Færslur: landshlutar

Smit í skammtímavistun og skipverji með einkenni
12 ný smit bættust við á Norðurlandi eystra frá því í gær. Þrjú voru utan sóttkvíar. Skammtímavistun fyrir fatlaða á Akureyri hefur verið lokað vegna smits. Það er von á skipi til Akureyrar síðar í dag, um borð er skipverji með einkenni sem fer í sýnatöku og áhöfnin í sóttkví.
03.11.2020 - 13:20
Stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags verði á Skagaströnd
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagastrandar, í nefnd um sameningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, telja að stjórnsýslan eigi að vera á Skagaströnd komi til sameiningar. Sameiningarnefndin hefur lagt til að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
09.10.2020 - 14:10
Akureyri verði viðurkennd sem borgarsvæði
Akureyrabær vill að stjórnvöld viðurkenni það svæðisbundna hlutverk sem bærinn hafi sem stærsta sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins. Bæjarstjórinn segir að Akureyri gegni að mörgu leiti sama hlutverki og Reykjavíkurborg á suðvesturhorninu.
23.01.2020 - 10:27
Rafstöðvar rjúka út eins og heitar lummur
Rafstöðvar rjúka út á Norðurlandi. „Annað hvert símtal í dag hefur verið um rafstöðvar,“ segir sölustjóri Þórs hf. á Akureyri. Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og ollið tjóni víða.
12.12.2019 - 13:38