Færslur: Landhelgisgæslan

Þyrlustjóri sendur í leyfi vegna lögreglurannsóknar
Þyrlustjóri hjá Landhelgisgæslunni er kominn í leyfi frá störfum vegna máls sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV.
13.05.2022 - 16:28
Lent heilu og höldnu eftir að hafa misst afl á hreyfli
Þyrlur og björgunarskip voru kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna einkaflugvélar sem missti afl á öðrum hreyfli vélarinnar. Þetta segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Um var að ræða tvær þyrlur gæslunnar auk áhafna björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Grindavík og Sandgerði.
13.05.2022 - 15:48
Segja lífi og heilsu sjómanna stefnt í hættu
Formenn samtaka sjómanna segja grafalvarlegt ef þyrlur Landhelgisgæslunnar geta ekki sinnt útköllum vegna manneklu, líkt og gerðist á dögunum. Öryggi sjómanna sé þannig stefnt í hættu.
Treysta á að þyrluflugmenn stökkvi til úr fríi
Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir að það tengist kjaradeilum þyrluflugmanna við ríkið ekki beint að ekki náðist að manna áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær. Hins vegar snúi aðal ágreiningsefnið í kjarasamningnunum að starfsöryggi flugmanna, og heimild þeirra til að neita að fljúga ef þeir t.d. eru veikir.
Maðurinn sem þyrla gat ekki sótt enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem slasaðist er bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum í gær er enn á sjúkrahúsi. Í samtali við fréttastofu segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurlandi, að maðurinn hafi þó reynst minna slasaður en litið hafi út í upphafi.
Engin vakt á þyrlu Gæslunnar í dag
Engin vakt er til taks til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag vegna veikinda. Flytja þarf mann, sem slasaðist alvarlega í bílslysi undir Eyjafjöllum landleiðina vegna þess að engin þyrla er tiltæk.
10.05.2022 - 12:46
Slasaður fluttur landleiðina því engin þyrla var tiltæk
Bíll fór út af vegi undir Eyjafjöllum skömmu eftir klukkan ellefu í dag. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að einn farþegi hafi verið um borð í bílnum og er hann alvarlega slasaður.
10.05.2022 - 12:34
Landhelgisgæslan kölluð út vegna vélarvana báts
Landhelgisgæslan var kölluð út ásamt björgunarfólki frá Landsbjörgu á áttunda tímanum í kvöld, vegna harðbotna slöngubáts sem rak í átt að klettum í Ísafjarðardjúpi.
09.05.2022 - 20:43
Mikill viðbúnaður vegna sambandsleysis við bát
Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs sem ekki náðist samband við.
25.04.2022 - 18:12
Björgunarmiðstöð byggð á 30 þúsund fermetra lóð
Björgunarmiðstöðin verður á svæði milli Kleppssvæðisins og Holtagarða. Áætluð þörf fyrir starfsemina er talin um 26 þúsund fermetrar. Dómsmálaráðherra segir að þetta sé risaskref inn í framtíðina.
Ítölsk flugsveit annast loftrýmisgæslu við Ísland
Flugsveit ítalska flughersins kemur til landsins á morgun til að annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Þar með hefst gæslan að nýju en þetta er í sjötta sinn sem Ítalir leggja til flugsveit.
Sóttu mann sem slasaðist eftir nauðlendingu á svifdreka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á hæsta viðbúnaðarstigi um klukkan eitt vegna manns sem nauðlenti er hann var á flugi í svifdreka.
Fráleitt að kröfur ríkisins ógni flugöryggi
Samninganefnd ríkisins telur fráleitt að kröfur nefndarinnar í kjaraviðræðum við Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, ógni flugöryggi í störfum Landhelgisgæslunnar enda sé flugöryggi tryggt með lögum. Flugmennirnir sögðu í ályktun í gær að vegið væri að flugöryggi með kröfunni um afnám starfsaldurslista flugmanna Landhelgisgæslunnar.
Viðtal
Saka fjármálaráðuneyti um að vega að flugöryggi
Vegið er að flugöryggi með kröfu fjármálaráðuneytis um að afnema starfsaldurslista hjá flugmönnum Landhelgisgæslunnar, segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Flugmennirnir hafa verið án kjarasamnings í tæp tvö og hálft ár. Þeir sendu frá sér harðorða ályktun í dag. Fréttastofa hefur óskað svara fjármálaráðuneytis í dag en án árangurs.
Myndskeið
Ítrekað rekin í land með of marga farþega í hvalaskoðun
Tveir lögreglumenn tóku á móti hvalaskoðunarskipinu Amelia Rose þegar það kom til hafnar í Reykjavík í hádeginu. Þeir töldu farþega sem komu í land og héldu síðan um borð til að ræða við áhöfn skipsins. Þetta er orðin nokkuð algeng sjón undanfarið meðan eigendur skipsins hafa deilt við Samgöngustofu og Landhelgisgæsluna um hversu langt megi sigla því með farþega. Landhelgisgæslan hefur ítrekað haft afskipti af skipinu fyrir að sigla of langt með mun fleiri farþega en haffærisskírteini leyfir.
Myndskeið
Þyrla sjóhersins forfallaðist á æfingu Gæslunnar
Sameiginleg björgunaræfing Landhelgisgæslunnar og bandaríska sjóhersins á Reykjanesskaga í dag fór á annan veg en ætlunin var í morgun. Vegna sjólags og ölduhæðar gat bandaríska þyrlan ekki á tekið loft af skipi flotans og tekið þátt í æfingunni.
10.04.2022 - 15:22
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir snjóflóð í Svarfaðardal
Þrír urðu fyrir snjóflóði í Svarfaðardal nærri Dalvík í kvöld. Neyðarlínu barst tilkynning um snjóflóðið klukkan 19:10.
07.04.2022 - 20:22
Slasaður skíðamaður sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar
Þyrla landhelgisgæslunnar sótti slasaðan skíðamann í fjöllin inn af Karlsá norðan Dalvíkur í dag. Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn laust fyrir klukkan tvö í dag. 
30.03.2022 - 17:32
Tvær Airbus-vélar þýska flughersins á Akureyri 
Tvær flugvélar þýska hersins voru staddar á flugvellinum á Akureyri í gær. Önnur vélanna bilaði á laugardaginn og þurfti að lenda í varúðarskyni. Þá var annarri vél flogið til landsins með aukahluti til að hægt væri að fljúga biluðu vélinni aftur til Þýskalands.
29.03.2022 - 11:21
Sjómanni bjargað úr sjónum undan Reykjanesi
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar voru kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi féll fyrir borð út af Sandvík á Reykjanesi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar. Þar segir að áhöfn færeysks loðnuveiðiskips, sem var að veiðum í grenndinni, hafi brugðist skjótt við og tekist að kasta björgunarhring til skipverjans, og að skipsfélagar mannsins hafi svo komið honum til bjargar á léttabát skömmu síðar.
Þyrlusveit og áhöfn Þórs sóttu veikan skipverja
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfn Þórs sóttu veikan skipverja grænlensks fiskiskips sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi í morgun.
07.03.2022 - 22:11
Þyrluferðir ráðamanna í einkaerindum verði bannaðar
Dómsmálaráðherra segir að settar verði reglur um flugferðir ráðamanna með þyrlum Landhelgisgæslunnar og séð til þess að þær verði ekki notaðar í einkaerindum. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið far með þyrlu gæslunnar til að fara á fund í Reykjavík, þegar hún var í fríi úti á landi.
Kaupir olíu í Færeyjum til að sleppa við að greiða VSK
Landhelgisgæslan keypti eldsneyti á varðskipin fyrir ríflega tvöhundruð milljónir króna í Færeyjum en einungis fyrir tvær milljónir á Íslandi, til þess að komast hjá því að greiða virðisaukaskatt hérlendis. Þannig sparaði gæslan ríkinu um þrettán milljónir króna, sem hefðu hvort eð er runnið aftur til ríkissjóðs.
25.02.2022 - 12:46
Áhöfnin á Freyju kom norsku loðnuskipi til aðstoðar
Áhöfnin á Freyju, varðskipi Landhelgisgæslunnar, kom norsku loðnuskipi til aðstoðar í gærkvöldi. Skipstjóri norska skipsins hafði samband við stjórnstöð Gæslunnar um kvöldmatarleyti í gær og óskaði eftir aðstoð eftir að veiðarfæri festust i skrúfu skipsins.
Sjónvarpsfrétt
Gætu þurft að bíða í mánuði með að ná upp flugvél
Beðið verður í vikur jafnvel mánuð með að ná flugvélinni upp sem fór í Þingvallavatn fyrir rúmri viku með fjóra innanborðs. Vatnið er allt ísilagt og daglega bætist ofan á ísinn. Það var vandasamt verk að stýra kafbáti með griparmi í aðgerðum á Þingvallavatni í gær. Kafari sem stýrði bátnum segir mikinn leir á botni vatnsins sem hafi gruggast við minnstu hreyfingu.