Færslur: Landsvirkjun

Hvammsvirkjun þokast nær með leyfi Orkustofnunar
Landsvirkjun þokast nær því að byrja framkvæmdir við Hvammsvirkjun í Þjórsá nú þegar leyfi Orkustofnunar er handan við hornið. Oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi segir þurfa að vinna málið vel áður en leyfi sé veitt.
Sæstrengur og stóriðja ekki á dagskrá
Landsvirkjun þarf að segja nei við fjölmörgum verkefnum því eftirspurn eftir raforku er meiri en framboðið. Forgangsraða þarf áherslum í orkusölu næstu árin.
04.10.2022 - 12:38
Orkuskiptin í forgangi þegar kemur að orkunýtingu
Umhverfisráðherra segir ekki inni í myndinni að selja orku til Evrópu. Íslendingar þurfi alla þá raforku sem til er hér - og meira til - svo hægt sé að klára orkuskiptin.
09.09.2022 - 19:00
Mikil eftirspurn erlendis frá eftir íslenskri raforku
Erlend fyrirtæki óska í auknum mæli eftir að koma hingað með starfsemi sína vegna hagstæðs orkuverðs. Eftirspurnin er langt umfram það sem virkjanir landsins geta framleitt. Landsvirkjun segir knýjandi þörf á að auka raforkuframleiðslu. 
09.09.2022 - 10:31
Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili
Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins sem er langmesti hagnaður á sex mánaða tímabili í sögu fyrirtækisins. Landsvirkjun er með öllu í eigu ríkisins.
30.08.2022 - 14:52
Fiskistofa veitir skilyrt leyfi fyrir Hvammsvirkjun
Enn eitt leyfi Landsvirkjunar er í höfn fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Ströng skilyrði er sett í leyfi Fiskistofu og að mati stjórnarmanns í Veiðifélagi Þjórsár er tekið undir athugasemdir félagsins. Hann hefur enga trú á að virkjunin verði reist. 
Ísland leiðandi í að skala upp tæknilausnir á heimsvísu
Afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmslofti á Hellisheiði mun tífaldast með nýju lofthreinsiveri Climeworks sem sett er upp í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir verkefnið nauðsynlegt til að ná markmiðum í loftslagsaðgerðum.
Tvö stór verkefni tengd föngun og förgun koltvísýrings
Afköst föngunar og förgunar á koltvísýringi úr andrúmslofti á Hellisheiði mun tífaldast með nýju lofthreinsiveri Climeworks sem sett er upp í samstarfi við Carbfix og Orku náttúrunnar.
Viðtal
Flókið að sækja endurnýjanlegu orkuna sem allir vilja
Með aukinni umhverfisvitund stóreykst krafan um endurnýjanlega orku. Sama umhyggja fyrir umhverfinu gerir það sífellt flóknara að afla slíkrar orku. Forstjóri Landsvirkjunar segir að eina leiðin til að takast á við loftslagsmálin sé að virkja og stórauka framboð á endurnýjanlegri raforku.
10.05.2022 - 15:12
Skerðingar á afhendingu raforku afturkallaðar
Vatnsstaðan í miðlunarlónum Landsvirkjunar fer hratt batnandi og Landsvirkjun hefur tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra, sem gripið var til í desember, séu afturkallaðar.
19.04.2022 - 11:49
Sjónvarpsfrétt
10-20 milljarða arðgreiðslur komnar til að vera
Landsvirkjun greiðir ríkinu 15 milljarða í arð sem er það mesta í sögu fyrirtækisins og segir Hörður Arnarson forstjóri að fjárhagsstaðan sé það góð að sambærilegar arðgreiðslur séu komnar til að vera.
24.03.2022 - 18:47
Enginn þingmaður segist hlynntur sölu á Landsvirkjun
Enginn áhugi virðist vera á einkavæðingu Landsvirkjunar meðal íslenskra þingmanna, samkvæmt svörum þeirra við fyrirspurn Markaðarins, viðskiptakálfs Fréttablaðsins. 41 af 63 þingmönnum svaraði svaraði spurningu blaðsins og enginn þeirra sagðist fylgjandi því að selja þriðjungshlut í fyrirtækinu.
16.03.2022 - 06:36
Álver mæta raforkuskerðingu
Landsvirkjun skerðir enn frekar afhendingu rafmagns til stórnotenda í dag og segja það koma til vegna lágrar stöðu í lónum. Skerðingin nær meðal annars til álvera, gagnavera og kísilvera. Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi segir þetta sérstaklega bagalegt á meðan álverð er hátt.
10.02.2022 - 11:05
Sjónvarpsfrétt
Orkuskerðing kostar Orkubúið mörg hundruð milljónir
Orkuskerðing til fjarvarmaveitna mun kosta Orkubú Vestfjarða fjögur til fimm hundruð milljónir. Orkubússtjóri segir þetta muni hafa áhrif á verðlagningu og framtíðargetu fyrirtækisins til framkvæmda.
01.02.2022 - 11:00
Sprenging í tengivirki á Nesjavöllum
Sprenging varð í tengivirki Landsnets á Nesjavöllum rétt fyrir klukkan 6 í morgun með þeim afleiðingum að þremur af fjórum aflvélum Nesjavallavirkjunar sló út.
28.01.2022 - 10:06
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Viðtal
Með orkusparnaði þurfi ekki að virkja 50% meira
Ekki er nauðsynlegt að virkja fimmtíu prósentum meira en nú til að ljúka orkuskiptum. Þetta er mat framkvæmdastjóra Landverndar sem andmælir virkjunaráformum Landsvirkjunar. Þá verði fólk að sætta sig við færri utanlandsferðir.
Viðtal
Ísland framtíðarinnar: Meiri rigning
Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað. Veðrinu mun svipa til þess sem nú er í Skotlandi en líklega mun rigna meira en þar gerir. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir. 
Viðtöl
Innviðaráðherra telur nauðsynlegt að virkja meira
Innviðaráðherra og forstjóri Landsvirkjunar segja að reisa þurfi nýjar virkjanir til að ljúka orkuskiptum á landi, lofti og sjó. Landsvirkjun telur að auka þurfi orkuöflun um fimmtíu prósent svo unnt verði að ná markinu.
Afla þarf allt að 50% meiri orku fyrir orkuskiptin
Reisa þarf nýjar virkjanir til að framleiða allt að fimmtíu prósentum meiri raforku en nú svo unnt sé að ljúka orkuskiptum í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ekki sé til næg orka fyrir orkuskiptin eins og staðan er nú. Aukin þörf nemi um tíu terawattsstundum. 
15.01.2022 - 12:47
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Óásættanlegt að milljarðar glatist á hverju ári
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir óviðunandi að milljarðar króna glatist á hverju ári þar sem flutningskerfi raforku sé ekki nægilega öflugt. Hann telur mikilvægt að einfalda þá ferla sem gilda um lagningu raforkulína.
08.12.2021 - 22:10
Sjónvarpsfrétt
Rafmagn fyrir 100.000 heimili í súginn árlega
Árlega fellur til ónýtt raforka sem samsvarar afkastagetu Kröfluvirkjunar vegna annmarka flutningskerfisins og það var fyrirsjáanlegt að Landsvirkjun þurfi nú að skerða afhendingu raforku til stórnotenda. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti áætlar að á hverju ári tapist tíu milljarðar vegna ónægrar flutningsgetu raforku.
07.12.2021 - 19:38
Raforkuskortur leiðir til aukinnar olíunotkunar
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að ákvörðun Landsvirkjunar um að flýta fyrirhugaðri skerðingu á raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja komi fyrirtækinu í opna skjöldu. Þetta eigi þó ekki að hafa áhrif á framleiðslugetu en auki hins vegar kostnað.
06.12.2021 - 21:40
Slæmt að fiskimjölsiðnaðurinn þurfi að nota olíu
Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það sé slæmt fyrir þjóðina að skerða þurfi raforkuafhendingu til fiskimjölsverksmiðja landsins þegar mikil orkunotkun er framundan hjá þeim. Jafnframt þurfi að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030.

Mest lesið