Færslur: Lettland

Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Þúsundir Letta mótmæltu COVID-19 aðgerðum stjórnvalda
Yfir 5.000 manns söfnuðust saman í höfuðborg Lettlands í gær til að mótmæla takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og áætlunum þeirra um skyldubólusetningu starfsfólks á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Í frétt AFP segir að mótmælin í Ríga hafi verið þau fjölmennustu sem haldin hafa verið í Lettlandi síðan 2009.
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Ætluðu í meðferð en enduðu í vinnuþrælkun
Lögreglan í Lettlandi tilkynnti í dag að yfir hundrað manns hefði verið bjargað úr vinnuþrælkun þar í landi. Fólkið hafði skráð sig í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn en í stað þess að fá meðhöndlun við fíkninni var það flutt út á land þar sem það var neytt til að vinna baki brotnu við landbúnað og skógrækt.
15.07.2021 - 23:46
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús á tveimur hæðum á Akranesi í liðinni viku. Húsið stendur við Asparskóga og er samansett úr innfluttum, forsmíðuðum einingum.
29.06.2021 - 14:58
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Átta fórust í eldsvoða í Lettlandi
Átta létust og níu slösuðust í eldsvoða á ólöglegu gistiheimili í Ríga, höfuðborg Lettlands, í nótt. Talið er að flest fórnarlömbin hafi verið erlendir ferðamenn.
28.04.2021 - 16:04
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Umfangsmikil olíumengun í Eystrasalti
Leki kom að olíubirgðastöð í Butinge í Litáen í gær með þeim afleiðingum að mikið magn olíu lak í Eystrasalt. Olíurákin berst nú norður og að ströndum Lettlands.
29.12.2020 - 13:26
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Landamærum Hvíta Rússlands lokað
Stjórnvöld í Hvíta Rússlandi fyrirskipuðu í gær lokun allra landamæra landsins, nema landamærin að Rússlandi. Í tilkynningu frá landamærayfirvöldum segir að þetta sé gert vegna útbreiðslu COVID-19 í nágrannalöndunum Úkraínu, Póllandi, Lettlandi og Litháen. Ekkert þessara landa kemst þó í hálfkvisti við Rússland þegar horft er til útbreiðslu kórónaveirunnar.
30.10.2020 - 06:25
Boðar refisiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Eystrasaltsríkin, Eistland, Lettland og Litáen, ætla síðar í dag að tilkynna formlega refsiaðgerðir gegn um það bil þrjátíu hvítrússneskum embættismönnum þar á meðal Alexander Lúkasjenko, forseta Hvíta-Rússlands. Verður þeim meinað að koma til landanna þriggja. 
31.08.2020 - 09:09
Ekki tímabært að hafa áhyggjur af áhættulistunum
Töluverður fjöldi fólks frá Eystrasaltsríkjunum býr og starfar á Íslandi, en Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á áhættulista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. 
09.08.2020 - 12:36
Ísland á rauðum lista allra Eystrasaltsríkjanna
Litháen bætist á mánudag í hóp þeirra ríkja sem hafa sett Ísland á svo nefndar rauðan lista vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Yfirvöld í Litháen hafa tilkynnt að bann verði lagt við komum frá Íslandi, Hollandi og Tyrklandi, en að þeir sem koma frá Póllandi og Kýpur þurfi að fara í tveggja vikna sóttkví.
09.08.2020 - 10:14
Ísland á rauðan lista hjá Eistlandi og Lettlandi
Ísland er nú komið á rauðan lista stjórnvalda í Eistlandi og Lettlandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið. Er þeim ferðalöngum sem koma frá Íslandi nú skylt að fara í tveggja vikna sóttkví. Litháen er þar með eitt Eystrasaltsríkja sem fer ekki fram á sóttkví eftir Íslandsdvöl.
07.08.2020 - 14:27
Eystrasaltsríkin opna landamærin sín á milli
Á miðnætti í nótt opnuðu Eystrasaltsríkin, - Eistland, Lettland og Litáen, landamærin sín á milli. Ríkisborgarar og aðrir sem þar búa geta nú ferðast milli landanna að uppfylltum vissum skilyrðum.
15.05.2020 - 10:00
Starfsemi í Eystrasaltsríkjum verður hætt
Sænski Handelsbanken ætlar að hætta starfsemi í Eystrasaltsríkjunum og loka útibúum sínum þar. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir Richard Johnson einum stjórnarmanna bankans.
16.05.2019 - 08:56
Kosningar í Lettlandi í dag
Kjörstaðir voru opnaðir í Lettlandi klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma. Skoðanakannanir sýna að ríkisstjórn mið- og hægriflokka, sem verið hefur við völd undanfarin ár, á mjög undir högg að sækja þrátt fyrir nokkuð góðan gang í efnahagsmálum síðustu misseri. Harmoni-flokkurinn, sem þykir hvort tveggja popúlískur og hallur undir stjórnarherrana í Moskvu, nýtur hins vegar meira fylgis en nokkru sinni.
06.10.2018 - 06:37