Færslur: Landsvirkjun

Afskrifa allar óefnislegar eignir vegna álversins
Námufyrirtækið Rio Tinto hefur fært niður óefnislegar eignir sínar vegna álversins í Straumsvík um 269 milljónir dollara. Það jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi Rio Tinto, sem birtur var í dag.
29.07.2020 - 12:06
Vill halda í álverið en horfir líka á stóra samhengið
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Iðnaðarráðherra segir álverið í Straumsvík mikilvægt fyrirtæki sem vont væri að missa. Það sé þó nauðsynlegt að líta til stóra samhengisins. Móðurfélagið hafi þegar lokað 7 af 8 álverum sínum í Evrópu. Óljóst er hvort álverið þraukar þar til kvörtun sem það lagði fram í gær fæst afgreidd hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kvörtun Rio Tinto kom Landsvirkjun á óvart
Forstjóri Landsvirkjunar segir að kæra Rio Tinto til Samkeppniseftirlitsins komi á óvart. Hann vísar ásökunum um samkeppnisbrot á bug.
22.07.2020 - 20:46
Rio Tinto kvartar til Samkeppniseftirlitsins
Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna Landsvirkjunar. Að þeirra mati fela mismunandi verð í raforkusamningum Landsvirkjunar í sér mismunun gagnvart viðskiptavinum, fyrirtækið misnoti þannig markaðsráðandi stöðu sína gagnvart ISAL, álverinu í Straumsvík.
Sultartangavirkjun ekki gangsett
Sultartangavirkjun hefur ekki verið gangsett að nýju eftir að ein vélin stöðvaðist á laugardag þegar landfylla féll ofan í frárennslisskurð og myndaði mikla flóðbylgju. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur verið ákveðið að bíða með gangsetningu og rífa þess í stað gamla brú yfir skurðinn sem upphaflega átti að bíða með til mánaðamóta.
09.07.2020 - 16:06
Myndskeið
Flóðbylgja sló út vél Sultartangavirkjunar
Mildi þykir að verktakar voru farnir af vinnusvæði þegar mikið grjót hrundi ofan í frárennslisskurð við Sultartangavirkjun. Rafmagnsframleiðsla liggur að mestu niðri og vinna verktakar allan sólarhringinn við að fjarlægja grjótið úr skurðinum.
04.07.2020 - 19:11
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
Sparnaðurinn nemur útblæstri 36 þúsund bíla á ári
Fiskimjölsverksmiðjur hafa aukið rafmagnsnotkun sína á kostnað olíu undanfarin þrjú ár og hafa með því sparað sér brennslu á rúmlega 56 milljón lítrum af olíu. Það jafngildir útblæstri 36 þúsund fólksbíla á hverju ári.
Töldu fyrirvara skynsamlegan á kjarasamningi Rio Tinto
Talið var skynsamlegt að hafa fyrirvara á kjarasamningi við starfsmenn Rio Tinto þess efnis að hann sé bundinn því skilyrði að nýr raforkusamningur takist við Landsvirkjun. Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Slæmar horfur í vatnsbúskap Landsvirkjunar
Innrennsli í miðlanir við virkjanir Landsvirkjunar hefur verið mjög slakt í vetur og vatnsborð lóna lægra en á sama tíma í fyrra. Þó er ekki talið að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana til að spara vatn.
07.04.2020 - 16:01
Furðar sig á skilyrðum kjarasamnings Rio Tinto
Forstjóri Landsvirkjunar segir það sæta furðu að Rio Tinto hafi skilyrt kjarasamninga við starfsmenn sína á Íslandi við að raforkusamningur við Landsvirkjun verði endurskoðaður. Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir Rio Tinto að ákveðnu leyti beita starfsmönnum fyrir sig í baráttu fyrir betri raforkusamning.
07.04.2020 - 12:29
Landsvirkjun tapaði 2 milljörðum vegna ljósbogans
Landsvirkjun tapaði tekjum upp á 16 milljónir bandaríkjadala, eða sem samsvarar um 2 milljörðum króna, þegar kerskála þrjú í álveri Rio Tinto I Straumsvík var lokað í júlí á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Samkvæmt ársreikningnum var hagnaður Landsvirkjunar á síðasta ári 21 milljarður króna og lækkaði um 5,9 prósent frá fyrra ári.
28.02.2020 - 13:37
Óskar formlega eftir að leyndinni verði aflétt
Landsvirkjun hefur óskað formlega eftir því við Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, að trúnaðarákvæðum verði aflétt af rafmagnssamningi fyrirtækjanna þannig að hægt verði að ræða opinberlega um meginefni samningsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun en Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, ræddi þetta líka í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun.
23.02.2020 - 11:34
Hörður sakar SI um ítrekaðar rangfærslur
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og fyrrverandi varaformaður Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir samtökin harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er umfjöllun Samtaka iðnaðarins undanfarið um upprunaábyrgðir.
22.02.2020 - 08:53
Veita enga syndaaflausn með sölu á upprunaábyrgðum
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kveiks um sölu upprunaábyrgða raforku úr landi. Samorka fullyrðir að slíkt skaði ekki ímynd Íslands.
21.02.2020 - 09:14
Til í að endurskoða sölu upprunaábyrgða Landsvirkjunar
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að Landsvirkjun sé ekki skyldug til að selja upprunaábyrgðir raforku og skoða megi hvort fyrirtækið eigi að hætta því. Sala upprunaábyrgða sé umdeild og almenningur henni mótfallinn.
20.02.2020 - 14:52
Viðtal
Vilja opinbera raforkuverðið
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segist vonast til að hægt sé að koma í veg fyrir lokun álversins í Straumsvík. Það sé allt of snemmt að ræða um hvaða áhrif lokun þess myndi hafa á rekstur Landsvirkjunar. Landsvirkjun eigi í viðræðum við fyrirtækið til að fá sameiginlega sýn á stöðu mála. 
12.02.2020 - 11:58
Framleiðsla í Straumsvík minnkuð um 15 prósent
Stjórnendur Rio Tinto, fyrirtækisins sem rekur álverið í Straumsvík, hafa ákveðið að minnka framleiðslu álversins um 15 prósent á þessu ári og raforkunotkun verksmiðjunnar um leið. Við þetta verður Landsvirkjun af tekjum upp á allt að 20 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar hálfum þriðja milljarði króna.
25.01.2020 - 07:13
Opna fyrsta áfanga hátæknigagnavers á Korputorgi í mars
Stefnt er að því að nýtt hátæknigagnaver, Reykjavík DC, verði tekið í notkun við Korputorg 1. mars. Gjaldþrot hollenska fyrirtækisins ICTroom, sem sá um skipulagningu framkvæmda og hönnun gagnaversins, hafði ekki teljandi áhrif á áætlanir um opnun.
10.01.2020 - 16:10
Aukið álag í fárviðrinu en engar bilanir
Engar bilanir urðu hjá Landsvirkjun í fárviðrinu í vikunni. Í kjölfar óveðursins urðu þó ístruflanir við Laxárstöðvar. „Nokkurt álag var á starfsfólk vegna truflana sem urðu á flutningi raforku frá aflstöðvum okkar,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun.
13.12.2019 - 20:33
Spegillinn
Gengur ekki að hægt sé að stöðva verkefni endalaust
Forstjóri Landsvirkjunar segir að vandamál í raforkukerfinu tengist á engan hátt fjármögnun. Vandamálið sé að samfélagið og stjórnvöld séu ekki sammála um að það þurfi að styrkja raforkukerfið. Einfalda þurfi leyfiskerfið sem sé allt of þungt. Það gangi ekki að það sé hægt að stöðva verkefni endalaust. Landsnet, sem stofnað var fyrir 15 árum, sé fyrst núna að komast í sitt fyrsta uppbyggingarverkefni.
13.12.2019 - 16:57
Landsvirkjun tapaði rúmum 1,2 milljörðum vegna ljósboga
Tekjutap Landsvirkjunar, vegna ljósboga sem myndaðist í kerskála þrjú í álverinu í Straumsvík í júlí, nemur rúmum 1,24 millj­örðum íslenskra króna, nú það sem af er ári. 
23.11.2019 - 10:19
110 sóttu um stöðu aðstoðarforstjóra
Alls sóttu 110 um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Umsóknarfrestur rann út um helgina.
03.09.2019 - 15:55
110 sóttu um hjá Landsvirkjun
Alls sóttu 110 einstaklingar um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Umsóknarfrestur rann út um helgina.
03.09.2019 - 15:44
110 sóttu um hjá Landsvirkjun
Alls sóttu 110 einstaklingar um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar. Umsóknarfrestur rann út um helgina.
03.09.2019 - 15:39