Færslur: Langanes

Nýtt sameinað sveitarfélag fær nafnið Langanesbyggð
Nýju sameinuðu sveitarfélagi Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps var á sveitarstjórnarfundi í gær 11. ágúst gefið nafnið Langanesbyggð. Þá var einnig samþykkt nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélagið.
12.08.2022 - 16:32
Kannast ekki við uppbyggingu fyrir NATO á Langanesi
Utanríkisráðuneytið þvertekur fyrir að áform eða hugmyndir séu uppi um uppbyggingu varnarmannvirkja á Langanesi. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn fréttastofu.
Fann tvö flöskuskeyti sama daginn
Íbúi á Þórshöfn er sennilega einn af fáum sem hafa fundið tvö flöskuskeyti sama daginn. Það gerðist þegar hann var á gangi í fjörunni á Lambeyri á Langanesi.
29.06.2022 - 14:19
Slasaðist við eggjatöku í Skoruvíkurbjargi á Langanesi
Maður, sem var að síga eftir eggjum í Skoruvíkurbjargi á Langanesi fyrr í vikunni, slasaðist þegar grjót hrundi úr bjarginu. Félagar mannsins höfðu bjargað honum upp þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn.
27.05.2022 - 14:59
Hreinsa á blý og úraníum af Heiðarfjalli
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra greindi frá því á ríkisstjórnarfundi í dag að umhverfis-og auðlindaráðuneytið muni fjármagna vinnu ráðgjafa við gerð kostnaðaráætlunar vegna rannsókna á forvinnu og hreinsun á Heiðarfjalli. Ráðherra mun upplýsa ríkisstjórn um kostnaðaráætlun vegna frekari rannsókna á Heiðarfjalli þegar hún liggur fyrir.
26.08.2021 - 17:41
Mikið af gömlum veiðarfærum berst á land
Fjögur tonn af rusli söfnuðust þegar sjálfboðaliðar gengu um tveggja kílómetra leið eftir strandlengjunni á Langanesi. Veiðarfæri voru stór hluti af því.
23.08.2021 - 08:45
Tína rusl á Langanesi
Strandlengja Langaness verður gengin um helgina, 13. og 14. ágúst, og safnað þar rusli. Markmiðið er að virkja og fræða almenning um verndun hafsins.
13.08.2021 - 08:24
Ýmsir kostir við friðun á Langanesi
Hugmynd um friðun hluta Langaness var rædd á kynningarfundi á Þórshöfn í gær. Landeigendur hafa áhyggjur af því að nýtingu landgæða verði settar skorður. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mætti á fundinn, ásamt fulltrúa frá Umhverfisstofnun og bæjarstjóra Snæfellinga.
22.06.2021 - 14:21
Rúmlega 180 milljónir í framkvæmdir í Langanesbyggð
Langanesbyggð stefir á að framkvæma og fjárfesta fyrir rúmlega 18o milljónir á árinu. Meðal verkefna sem stefnt er að eru dýpkun á athafnasvæði uppsjávarskipa í Þórshafnarhöfn, heildarviðgerð á íþróttamiðstöðinni Veri og viðgerðar á hafnargarðinum á Bakkafirði.
14.01.2021 - 14:25
Pistill
Sofandi og talandi
Starkaður Sigurðarson og Auður Lóa Guðnadóttir eru safnverðir í Sauðaneshúsi á Langanesi á sumrin og flytja okkur sögur þaðan.
19.08.2018 - 10:23
Pistill
Að gera aftur hús
Starkaður Sigurðarson og Auður Lóa Guðnadóttir halda áfram að flytja okkur sögur frá Langanesi þar sem þau dvelja sumarlangt í Sauðaneshúsi.
11.08.2018 - 15:26
Pistill
Horfnar sögur og hátt gras á Langanesi
Starkaður Sigurðarson og Auður Lóa Guðnadóttir eru safnverðir í Sauðaneshúsi á Langanesi um sumartímann. Þau lýsa staðarháttum á austanverðu Langanesinu þar sem finna má yfirgefið þorp en á þremur áratugum frá því um 1910 var þar fjölmennt og fjölmenningarlegt samfélag.
30.07.2018 - 14:52
Pistill
Það er skrítið að sjá kind synda úti í sjó
Starkaður og Auður halda áfram að miðla lífinu á Langanesi þar sem þau dvelja sumarlangt sem safnverðir í Sauðaneshúsi. Í þetta sinn segja þau okkur sögu af syndandi kind.
15.07.2018 - 10:00