Færslur: Laxveiði

Myndskeið
Ekki nægt eftirlit með veiðibúnaði
Það skortir á eftirlit með búnaði laxveiðimanna sem koma hingað til lands, segir framkvæmdastjóri veiðifélags. Ekki sé nóg gert til að koma í veg fyrir að hingað til lands berist sjúkdómar sem hrjá villta laxastofna erlendis.
17.06.2019 - 19:49
Myndskeið
Best að skríða á maganum
Laxá í Kjós er óvenju vatnslítil enda hefur varla fallið í hana rigningardropi í rúmar þrjár vikur. Veiðimenn eru hvattir til að skríða á maganum að bökkum árinnar til þess að fæla ekki þá laxa sem þó ganga í ána. 
17.06.2019 - 12:39
Freista þess að vísa málinu til Hæstaréttar
Veiðiréttarhafar í Haffjarðará á Snæfellsnesi, sem tapað hafa ógildingarmáli gegn Arnarlaxi, Matvælastofnun og Umhverfisstofnun, ætla að freista þess að skjóta málinu til Hæstaréttar. Landsréttur vísaði málinu frá á föstudag.
Veiðibændur tókust á um bann við netaveiði
Veiðifélag Árnesinga samþykkti á aðalfundi í gær að sumarið 2019 verði engin net lögð á veiðisvæði félagsins í Ölfusá og Hvítá, heldur aðeins veitt á stöng. 88 voru hlynnt banninu en 68 lögðust gegn því. Flugufréttir greina frá því að formaður veiðifélagsins telji að bannið sé ólöglegt og að einhver félagsmanna eigi eftir að reyna að fá ákvörðun aðalfundarins hnekkt.
27.04.2018 - 14:10
Óvenjumikið af hnúðlaxi hér í sumar
Mun meira hefur veiðst af hnúðlaxi í íslenskum ám í sumar en mörg undanfarin ár. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun telur að laxinn flækist hingað úr sterkum hrygningastofni í Barentshafi. Engar vísbendingar séu um að hann sé farinn að hrygna hér á landi, en það sé þó vel mögulegt.
17.08.2017 - 12:40
Vilja banna silunganet í hluta Skjálfandaflóa
Norðurþingi hefur borist ósk frá þremur veiðifélögum í Þingeyjarsýslu um að banna silungsveiði í net þar sem árnar falla til sjávar. Formaður veiðifélags Laxár segir að lax veiðist í þessi net, auk þess sem bleikjustofnar á svæðinu þoli ekki mikla netaveiði.
14.08.2017 - 17:20
Stórlaxagenið ráði miklu um samsetningu stofna
„Menn finna nú alltaf leið til að karpa um lax,“ segir Sigurður Guðjónsson, sérfræðingur hjá Veiðimálastofnun, aðspurður hvort endanlega sé búið að svara spurningunni um hið fræga stórlaxagen. Nýlega birtist grein í tímaritinu Nature um rannsókn sem þykir sýna með skýrari hætti en áður að gen ráði því hvort lax skili sér í ár sem smálax eða stórlax.
10.02.2016 - 06:45
Gæti orðið annað besta laxveiðiárið
Árið 2015 gæti orðið annað mesta laxveiðiár á Íslandi. Sveifla í laxveiði á milli ára kemur sérfræðingum á óvart. Mikið veiddist af smálaxi í ár, sem gefur fyrirheit um mikið af stærri laxi á næsta ári.
01.11.2015 - 12:35
Flestir laxar úr Ytri Rangá
Rúmlega 8800 laxar komu á land á þessu ári úr Ytri Rangá og við vesturbakka Hólsár. Næstflestir fiskar komu á land í Miðfjarðará, alls 6028. Flestir fiskar á hverja stöng komu úr Laxá á Ásum í sumar, tæplega 900. Árið 2015 gæti orðið annað mesta laxveiðiár á Íslandi.
02.01.2015 - 15:04
  •