Færslur: Landsréttarmálið

Fjórði landsréttardómarinn sækir um á ný
Þrjú sóttu um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í síðasta mánuði. Þau eru Jón Finnbjörnsson landsréttardómari og héraðsdómararnir Ragnheiður Snorradóttir og Símon Sigvaldason. Jón var einn þeirra fjögurra umsækjenda um stöðu við Landsrétt sem Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, tók fram yfir umsækjendur sem matsnefnd mat hæfari.
Arnfríður ekki vanhæf í málum sem Vilhjálmur rekur
Landsréttardómarinn Arnfríður Einarsdóttir er ekki vanhæf til að dæma í málum sem lögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson fer með fyrir dómstólnum, jafnvel þótt maður hennar og mágur kunni að hafa lýst neikvæðri afstöðu til hans. Þessu kemst Hæstiréttur að í tveimur dómum í gær.
10.12.2020 - 08:05
Verðum að geta treyst á ópólitíska dómara
Það áhugaverðasta við dóm yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu er hversu vel dómurinn undirstrikar mikilvægi aðgreiningu framkvæmdavalds og dómsvalds. Þetta segir héraðsdómari og lektor. Borgarar landsins verði að geta treyst því að þeir fái úr sínum málum skorið fyrir dómurum sem séu ekki pólitískt skipaðir eða fylgi tilmælum ráðherra eða framkvæmdavalds.
Dómstólasýslan fjallar um mál Jóns Finnbjörnssonar
Sigurður Tómas Magnússon, hæstarréttardómari og formaður dómstólasýslunnar, segir stöðu Landsréttardómarans Jóns Finnbjörnssonar verða tekna til skoðunar á næsta fundi dómstólasýslunnar, að því marki sem úrlausn þess snúi að hlutverki hennar. 
Mikilvægt að vernda sjálfstæði dómstóla
Formaður Dómarafélags Íslands segir að niðurstaða Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu feli í sér skýr skilaboð um mikilvægi þess að vernda sjálfstæði dómstóla. Þetta kunni að hafa áhrif til framtíðar þegar upp komi vafamál varðandi skipan dómara.
KASTLJÓS
Kallar eftir að broti í starfi fylgi afleiðingar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir fyrrum dómsmálaráðherra hafa brotið alvarlega af sér í starfi og það hljóti að hafa afleiðingar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að niðurstaða dóms MDE snúa bæði að rannsóknarskyldu Sigríðar Andersen, en einnig að eftirlitshlutverki Alþingiss og Hæstarétti.
02.12.2020 - 21:05
„Okkur ber að taka þetta alvarlega“
Formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbúið að niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu leiði til þess að krafist verði endurupptöku í málum sem komið hafa fyrir Landsrétt. Slæmt sé fyrir lýðræðisríki að fá á sig áfellisdóm af þessu tagi.
Tímalína
Hvað gerðist hvenær í Landsréttarmálinu?
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti í gær dóm dómstólsins í Landsréttarmálinu. Mannréttindadómstóllinn kvað upp úrskurð í mars í fyrra um að Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. Í úrskurðinum fólst einnig að Guðmundur Andri Ástráðsson hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir Landsrétti, og að ríkið væri bótaskylt. Sigríður Andersen sagði af sér embætti daginn eftir. En hver er forsagan og hvað gerðist hvenær?
Alþingi taki niðurstöðu MDE alvarlega
Forseti Alþingis segir að Alþingi hljóti að taka alvarlega til sín þá gagnrýni sem kemur fram í niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um hvernig staðið var að atkvæðagreiðslunni um skipan dómara í Landsrétt á sínum tíma.
„Hótanir“ og „blekkingar“ – en ósammála um hvað gerðist
Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar sem sat á þingi þegar atkvæðagreiðslan um tillögu Sigríðar Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, um dómara við Landsrétt fór fram, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa hótað stjórnarslitum yrði tillagan ekki samþykkt. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, kannast ekki við hótanir en segir dómsmálaráðherra hafa blekkt þingið. Atkvæðagreiðslan fór fram þann 1. júní árið 2017.
02.12.2020 - 12:48
Ríkið samningsbundið til að koma málunum í rétt horf
„Það er minni réttaróvissa en var áður en dómurinn gekk,“ segir Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, þegar hún er spurð hvort það hafi verið rétt af ríkinu að áfrýja Landsréttarmálinu til efri deildar Mannréttindadómstólsins. Ragnhildur segir jafnframt að íslenska ríkið sé samningsbundið til að koma málunum í rétt horf eftir að dómur féll. Enn sé spurning um Landsréttardómarann sem ekki hefur fengið endurskipun.
Viðtal
Tólf sambærileg mál bíða Mannréttindadómstólsins
Dómur yfirdeildar Mannréttindadómstólsins í máli gegn íslenska ríkinu er tímamótadómur, segir lögmaður manns sem höfðaði málið. Dómstóllinn hafi slegið skjaldborg um sjálfstætt dómsvald í Evrópu. Ráðamenn Evrópuþjóða hljóti nú að hugsa sig um tvisvar áður en þeir vegi að sjálfstæði dómstóla. Tólf sambærileg mál bíða afgreiðslu dómstólsins.
Viðtal
Óþarfi að bregðast við dómi yfirdeildar
Ekki er þörf á að bregðast við dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu segir dómsmálaráðherra. Landsréttur sé löglega skipaður samkvæmt íslenskum lögum. Dómar Mannréttindadómstólsins séu ekki lagalega bindandi hér á landi. Dómurinn sé tekinn alvarlega en Landsréttur muni starfa áfram og ólíklegt að taka þurfi mál upp að nýju, segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. 
Svartur dagur í réttarsögu en bjartur í mannréttindum
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls í Evrópu marki svartan dag í réttarsögu Íslendinga, þetta sé hins vegar bjartur dagur þegar litið sé til réttar almennings. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir dóminn sögulegan áfellisdóm yfir þeim ósið Sjálfstæðismanna að skipa pólitískt í dómarastöður.
VIÐTAL
Niðurstaða MDE vonbrigði segir Áslaug Arna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að niðurstaða Mannréttindadómsstól Evrópu í Landsréttarmálinu séu vonbrigði. Forsætisráðherra segir að það hafi verið rétt mat að vísa málinu til efri deildar MDE. Það hafi tekið af vafa um málið.
Viðtal
Staðfestir áfellisdóm yfir vinnubrögðum ráðherra
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir áfellisdóm Hæstaréttar yfir vinnubrögðum fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta er mat lagaprófessors. Dómurinn virðist eiga að vera fordæmisgefandi fyrir önnur Evrópuríki, til að mynda Póllandi, Ungverjaland og Tyrkland. Landsréttardómararnir fjórir sem ráðherra skipaði á sínum tíma hafi ekki verið rétt skipaðir.
Sigríður fær harðar ákúrur frá dómurum yfirdeildarinnar
Allir 17 dómarar yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu voru í grundvallaratriðum sammála um að staðfesta úrskurð dómstólsins í Landsréttarmálinu. Í dómnum, sem var birtur í morgun, er mikilvægi sjálfstæðis dómstóla margítrekað og ákvarðanir Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, og samþykki þeirra á Alþingi, metnar ólöglegar. Þetta er endanleg niðurstaða Mannréttindadómstólsins og ekki hægt að áfrýja dómnum.
Raunveruleg hætta á að málin hrannist upp
Ríkisstjórnin verður koma í veg fyrir að það skapist glundroði í dómskerfinu, segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður utan flokka og þingmaður á Evrópuráðsþinginu. Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti niðurstöðu dómstólsins um að skipan dómara við Landsrétt hafi verið ólögmæt.
Staðfesting á „kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda“
Staðfesting yfirdeildar Mannréttindadóms Evrópu á dómi dómsstólsins í Landsréttarmálinu er „enn ein staðfestingin á þriggja ára kostnaðarsamri niðurlægingu stjórnvalda“, að mati Pírata.
Yfirdeildin staðfestir dóm MDE í Landsréttarmálinu
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfesti dóm MDE í Landsréttarmálinu. Úrskurðurinn var birtur á vefsíðu MDE klukkan rúmlega 10 í morgun að íslenskum tíma. Allir 17 dómarar deildarinnar voru sammála um niðurstöðuna í grundvallaratriðum.
Fréttaskýring
Landsréttarmálið – stór áfangi í dag með úrskurði MDE
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg kveður upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu í dag, klukkan tíu að íslenskum tíma. Yfirdeildin ákvað síðasta haust að taka mál íslenska ríkisins til umfjöllunar eftir að dómstóllinn úrskurðaði það bótaskylt í mars 2019, vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt. En um hvað snýst Landsréttarmálið?
Óvissa gæti verið uppi um hundruð dóma Landsréttar
Ef yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir dóm réttarins í svokölluðu Landsréttarmáli liggur ekki fyrir hvernig farið verður með þá rúmlega 300 dóma sem dæmdir voru af þeim fjórum dómurum sem málið tekur til.
Dæmt í Landsréttarmálinu á fullveldisdaginn
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kveður upp dóm sinn í Landsréttarmálinu á fullveldisdaginn, 1. desember. Þetta kemur fram í bréfi sem dómstóllinn sendi málsaðilum. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars 2019 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu við skipan dómara í Landsrétt.
Búið að skipa þrjá af fjórum umdeildum dómurum aftur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Höskuldsson í dag í stöðu dómara við Landsrétt. Með skipun Ragnheiðar eru þrír af fjórum umdeildum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók fram yfir aðra umsækjendur búnir að fá skipun í annað sinn. Ákvörðun Sigríðar var umdeild þar sem fjórir umsækjendur voru hæfari að mati dómnefndar. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun þeirra hefði ekki verið að lögum.
Ástráður sækir um við Landsrétt í fimmta sinn
Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn sjö umsækjenda um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta er í fimmta sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt.