Færslur: Leikhús

„Við viljum metrann burt“
Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.
Unglingum boðið í leikhús
Leikverkið Vloggið er nýtt íslenskt leikverk eftir Matthías Tryggva Haraldsson sem var frumsýnt í Hofi í dag en sýningin mun þó stoppa þar stutt við.
31.08.2021 - 15:49
Fjöldatakmörkunum vonandi aflétt
Formaður samtaka atvinnurekenda í sviðslistum bindur vonir við að takmörkunum verði aflétt fljótlega og að unnt verði að taka á móti fleirum í leikhús og á sviðsviðburði. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til miðnættis á föstudag. Leikhúsin hafa hinkrað með að kynna vetrardagskrána.
24.08.2021 - 21:38
Fjarlægðartakmörk gera leikhúsum erfitt fyrir
Brösuglega gengur að skipuleggja komandi leikár, að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra. Hún segir nauðsynlegt fyrir leikhúsin að losna við fjarlægðartakmörk milli áhorfenda. Hægt sé að notast við annars konar sóttvarnaaðgerðir til að tryggja öryggi leikhúsgesta.
Frægð, vinátta og eilíft líf
Versló setur upp söngleikinn Fame/Feim. Þarna er allt á sínum stað; legghlífar, krumpugallar, herðapúðar, túberingar, vöfflur og „ælæner“, nýr söguþráður og smá David Bowie.
14.03.2021 - 14:30
Myndskeið
Tóku kipp af gleði þegar sýningarstjóri hleypti í sal
Fjöldatakmarkanir fyrir sviðslistir, bíósýningar og aðra menningarviðburði, svo sem tónleika, verða rýmkaðar á morgun. Þá mega vera allt að 50 manns á sviði og sitjandi gestir í sal mega vera 100 fullorðnir og 100 börn. Rýmri reglur hafa meðal annars áhrif á leikhúsin.
12.01.2021 - 20:17
Brynhildur Guðjóns ráðin borgarleikhússtjóri
Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, hefur verið ráðin borgarleikhússtjóri. Hún tekur við starfinu af Kristínu Eysteinsdóttur. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsfólki í dag.
Súrrealismi liggur á hjarta ungs fólks
Gíraffa, Malakoffi og Silfri Egils bregður fyrir í fimm örverkum sem frumsýnd voru á listahátíðinni Ungleik á þriðjudag. Verkin eru skrifuð af ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og aðstandendur segja þau vera eins ólík og þau eru mörg.
06.11.2019 - 16:34
Viðtal
Sorglegt en fallegt að vera manneskja
„Sjálfsmorð þekkjum við öll hvort sem það er persónulega eða í kringum okkur. En verkið fjallar líka um björgun, upprisu og von,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir höfundur leikritsins Ör sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gær.
20.09.2019 - 13:36
Myndskeið
Rafvirki setur saman leikár Þjóðleikhússins
Í viðtali á Grímunni í gær uppljóstraði Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri því að það er ekki samstarfsverkefni margra að setja saman fjölbreytt leikár eins og margir halda heldur eins manns verk. „Það er hann Sæmundur Gíslason rafvirki sem hefur sett saman leikárið síðustu tólf ár. Hann er alveg ótrúlega snöggur að því.“
13.06.2019 - 10:57
Myndskeið
Þórhildur hlýtur heiðursverðlaun
Þórhildur Þorleifsdóttir hlaut heiðursverðlaun Grímunnar á verðlaunaafhendingunni sem fram fór í kvöld. Hún var heiðruð fyrir áratuga framlag sitt til sviðslista á Íslandi. „Áfram stelpur,“ sagði Þórhildur í þakkarræðu sinni.
12.06.2019 - 21:20
Myndskeið
„Listin er andsvarið við neysluhyggju“
Vala Kristín Eiríksdóttir hrósaði karakternum sem hún leikur í sýningunni Matthildi, henni Normu Ormars, fyrir að þora að taka pláss þegar hún tók við Grímunni í kvöld.
12.06.2019 - 20:48
Gríman afhent í kvöld
Grímuverðlaunin verða afhent í kvöld í sautjánda sinn og í þetta skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu.
12.06.2019 - 13:15
Getur stafræn ást verið raunveruleg?
Útvarpsleikhúsið frumflytur um páskana útvarpsleikritið SOL eftir Hilmi Jensson og Tryggva Gunnarsson, en leikritið var upphaflega sett upp í Tjarnarbíói árið 2017 og hlaut mikið lof. 
17.04.2019 - 09:49
Pistill
Sænska þjóðin í uppnámi eftir heimildarmynd
Ég hafði aldrei heyrt um Josefin Nilsson þegar ég ákvað að horfa á heimildarmynd um hana sem sænska ríkissjónvarpið hefur nú í sýningu. Það eina sem ég vissi var að myndin setti af stað einhvers konar atburðarás sem leiddi til þess að leikhússtjóra leikhússins Dramaten í Stokkhólmi var sagt upp.
11.04.2019 - 16:16
Þrjátíu persónur, einn leikari
Leiksýningin Istan verður frumsýnd í Tjarnarbíó 8.mars næstkomandi. Sýningin segir frá breska smábænum Istan þar sem dularfullt morð skekur bæjarbúa.
01.03.2019 - 11:09
Fallegt boð sem býður upp á samviskubit
Listahátíðin Ég býð mig fram verður frumsýnd í Tjarnarbíói 21.febrúar en þar koma fjórtán listamenn úr öllum áttum saman að því að skapa eina stóra upplifun.
19.02.2019 - 11:21
Kómískur mannætuleikur
Stúdentaleikhúsið hefur sýningar á verkinu Igíl Redug eftir Natan Jónsson nú á miðvikudag. Leikarar úr sýningunni lýsa henni sem kómískum mannætuleik.
21.01.2019 - 15:36
Viðtal
Tengslin milli kvíða og kapítalisma
Kapítalismi og nýfrjálshyggja sem uppspretta kvíða í samfélaginu var kveikjan að sýningunni Tími til að segja bless.
03.01.2019 - 13:33
Fangelsi Verzlunarskólans
Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur um þessar mundir upp sýninguna Shawshank fangelsið. Ágúst Örn Wigum, Mímir Bjarki Pálmason og Kjalar Martinson Kollmar, leikarar í sýningunni kíktu í spjall til okkar.
23.11.2018 - 16:35
Goðsögur okkar kynslóðar
Leikhópurinn Stertabenda er búinn að stúdera Friends þættina í næstum eitt og hálft ár í rannsóknarvinnu fyrir leikritið Insomnia.
12.11.2018 - 16:58
Ástin sem fíkn
Hvenær á fólk að hætta saman og hvenær á fólk ekki að hætta saman er spurning sem leikritið Tvískinnungur reynir að varpa ljósi á.
07.11.2018 - 12:07
Sleikdansar og kynlífssögur
Það muna sennilega flestir eftir fyrsta sleiknum sínum eða fyrsta skiptinu sem að þeir fóru á stefnumót. Það og fleiri fyrstu skipti eru viðfangsefni sýningarinnar Fyrsta skiptið sem að frumsýnd verður í Gaflaraleikhúsinu nú í október.
03.10.2018 - 14:24
Ikea er staður tímamóta
Leiksýningin Griðastaður verður frumsýnd í Tjarnarbíói 6. október næstkomandi en sýningin var upphaflega útskriftarverkefni Matthíasar Tryggva Haraldssonar af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands í vor.
27.09.2018 - 15:56
Leikur á öllum sviðum Borgarleikhússins
Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor. Í lok September stígur hún á nýja svið Borgarleikhússins í leiksýningunni Dúkkuheimili, annar hluti en það er fyrsta leiksýning hennar í atvinnuleikhúsi eftir útskrift. Núllið hitti Ebbu Katrínu í Borgarleikhúsinu og reddi við hana komandi leikhúsvetur.
31.08.2018 - 16:01