Færslur: Langanesbyggð

Sviðsettu stórt flugslys við flugvöllinn á Þórshöfn
Um áttatíu manns tóku þátt í flugslysaæfingu á flugvellinum á Þórshöfn um helgina. Verkefnisstjóri segir æfinguna skerpa á viðbragði allra vegna stórslysa á svæðinu.
02.05.2022 - 15:57
Vilja björgunarmiðstöð á Þórshöfn —„Win win fyrir alla“
Langanesbyggð, viðbragðsaðilar og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað viljayfirlýsingu um að komið verði á fót björgunarmiðstöð á Þórshöfn. Sveitarstjórinn segir til mikils að vinna, verði miðstöðin að veruleika.
16.02.2022 - 16:23
Sjónvarpsfrétt
„Auðvitað hafa ekki verið nein bitbein“
Oddvitar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps eru vongóðir um að íbúar samþykki að sameina sveitarfélögin. Stefnt er að því að kjósa um sameininguna 26. mars.
Hver íbúi greiðir 50 þúsund á ári með dvalarheimilinu
Ný skýrsla sýnir að hver íbúi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps hefur greitt sem svarar um 50 þúsund krónum á ári með rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts á Þórshöfn. Heimilið er í eigu sveitarfélagsins og hefur rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands.
10.09.2021 - 14:59
Sjónvarpsfrétt
„Heilmikið í bígerð og heilmikið sem er að ljúka“
Langanesbyggð stefnir á að framkvæma og fjárfesta í innviðum fyrir hundruð milljóna króna á næstu árum. Meðal verkefna eru dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn og endurbætur á íþróttahúsi sem og viðgerð á hafnargarði á Bakkafirði.
22.02.2021 - 13:18
Rúmlega 180 milljónir í framkvæmdir í Langanesbyggð
Langanesbyggð stefir á að framkvæma og fjárfesta fyrir rúmlega 18o milljónir á árinu. Meðal verkefna sem stefnt er að eru dýpkun á athafnasvæði uppsjávarskipa í Þórshafnarhöfn, heildarviðgerð á íþróttamiðstöðinni Veri og viðgerðar á hafnargarðinum á Bakkafirði.
14.01.2021 - 14:25
Aukin umsvif og dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við höfnina á Þórshöfn undanfarnar vikur. Verið er að byggja við fiskvinnslu Ísfélagsins og dýpka höfnina. Aukin umsvif eru við uppsjávarvinnslu á Þórshöfn og erfiðleikum háð að sigla stærstu veiðiskipum þar í höfn.
Kolefnisgjald af olíu greiði niður kostnað við raflínur
Verksmiðjustjóri Ísfélagsins á Þórshöfn vill að kolefnisgjald af olíu, sem drífur verksmiðjuna áfram, verði nýtt til að greiða niður kostnað við endurbætur á háspennulínum til staðarins. Æskilegt sé að nota innlenda raforku við framleiðsluna í stað þess að brenna jarðefnaeldsneyti.
Myndskeið
Ætla að synda í köldum Þistilfirðinum í allan vetur
Hálfgert sjósundæði hefur gripið um sig á Þórshöfn og hópur kvenna þar hefur farið reglulega í sjóinn í allt haust. Þær segja að allt, sem þeim hafi verið sagt um hve sjósund er hollt og hressandi, hafi staðist.
28.10.2020 - 22:14
Þetta gekk vel!
„Þetta gekk vel!“ Þetta sagði Atli Þór Fanndal hjá Geimvísinda- og tækniskrifstofunni eftir að eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var skotið frá Langanesi um klukkan tíu í morgun. Ráðgert hafði verið að skjóta flauginni á loft í gærmorgun, en það var ekki hægt sökum veðurs. Atli segir að þetta sé fyrsta eldflaugaskotið héðan í hálfa öld.
Of vindasamt fyrir eldflaugaskot
Eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora var ekki skotið frá Langanesi í morgun eins og ráðgert hafði verið vegna veðurs. Til stendur að reyna aftur á morgun, leyfi Skyrora til að skjóta flauginni tók gildi á miðvikudaginn og gildir það í nokkra daga.
Var á móti framkvæmdum í Finnafirði
Guðmundur Ingi Guðbrandson, umhverfisráðherra, vill ekki tjá sig um áform um uppbyggingu stórskipahafnar í Finnafirði, að því er Fréttablaðið greinir frá. Árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar skrifaði hann undir umsögn Landverndar þar sem áætlanirnar voru gagnrýndar.
23.04.2019 - 07:05
Myndskeið
Varanleg umhverfisáhrif í Finnafirði
Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að framkvæmdir við stórskipahöfn í Finnafirði hafi mikil og varanleg umhverfisáhrif. Mesta hættan tengist olíuslysum og ráðaleysi gagnvart þeim.
21.04.2019 - 22:12
Fréttaskýring
Víðtæk áhrif loðnubrestsins
Loðnubresturinn er skellur fyrir sjómenn og starfsfólk í landvinnslu. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum á strípuðum grunnlaunum og sveitarfélög sem mest reiða sig á loðnu eru þessa dagana að gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Ríkið missir líka milljarða. Formaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja segir fordæmi fyrir að það aðstoði byggðir vegna aflabrests.
Harma lokun útibúa VÍS
Sveitarstjórn Langanesbyggðar harmar lokun útibúa tryggingafélagsins VÍS á landsbyggðinni og hefur falið sveitarstjóranum að koma bókun þess efnis á framfæri við forsvarsmenn fyrirtækisins. Honum er einnig falið að skoða þann möguleika að segja upp samningi sveitarfélagsins við VÍS.
09.10.2018 - 07:05