Færslur: Líbería

Yair Lapid sakar Írani um mannskæða árás á olíuskip
Ísraelsstjórn sakar Írani um að hafa ráðist á olíuskip á Arabíuflóa í fyrradag þar sem tveir skipverjar létust. Bretar og Bandaríkjamenn lýsa yfir áhyggjum af þróun mála á svæðinu en sífellt hitnar í kolunum milli Írans og Ísraels.
Enn logar eldur í New Diamond
Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn í oliuskipinu New Diamond sem er um 34 sjómílur undan Sangamankanda-odda á austurströnd Sri Lanka. Eldur kviknaði eftir sprengingu í vélarrúmi á fimmtudag og fórst þá einn skipverja. 
08.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Sri Lanka · Indland · Líbería
Tugir barna fórust í eldsvoða
Minnst 27 fórust, flest á barnsaldri, þegar eldur braust út í heimavistarskóla í úthverfi Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað í morgunsárið, þegar flest barnanna voru enn í fastasvefni í svefnskála nærri skólamoskunni, en í skólanum eru börn frá tíu ára aldri uppfrædd um kenningar kóransins.
19.09.2019 - 02:44
George Weah næsti forseti Líberíu
Öruggt verður að teljast að George Weah, fyrrverandi knattspyrnukappi, fari með sigur af hólmi í forsetakosningum í heimalandi hans Líberíu. Þegar rúmlega 98 prósent atkvæða höfðu verið talin var Weah með 61,5 prósent atkvæðanna og Joseph Boakai varaforseti með 38,5. Síðari hluti kosninganna fór fram á þriðjudag.
28.12.2017 - 19:34
Líbería: Weah og Bokai í síðari umferð
Þegar hátt í 96 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Líberíu hafa verið talin liggur ljóst fyrir að landsmenn kjósa í síðari umferðinni um George Weah, öldungadeilarþingmann og fyrrverandi knattspyrnukappa, og Joseph Bokai varaforseta. Kjörstjórn landsins greindi frá þessu í dag. Weah hafði fengið 39 prósent atkvæðanna og Bokai 29,1 prósent.
15.10.2017 - 21:22
Úr knattspyrnugoðsögn í tilvonandi forseta
George Weah, fyrrverandi knattspyrnustjarna og núverandi öldungadeildarþingmaður í Líberíu, er með gott forskot á keppinaut sinn í forsetakosningunum þar í landi. Samkvæmt útreikningum Bloomberg fréttastofunnar hefur hann hlotið rúmlega 39 prósent atkvæða, en helsti keppinautur hans, varaforsetinn Joseph Boakai, hefur hlotið tæp 31 prósent. Kosið verður á milli þeirra tveggja í nóvember, en yfir helming atkvæða þarf til þess að verða kjörinn forseti í Líberíu.
13.10.2017 - 04:50
Forseta- og þingkosningar í Líberíu í dag
Þingkosningar og fyrri umferð forsetakosninga fara fram í Líberíu í dag. Núverandi forseti og friðarverðlaunahafi Nóbels, Ellen Johnson Sirleaf, er ekki í framboði þar sem stjórnarskráin kveður á um að forseti megi ekki sitja lengur en tvö, sex ára kjörtímabil. 20 frambjóðendur bítast um að verða eftirmenn hennar. Ekki er útlit fyrir að neinum þeirra lánist að tryggja sér hreinan meirihluta í fyrri umferðinni. Því verður að líkindum kosið milli tveggja efstu manna í annarri umferð 7. nóvember.
10.10.2017 - 05:38
Skip stöðvuð við ólöglegar veiðar við Líberíu
Strandgæsla Líberíu stöðvaði nýverið þrjú skip sem staðin voru að ólöglegum veiðum í líberískri landhelgi. Strandgæslan naut aðstoðar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd við þessar aðgerðir, segir í tilkynningu frá líberíska varnarmálaráðuneytinu. Ólöglegar veiðar eru mikið vandamál við Vesturströnd Afríku og hafa lengi verið. Eitt skipanna sem stöðvað var nú er kínverskt, annað frá Ghana, en þjóðerni þriðja skipsins hefur ekki verið staðfest.
28.02.2017 - 01:49