Færslur: Landssamband eldri borgara

Spegillinn
Vilja afnema skerðingar vegna atvinnutekna aldraðra
Samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins hafa kjör eldri borgara batnað verulega á síðustu árum. Heildartekjur ellilífeyrisþega, sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins, hafa aukist um helming frá 2015. Stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara segir að tölurnar sýni að helmingur, eða 16 þúsund eftirlaunaþegar sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum og bætur frá ríkinu, séu með tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði. Spurningin sé hvort það teljist vera góð kjör.
Segir COVID koma í veg fyrir mótmæli eldri borgara
Formaður Landssambands eldri borgara segir kjaragliðnun hafa orðið og eldri borgarar hafi setið eftir. Þeir verst settu búi við fátækt. Ef ekki væri COVID væru eldri borgarar mættir á Austurvöll.
Ótækt að tekjur bakvarða skerði ellilífeyrisgreiðslur
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir ótækt að tekjur vegna starfa í bakvarðasveitum heilbrigðis- og menntakerfisins skerði ellilífeyri, sérstaklega í ljósi ákvörðunar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að tryggja að tekjur bakvarða skerði ekki námslán.
Auðskilið mál
„Það ætti að vera valkostur að vinna lengur“
Formaður Landssambands eldri borgara segir að miklir aldursfordómar séu hér á landi. Það sé brot á mannréttindum að láta fólk hætta að vinna þegar það verður 70 ára.
„Heilinn hættir ekki að virka á tilteknum afmælisdegi“
Formaður Landssamband eldri borgara segir að aldursfordómar séu ríkir hér á landi og að það sé mannréttindabrot að fólk sé látið hætta störfum 70 ára. Það sé gróf mismunun vegna kennitölu.
Segir þúsundir ekki hafa efni á heyrnartækjum
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að um fjögur þúsund eldri borgarar hafi ekki efni á heyrnartækjum þar sem styrkur til heyrnartækjakaupa hafi ekki fylgt verðlagi.
Myndskeið
Hefur áhyggjur af einmanaleika eldri borgara
Einmanaleiki eldri borgara er að verða dálítið djúpstæður, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir tæknina skipta sköpum nú þegar margir eldri borgarar geti ekki hitt ástvini sína.
Leggur til að 70 ára og eldri geti sótt um hlutabætur
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþings, hefur lagt til við nefndina að svokallaðar hlutabætur verði einnig í boði fyrir fólk sem er eldra en 70 ára. Bæturnar eru fyrir fólk sem hefur misst starf sitt að hluta vegna efnahagsþrenginga sem rekja má til kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.