Færslur: Lesótó

Forsætisráðherra Lesótó tilkynnir afsögn
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að láta af embætti. Með því móti vonast hann til að eyða pólitískri óvissu sem hefur litað þjóðlífið mánuðum saman, frá því að hann var ásakaður um að hafa átt þátt í að eiginkona hans var myrt. Hún var skotin til bana árið 2017. Þau hjónin stóðu þá í harðvítugum skilnaði.
18.05.2020 - 16:08
Kórónuveiran er komin til allra Afríkuríkja
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er komin til allra ríkja í Afríku, síðast til Lesótó. Veiran fannst þegar skimað var eftir henni í hópi fólks sem kom frá Suður-Afríku og Sádi-Arabíu.
13.05.2020 - 16:04
Forsætisráðherrann farinn úr landi
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó, mætti ekki í réttarsal í morgun þegar átti að birta honum ákæru fyrir að myrða fyrri eiginkonu sína.
21.02.2020 - 09:58
Forsætisráðherra grunaður um morð
Thomas Thabane, forsætisráðherra Lesótó, ætlar að láta af embætti 31. júlí, að því er hann tilkynnti í dag í ávarpi í ríkisútvarpi landsins. Þrýst hefur verið á hann að hætta, þar sem hann á ákæru yfir höfði sér fyrir að hafa átt þátt í því að eiginkona hans var myrt fyrir nokkrum árum.
20.02.2020 - 16:02
Kynferðisbrot á saumastofum Levi's og Wrangler
Konur sem vinna á saumastofum í Lesótó í Afríku, þar sem framleidd eru föt þekktra framleiðenda, eru beittar grófu kynferðisofbeldi af hálfu yfirmanna sinna og samverkamanna. Þetta kemur fram í rannsókn alþjóðasamtaka um réttindi verkafólks, WRC. 
16.08.2019 - 06:34