Færslur: leikstjórn

CODA, Campion, Chastain og Smith fengu styttur
Kvikmyndin CODA, sem segir frá því hvernig 17 ára stúlka eltir drauma sína, var valin sú besta á 94. Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Jane Campion, Will Smith og Jessica Chastain fara einnig heim með styttur úr stærstu flokkum hátíðarinnar.
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Leikstjórinn Kim Ki-duk látinn af völdum COVID-19
Suður-kóreski leikstjórinn Kim Ki-duk lést af völdum COVID-19 í Lettlandi í dag. Kim sem var 59 ára hlaut heimsathygli fyrir kvikmynd sína Pietà sem hreppti Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2012.
Frumsýnir Húsmæðraskólann í Toronto
Stefanía Thors hafði ákveðnar hugmyndir um Húsmæðraskólann þegar hún ákvað að gera þar heimildamynd. Hugmyndirnar breyttust um leið og hún steig inn í skólann og á Covid-tímum dreymir hana um að kunna að gera sviðasultu og verða húsmóðir.