Færslur: Lettland

Fjórir evrópskir forsetar halda til Kænugarðs
Andrzej Duda, forseti Póllands, er á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu, þar sem hann hyggst funda með Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta. Forsetar Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litáens, þeir Alar Karis, Egils Levits og Gitanas Nausėda, eru einnig á leið til Kænugarðs í sömu erindagjörðum.
13.04.2022 - 06:12
Alla leið
Hrifnastur af salati og kynfærum kvenna
Þó að Sigurður Þorri segist ekki vera þekktur fyrir að girnast salat og kynfæri kvenna þá gefur hann lettneska laginu, sem er einmitt lofsöngur um þetta tvennt, fjögur stig. Alla leið fer af stað í kvöld og þá fáum við að sjá hvaða lög keppinautar Systra í fyrri undanúrslitum bjóða upp á.
09.04.2022 - 14:38
Þýskalandkanslari heimsækir Rússlandsforseta í febrúar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti tekur á móti Olaf Scholz kanslara Þýskalands 15. febrúar næstkomandi. Tilgangur fundarins er meðal annars að ræða spennuna sem ríkir við landamæri Rússlands og Úkraínu.
Eystrasaltsríkin og Tékkland senda vopn til Úkraínu
Eystrasaltslöndin þrjú hyggjast senda sprengjur og eldflaugar til Úkraínu og Tékkar áforma að gera það líka. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Í frétt Reuters kemur fram að bandaríska innanríkisráðuneytið hafi gefið grænt ljós á að yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sendi bandarískar eldflaugar, sprengikúlur og fleiri vopn til Úkraínu, til að styrkja varnir landsins.
22.01.2022 - 04:22
Írakar fljúga sínu fólki heim frá Hvíta Rússlandi
Írakar hafa sótt þúsundir írakskra flóttamanna til Hvíta Rússlands og flogið þeim aftur heim til Íraks. Rússneska fréttastofan Tass greinir frá þessu og vísar í upplýsingar frá írakska utanríkisráðuneytinu. Ráðuneytið upplýsir að íröksk yfirvöld hafi notað níu farþegaþotur til að sækja rúmlega 3.500 Íraka, sem safnast höfðu saman við landamæri Hvíta Rússlands að Póllandi, Lettlandi og Litáen.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Litáen
Fjölga hermönnum við landamæri Hvíta Rússlands
Stjórnvöld í Litáen hyggjast auka enn viðbúnað við landamærin að Hvíta Rússlandi. Ætlunin er að fjölga hermönnum sem þar ganga vaktir með landamæralögreglunni um 1.000 á næstu dögum. Litáen á landamæri að bæði Hvíta Rússlandi og Póllandi, auk Lettlands og rússnesku hólmlendunni Kaliningrad.
24.11.2021 - 03:32
Flóttamenn fluttir úr bráðabirgðabúðum í flugskýli
Landamærasveitir Hvíta Rússlands fluttu um tvöþúsund flóttamenn úr bráðabirgðabúðum við landamæri Póllands í flugskýli skammt frá landamærunum.
Óbólusettir þingmenn fá ekki að greiða atkvæði
Lettneska þingið samþykkti í dag að meina þeim þingmönnum sem hafna bólusetningu við Covid-19 að taka þátt í atkvæðagreiðslum og umræðum á þingi.
12.11.2021 - 15:00
Sjónvarpsfrétt
Skæð COVID bylgja í Austur-Evrópu
Yfirstandandi bylgja COVID-19 faraldursins stefnir í að vera sú skæðasta víða í Austur-Evrópu. Ráðstafanir eru ýmiss konar, frá því að fresta læknismeðferðum sem mega bíða yfir í að skipa fólki yfir sextugu að halda sig heima í fjóra mánuði.
25.10.2021 - 19:17
Pappírsskortur kom á óvart en olli ekki vanda
Bókaútgefandi segir pappírsskort hafa komið á óvart en hann hafi þó ekki valdið vanda. Hins vegar hafi óvænt útbreiðsla COVID-19 þar sem bækur eru prentaðar neytt fyrirtækið til að flytja hluta prentunarinnar annað.
Útgöngubann í Lettlandi til 15. nóvember
Kórónuveirufaraldurinn geisar af fullum þunga í Eystrasaltslöndunum. 21. október tók útgöngubann gildi en því er ætlað að standa til 15. nóvember. Þetta er gert til að minnka álagið á heilbrigðiskerfið en smitum hefur fjölgað undanfarnar vikur og mánuði mjög hratt.
24.10.2021 - 13:36
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Pólverjar reisa landamæragirðingu og fjölga vörðum
Pólverjar hyggjast auka varnir og herða gæslu til muna á landamærunum að Hvíta Rússlandi til að stöðva sívaxandi flæði flótta- og förufólks sem þaðan kemur til Póllands. Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, segir 2,5 metra háa víggirðingu verða reista meðfram endilöngum landamærunum, auk þess sem landamæravörðum verði fjölgað verulega.
24.08.2021 - 03:19
Þúsundir Letta mótmæltu COVID-19 aðgerðum stjórnvalda
Yfir 5.000 manns söfnuðust saman í höfuðborg Lettlands í gær til að mótmæla takmörkunum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og áætlunum þeirra um skyldubólusetningu starfsfólks á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Í frétt AFP segir að mótmælin í Ríga hafi verið þau fjölmennustu sem haldin hafa verið í Lettlandi síðan 2009.
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Ætluðu í meðferð en enduðu í vinnuþrælkun
Lögreglan í Lettlandi tilkynnti í dag að yfir hundrað manns hefði verið bjargað úr vinnuþrælkun þar í landi. Fólkið hafði skráð sig í meðferð við áfengis- og eiturlyfjafíkn en í stað þess að fá meðhöndlun við fíkninni var það flutt út á land þar sem það var neytt til að vinna baki brotnu við landbúnað og skógrækt.
15.07.2021 - 23:46
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús
Einn dag tók að reisa tólf íbúða hús á tveimur hæðum á Akranesi í liðinni viku. Húsið stendur við Asparskóga og er samansett úr innfluttum, forsmíðuðum einingum.
29.06.2021 - 14:58
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Sjö diplómatar fjögurra Evrópulanda reknir frá Moskvu
Rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær sjö diplómötum frá fjórum ríkjum Evrópusambandsins að þeir yrðu að yfirgefa Rússland innan viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu. Þrír þeirra sem vísað er úr landi starfa við sendiráð Slóvakíu en hinir fjórir eru frá Eistlandi, Lettlandi og Litáen.
29.04.2021 - 01:55
Átta fórust í eldsvoða í Lettlandi
Átta létust og níu slösuðust í eldsvoða á ólöglegu gistiheimili í Ríga, höfuðborg Lettlands, í nótt. Talið er að flest fórnarlömbin hafi verið erlendir ferðamenn.
28.04.2021 - 16:04
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33