Færslur: Landssamtök lífeyrissjóða

Spegillinn
Hætt við freistnivanda hjá stjórnvöldum
Seðlabankastjóri hefur áhyggjur af að lífeyrissjóðir taki meiri áhættu í fjárfestingum til að uppfylla ávöxtunarviðmið sjóðanna, sem nú er 3,5%. Framkvæmdastjóri Samtaka lífeyrissjóða segist ekki sjá fyrir sér að viðmiðið verði lækkað vegna lágvaxtaumhverfis sem sé til skamms tíma. Hætt sé við því að það sé einhver freistnivandi hjá stjórnvöldum að ætla að nýta lífeyrissparnað til að fjármagna ríkisskuldir. Sjóðirnir meti fjárfestingakosti út frá hagsmunum sjóðfélaga.
Viðtal
Greiðslur til sjóðsfélaga hækka í framtíðinni
Lífeyrissjóðir landsmanna eiga nú 4.700 milljarða króna og eignir þeirra hafa vaxið mjög að undanförnu eða um 570 milljarða það sem af er ári. Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir að fjárhæðirnar séu orðnar háar vegna þess að eignir lífeyrissjóðanna hafi aukist og kerfið eflst. Greiðslur á hvern sjóðsfélaga muni hækka í framtíðinni.
Fordæmalaus ágreiningur
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir ágreining um stjórnarmenn í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fordæmalausan. Skoða verði hvort breyta þurfi lögum til að skýra umboð stjórnarmanna.
Sjá ekki ávinninginn af því að greiða í sjóði
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir sjóðfélaga ekki sjá ávinninginn af að greiða í lífeyrissjóði því ríkið skerði greiðslur ellilífeyris á móti. Forstjóri Fjármáleftirlitsins segir að við endurskoðun á lífeyrislöggjöfinni þurfi meðal annars að skerpa á skilum milli fjármálastofnana og lífeyrissjóða þær reka til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra.
Tillögur hvítbókar geti leitt til vaxtahækkana
Lífeyrissjóðir gætu talið sig knúna til að hækka vexti ef öllum, sem standast lánshæfismat, verður gert kleift að taka lán í hvaða lífeyrissjóði sem er. Þetta segir formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Samtökin hafa ekki tekið afstöðu til tillagna í hvítbók um fjármálakerfið.