Færslur: Landssamband eldri borgara

Segir þúsundir ekki hafa efni á heyrnartækjum
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að um fjögur þúsund eldri borgarar hafi ekki efni á heyrnartækjum þar sem styrkur til heyrnartækjakaupa hafi ekki fylgt verðlagi.
Myndskeið
Hefur áhyggjur af einmanaleika eldri borgara
Einmanaleiki eldri borgara er að verða dálítið djúpstæður, sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. Hún segir tæknina skipta sköpum nú þegar margir eldri borgarar geti ekki hitt ástvini sína.
Leggur til að 70 ára og eldri geti sótt um hlutabætur
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður Velferðarnefndar Alþings, hefur lagt til við nefndina að svokallaðar hlutabætur verði einnig í boði fyrir fólk sem er eldra en 70 ára. Bæturnar eru fyrir fólk sem hefur misst starf sitt að hluta vegna efnahagsþrenginga sem rekja má til kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Spegillinn
„Leik mér ekki að því að vera opinn fyrir vírusnum“
Margir óttast COVID-19 veiruna sem nú er komin til landsins en sumir hafa meiri ástæðu til að óttast en aðrir. Eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frekar á hættu að veikjast alvarlega. Dánartíðni þessara hópa virðist margföld á við aðra. Dæmi eru um að sjúklingar hafi læst útidyrahurðinni og hyggist halda sig heima næstu vikur. Yfirlæknir á smitsjúkdómalækningadeild Landspítalans, segir fólk í áhættuhópum ekki þurfa að loka sig af.