Færslur: Landsfundur Samfylkingarinnar 2020
Segir Samfylkinguna setja stefnuna á sigur á næsta ári
Helga Vala Helgadóttir alþingismaður segir Samfylkinguna setja stefnuna á sigur í alþingiskosningum á næsta ári og að virkja þurfi grasrót flokksins miklu betur. Helga Vala tapaði í kjöri um embætti varaformanns flokksins á landsfundinum í dag þegar Heiða Björg Hilmisdóttir var endurkjörin varaformaður. Hún segir flokkinn hafa sent skýr skilaboð með kjöri Heiðu.
07.11.2020 - 15:27
Alexandra Ýr var kjörin ritari Samfylkingarinnar
Landsfundur Samfylkingarinnar sem enn stendur í Reykjavík hefur samþykkt stjórnmálaályktun flokksins samhljóða. Þar er kallað eftir markvissum aðgerðum til að bregðast við verstu atvinnukreppu seinni tíma. Alexandra Ýr van Erven var kjörin ritari flokksins með 64% atkvæða.
07.11.2020 - 12:04
Heiða Björg var endurkjörin varaformaður Samfylkingar
Heiða Björg Hilmisdóttir var núna á ellefta tímanu endurkjörin varaformaður Samfylkingarinnar. Metþátttaka var í kosningunum. Heiða Björg fékk 534 atkvæði en Helga Vala Helgadóttir, sem bauð sig fram til varaformennsku, fékk 351 atkvæði.
07.11.2020 - 10:33
Forsætisráðherra Finnlands ávarp rafrænan landsfund
Logi Már Einarsson var endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar í dag með níutíu og sex prósentum atkvæða. Forsætisráðherra Finnlands ávarpaði fundinn og sagði fólk líta til jafnaðarmanna um djarfar lausnir í faraldrinum.
06.11.2020 - 19:24
Logi verður áfram formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, var einn í framboði til formanns á rafrænum landsfundi flokksins sem settur var síðdegis í dag og var endurkjörinn með 96,45 % atkvæða.
06.11.2020 - 17:36
Yfir 1.000 sækja rafrænan landsfund Samfylkingarinnar
Yfir eitt þúsund fulltrúar alls staðar að af landinu taka þátt í rafrænum landsfundi Samfylkingarinnar sem hefst síðdegis í dag. Yfirskrift fundarins er Vinna, velferð og græn framtíð og þar verður kosið í hin ýmsu embætti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar er einn í framboði til formanns, en tveir frambjóðendur eru í embætti varaformanns.
06.11.2020 - 07:39