli störfum félagsmanna sinna í hættu. Ragnar Þór segir nýjan kjarasamning Icelandair og Flugfreyjufélagsins ekki breyta þeirri skoðun sinni að stjórnendur Icelandair hafi sýnt starfsfólki óboðlega framkomu.
19.07.2020 - 18:00

Mest lesið