Færslur: Landsréttarmálið

Búið að skipa þrjá af fjórum umdeildum dómurum aftur
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skipaði þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Höskuldsson í dag í stöðu dómara við Landsrétt. Með skipun Ragnheiðar eru þrír af fjórum umdeildum dómurum sem Sigríður Á. Andersen tók fram yfir aðra umsækjendur búnir að fá skipun í annað sinn. Ákvörðun Sigríðar var umdeild þar sem fjórir umsækjendur voru hæfari að mati dómnefndar. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að skipun þeirra hefði ekki verið að lögum.
Ástráður sækir um við Landsrétt í fimmta sinn
Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn sjö umsækjenda um tvö laus embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þetta er í fimmta sinn sem Ástráður sækir um dómarastöðu við Landsrétt.
Arnfríður leyst úr embætti og skipuð á ný
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arnfríði Einarsdóttur í embætti dómara við Landsrétt frá og með næstu mánaðamótum. Arnfríður er ein fjögurra dómara sem styr stóð um þar sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, tók þau fram fyrir aðra umsækjendur sem dómnefnd um hæfi umsækjenda mat hæfari. Dómararnir fjórir hættu dómstörfum í mars í fyrra eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi gegn íslenska ríkinu í máli manns sem Landsréttur sakfelldi.
Landsréttarmál Eiríks og Jóns fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðnir Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar í einum anga af Landsréttarmálinu svokallaða. Eiríkur segir í málskotsbeiðni sinni að hann hafi orðið „orðið miðpunktur í miklum og langvarandi deilum á opinberum vettvangi.“ Jón segir í beiðni sinni að tjón hans hafi verið metið á tæpar 23 milljónir.
08.05.2020 - 16:10
Myndskeið
Yngsti forseti í sögu MDE: „Gríðarlega mikill heiður“
Róbert Spanó segir heiður að vera kjörinn forseti mannréttindadómstóls Evrópu. Hann er sá yngsti í sögunni til að gegna þessu embætti og sá fyrsti frá Norðurlöndunum. Kórónuveirufaraldurinn tefur fyrir starfi dómsins, sem hefur oft verið gagnrýndur fyrir hægagang. Þegar bíða 60 þúsund mál segir Róbert.
20.04.2020 - 21:27
Jón fær lægri bætur og Eiríkur engar
Landsréttur lækkaði í dag bætur sem Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, voru dæmdar vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Þá komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Eiríkur Jónsson, nú dómari við Landsrétt, ætti ekki rétt á neinum bótum. Sami dómari skilaði sératkvæði í báðum málunum.
27.03.2020 - 16:38
Ása og Sandra settar dómarar við Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur sett tvo nýja dómara við Landsrétt. Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, verður sett í embætti frá 25. febrúar og Sandra Baldvinsdóttir héraðsdómari frá 2. mars. Báðar eru þær settar landsréttardómarar til 30. júní.
Ása Ólafsdóttir metin hæfust
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt mat Ásu Ólafsdóttur prófessor hæfasta úr hópi umsækjenda. Héraðsdómararnir Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir komu næst henni. Velja á tvo dómara sem verða settir í embætti. Það er vegna þess að Jón Finnbjörnsson og Ásmundur Helgason fóru í leyfi síðasta sumar vegna Landsréttarmálsins.
17.02.2020 - 22:44
MDE er ekki hefðbundinn dómstóll
Hæstiréttur Íslands verður áfram æðsti dómstóll landsins burt séð frá niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fullyrðir að niðurstaðan í málinu kennt við Landsrétt hafi ekki bein réttaráhrif á Íslandi.
Viðtal
Einfaldast ef Alþingi setti lög um málin
Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir óvíst hversu mörg málin yrðu sem farið yrði fram á endurupptöku á færi svo að Ísland tapaði fyrir Mannréttindadómstólnum. Hreinlegast kynni vera að Alþingi setti lög um þessi mál sérstaklega þannig að málin færu beint í málsmeðferð í stað þess að fara fyrir endurupptökunefnd.
Myndskeið
Lögmenn og stjórnmálamenn ósáttir við orð Sigríðar
Óánægja er meðal þingmanna og lögmanna um að Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, reyni að varpa rýrð á Mannréttindadómstólinn með þeim hætti sem hún gerði í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, núverandi dómsmálaráðherra, segir að niðurstaða MDE hafi haft óeðlileg áhrif á sjálfstæði íslenskra dómstóla og að spurningar dómara yfirdeildar gefi til kynna að þeir séu kannski ekki sömu skoðunar og dómarar í undirdeildinni.
06.02.2020 - 19:48
Myndskeið
„Það er í rauninni allt undir“
Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélags Íslands, segir að það sé í raun allt undir í Landsréttarmálinu. Aðalmeðferð yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu fór fram í dag. Hann segir að möguleikarnir séu þrír. Einn er að yfirdeildin staðfesti dóm undirdóms sem fann að skipun fjögurra dómara, annar er sá að ríkið verði sýknað. Þriðji möguleikinn sé sá að dómstóllinn finni að skipun allra dómara vegna þess hvernig Alþingi greiddi atkvæði um þá. Þá sé allur Landsréttur undir.
Viðtal
Á ekki von á að MDE snúi við dómi í Landsréttarmálinu
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hefur ekki trú á því að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu snúi við niðurstöðu undirréttar í Landsréttarmálinu. Hún segir að miðað við málsmeðferðarreglur við dómstólinn og samsetningu dómsins geri hún sér ekki miklar vonir um að niðurstöðunni verði snúið við.
Landsréttarmálið flutt fyrir yfirdeild MDE í dag
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg hefst þegar klukkan er korter gengin í níu að íslenskum tíma.
Sigríður fylgist með Landsréttarmálinu í Strassborg
Málflutningur í Landsréttarmálinu fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu er á morgun.
04.02.2020 - 15:21
Ástráður reynir við Landsrétt í þriðja sinn
Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, er meðal átta sem sóttu um tvær stöður dómara við Landsrétt. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um stöðuna. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, er einnig meðal umsækjenda sem og Ása Ólafsdóttir, prófessor.
Ríkið fær erlenda aðstoð fyrir Mannréttindadómstólnum
Breskur lögfræðingur aðstoðar við málflutning Íslands hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu sem verður tekið fyrir 5. febrúar. 
Dómsmálaráðherra í mótsögn við sjálfa sig
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gærkvöldi að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Yfirdeild Mannréttindadómstólsins er nú með málið til skoðunar. Þetta er þvert á það sem Áslaug Arna sagði í september. Stjórnvöld sögðu jafnframt í apríl að Landsréttarmálið væri fordæmisgefandi um alla Evrópu og því yrði að skjóta því til yfirdeildar.
09.12.2019 - 12:12
Myndskeið
Í engum sérstökum félagsskap við Pólverja
Dómsmálaráðherra lítur ekki svo á að Ísland sé í félagsskap með pólskum stjórnvöldum þótt þau hafi lýst yfir stuðningi við málstað Íslands í Landsréttarmálinu. Stuðningsyfirlýsingin breyti engu um hvernig Ísland reki málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.
Ríkislögmaður fær 8 milljónir vegna Landsréttarmálsins
Fjárlaganefnd Alþingis leggur til að embætti ríkislögmanns fái 8 milljónir vegna Landsréttarmálsins svokallaða. Nefndin segir í áliti sínu það sameiginlegt mat ráðuneyta að Landsréttarmálið sé „mjög mikilvægt mál fyrir hagsmuni Íslands og raunar mjög mikilvægt mál fyrir dómaframkvæmd efri deildar Mannréttindadómstólsins.“
„Sorglegt að Ísland skuli vera víti til varnaðar“
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir það sorglegt að Ísland skuli vera víti til varnaðar vegna pólitískrar skipan dómara.