Færslur: Leikhópurinn Lotta

„Hálfsúrrealískt að ætla að hunsa þetta“
Leikkonunni Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur bárust grófar lífláts- og nauðgunarhótanir eftir að skjáskot af ummælum sem hún lét falla um Raufarhöfn og Kópasker fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Þórdís hefur ákveðið að kæra þá sem stóðu að baki grófustu hótununum til lögreglu. Leikhópurinn Lotta, hverfisráð Raufarhafnar og hverfisráð Öxarfjarðar sendu síðdegis frá sér yfirlýsingu um málið til að reyna að lægja öldurnar.
22.07.2020 - 16:43
Fjórtándi ævintýrakokteill Lottu
Leikhópurinn Lotta frumsýnir leikritið um Rauðhettu í Tjarnarbíó á sunnudag. Þetta er 14. leiksýning þessa farsæla farandleikhóps á þrettán árum en félaga þess dreymir að koma þaki yfir höfuðið á næstu árum.
04.01.2019 - 08:59
Gagnrýni
Nauðsynlegt að leika stórt undir berum himni
María Kristjánsdóttir, leikhúsgagnrýnandi Viðsjár, fór með ungum fylgdarsveini að sjá Ljóta andarungann í Elliðaárdalnum í uppfærslu Leikhópsins Lottu.