Færslur: Laxveiðar

Þarf betri þekkingu til að bregðast við fjölgun hnúðlax
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að í sumar hafi sést meira af hnúðlaxi í íslenskum ám en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu hér á þessari tegund til að geta brugðist við með réttum hætti.
Ratcliffe sagður mæta andófi íslenskra bænda
Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe er sagður standa frammi fyrir miklu andófi íslenskra bænda vegna viðamikilla jarðakaupa sinna. Auðkýfingurinn breski hefur keypt víðfeðm víðerni á Íslandi, til verndar og viðhaldi laxastofnsins í Norður-Atlantshafi.
17.01.2021 - 16:04
Myndskeið
Valdi í Hjólakrafti er Reykvíkingur ársins
Þorvaldur Daníelsson, eða Valdi í Hjólakrafti eins og hann er kallaður, er Reykvíkingur ársins 2020. Markmið Hjólakrafts er að hvetja ungt fólk til að hjóla.  
Enn óljóst hvort útlendingar komi til laxveiða í sumar
Enn ríkir óvissa um það hvort erlendir laxveiðimenn koma og veiða í íslenskum ám í sumar. Áhuginn er til staðar en ferðatakmarkanir setja mönnum enn þá stólinn fyrir dyrnar. Líkurnar minnka eftir því sem ákvarðanir um afléttingu dragast á langinn.
05.06.2020 - 12:51
Myndskeið
Ekki nægt eftirlit með veiðibúnaði
Það skortir á eftirlit með búnaði laxveiðimanna sem koma hingað til lands, segir framkvæmdastjóri veiðifélags. Ekki sé nóg gert til að koma í veg fyrir að hingað til lands berist sjúkdómar sem hrjá villta laxastofna erlendis.
17.06.2019 - 19:49
Myndskeið
Best að skríða á maganum
Laxá í Kjós er óvenju vatnslítil enda hefur varla fallið í hana rigningardropi í rúmar þrjár vikur. Veiðimenn eru hvattir til að skríða á maganum að bökkum árinnar til þess að fæla ekki þá laxa sem þó ganga í ána. 
17.06.2019 - 12:39
Veiðibændur tókust á um bann við netaveiði
Veiðifélag Árnesinga samþykkti á aðalfundi í gær að sumarið 2019 verði engin net lögð á veiðisvæði félagsins í Ölfusá og Hvítá, heldur aðeins veitt á stöng. 88 voru hlynnt banninu en 68 lögðust gegn því. Flugufréttir greina frá því að formaður veiðifélagsins telji að bannið sé ólöglegt og að einhver félagsmanna eigi eftir að reyna að fá ákvörðun aðalfundarins hnekkt.
27.04.2018 - 14:10
Grímsstaðakaupin samræmist verndun laxastofna
Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að verndarsjónarmið laxastofna geti vel samrýmst kaupum á landi á Grímsstöðum á Fjöllum. Breskur auðkýfingur hefur keypt meirihlutann í Grímsstöðum og segir að tilgangurinn sé að vernda laxveiðiár og laxastofna á Norðausturlandi.
20.12.2016 - 12:12