Færslur: Leikskólakennarar

Sjónvarpsfrétt
Flestir leikskólakennaranemar starfa þegar á leikskólum
Leikskólakennaranemar starfa langflestir nú þegar á leikskólum og því ekki útlit fyrir að starfsfólki fjölgi við útskrift þeirra. Ráðherra háskólamála vonast til að geta fjölgað nemendunum með nýrri námsleið.
19.08.2022 - 19:29
Forvarnir gegn ofbeldi í garð barna skipta öllu máli
Það getur skipt sköpum fyrir framtíð barns að bregðast rétt við ummerkjum um ofbeldi, segir leikskólakennari sem sérhæfir sig í forvörnum gegn ofbeldi og vanrækslu í garð barna. Ráðgjafastofan Samtalið - Fræðsla ekki hræðsla heldur námskeið fyrir leikskóla- og grunnskólakennara.
Aðgerðir vegna manneklu í leikskólum Skagafjarðar
Fræðslunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lagt fram aðgerðapakka fyrir starfsfólk leikskóla vegna manneklu. Nýlega var byggt við leikskóla á Sauðárkróki en ekki er unnt að nýta húsnæðið þar sem starfsfólk vantar.
05.07.2022 - 09:10
Leikskólakennurum fjölgar og fleiri sækja í námið
Brautskráðum leikskólakennurum og nemum í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands fjölgar jafnt og þétt. Forseti Menntavísindasviðs segir þó enn nokkuð í land að manna allar stöður sem samkvæmt lögum þyrfti að manna menntuðum leikskólakennurum.
27.06.2022 - 17:38
Landinn
Styðja við sjálfsprottinn leik barna
„Við fengum vor í eina viku og svo kom aftur vetur,“ segir Sveinlaug Sigurðardóttir leikskólakennari í Krikaskóla í Mosfellsbæ sem hefur sérhæft sig í útikennslu. Þegar Landinn hitti á hana var hún með hóp 4-5 ára barna í ævintýraferð á Meltúnsreitnum sem nýtist vel í slíka kennslu.
12.04.2022 - 07:30
Morgunútvarpið
Haraldur segir leikskólakerfið hafa vaxið of hratt
Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir leikskólakerfið hafi vaxið of hratt. Það sé ríkur þáttur í að ekki hafi tekist að fjölga kennurunum hlutfallslega þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi.
Segja áhættu að hafa leikskóla opna milli jóla og nýárs
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla  segja útilokað að hægt sé að gæta að sóttvörnum á milli barna og kennara. Það séu vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki látið loka leikskólum milli jóla og nýárs, verið sé að taka áhættu í sóttvörnum.
Morgunvaktin
Voru komin í framlínu faraldursins
Formaður Félags stjórnenda leikskóla segir að legið hafi fyrir að hætta væri á að kórónuveirusmit myndu breiðast út á leikskólum þar sem ekki hefði verið gætt sömu takmarkana þar og í grunnskólum. Hann segir að margt starfsfólk leikskóla upplifi sig berskjaldað gegn smitum.
28.04.2021 - 10:21
Sumaropnun leikskóla fyrir börn, foreldra og starfsfólk
Meginmarkmið með heilsársopnun leikskóla í Hafnarfirði er að koma til móts við óskir og þarfir foreldra og barna um að geta verið saman í sumarfríi. Þetta segir í bókun meirihluta fræðsluráðs Hafnarfjarðar frá því í gær.
25.03.2021 - 17:07
Harma að starfsemi leikskóla hafi ekki verið takmörkuð
Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun að leikskólum hafi ekki verið lokað, allavega að mestu, líkt og öðrum skólum fram að páskum. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, spyr hvort verið sé að taka óþarfa áhættu með því að hafa leikskólana opna.
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
Aldrei fleiri karlmenn starfandi í leikskólum landsins
Aldrei hafa fleiri karlmenn starfað við leikskóla á Íslandi en nú. Leikskólastjóri og deildarstjóri á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofa ræddi við fagna fjölgun karla og segja þá færa nýjan og ferskan anda inn í starfið.
30.09.2020 - 13:00
Þrjú félög Kennarasambandsins samþykkja kjarasamninga
Þrjú af aðildarfélögum Kennarasambands Íslands hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands.
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga hófust í dag
Atkvæðagreiðslur um kjarasamninga þriggja aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hófust klukkan ellefu í morgun. Félögin sem um ræðir eru Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á föstudag.
Þrjú félög KÍ undirrita kjarasamning
Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélag Íslands skrifuðu undir nýja kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.
Lítill launamunur gæti valdið ósætti
Fallist borgin á launakröfur Eflingar minnkar launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra starfsmanna á leikskólum talsvert. Sérfræðingur í vinnumarkaðsfræði segir að það geti auðveldlega valdið urgi, en markaðurinn sé kominn í erfiða stöðu.
08.02.2020 - 19:43