Færslur: Landhelgisgæslan

Lést við vinnu á bifreiðaverkstæði í gær
Maðurinn sem lést í vinnuslysi á Hellissandi í gærmorgun var að gera við bíl þegar slysið var. Maðurinn var við vinnu á bifreiðaverkstæði og varð undir bílnum. Hann var látinn þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn.
24.09.2020 - 11:37
Auðskilið mál
Eyddu sprengju frá seinni heims-styrjöldinni
Sprengja fannst á Sandskeiði, nokkru fyrir austan Reykjavík, í gær. Sprengjan er frá því í seinni heims-styrjöldinni. Landhelgisgæslan sendi sprengju-eyðingar-sveitina sína á staðinn til að eyða sprengjunni.
Sprengjukúla úr seinna stríði fannst undir háspennulínu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í gær eftir að sprengikúla úr seinna stríði fannst við línuveg á Sandskeiði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að sprengikúlan hafi legið undir þremur háspennulínum sem liggi til höfuðborgarsvæðisins.
23.09.2020 - 13:35
Ókunnur hlutur sprengdur á Sandskeiði
Kallað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar á Sandskeiði, austan við höfuðborgarsvæðið, um kvöldmatarleytið í kvöld vegna torkennilegs hlutar sem fannst þar í jörðinni. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu hlutinn á staðnum, eins og jafnan er gert þegar hlutir sem mögulega eru hættulegir finnast. Ekki hefur fengist staðfest hvers kyns hluturinn var.
23.09.2020 - 00:15
Einn fluttur með þyrlu eftir bílslys á Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna bílslyss á Snæfellsnesi. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni er þyrlan nú á leið til baka með einn einstakling meðferðis sem fluttur verður á Landspítalann.
13.09.2020 - 15:31
Þyrla og björgunarsveitir leituðu manns í Þjórsárdal
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til leitar að manni sem hafði orðið viðskila við félaga sína efst í Þjórsárdal í Árnessýslu á Suðurlandi.
13.09.2020 - 10:34
Þyrlunum flogið hátt í 900 tíma á ári
Þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur verið flogið í hátt í níu hundruð klukkutíma á ári að meðaltali síðustu ár. Stefnt er að um 900 klukkustunda flugi ár hvert til að tryggja að flugáhafnir séu í nægri æfingu og bætt við aukaflugferðum ef flug er undir áætlun.
11.09.2020 - 07:00
Þyrla Gæslunnar sótti tvo slasaða göngumenn
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða göngumenn í dag; þann fyrri í Snæfell og þann síðari á Fimmvörðuháls. Hvorugur er alvarlega slasaður og báðir voru fluttir á sjúkrahús.
26.08.2020 - 19:48
Mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra viðurkennir að það hafi verið mistök að fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á samráðsfund heilbrigðisráðherra í síðustu viku. Hún segir tilefni til þess að endurskoða verklag og hyggst ekki þiggja sams konar boð aftur. 
Þyrluflug ráðherra skerti ekki viðbragðsgetu
Ferð ráðherra með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Suðurlandi til Reykjavíkur og aftur til baka í síðustu viku krafðist ekki aukakostnaðar né aukinnar fyrirhafnar Gæslunnar. Viðbragðsgetan var ekki skert þar sem þyrlan var fullmönnuð til útkalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan flutti dómsmálaráðherra úr hestaferð á fund
Land­helg­is­gæsl­an flutti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra úr hesta­ferð á Suð­ur­landi á samráðsfund heilbrigðisráðherra, sem haldinn var síðasta fimmtudag, og svo aftur til baka.
Eyddu leifum af sprengjum í Hlíðarfjalli
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar eyddi í gær gömlum leifum af sprengjum sem fundust í Hlíðarfjalli í síðustu viku. Sögugrúskari sem fann sprengjubrotin segist ekki geta neitað því að hafa orðið dálítið smeykur við fundinn.
Kanna hvort ósprungnar sprengjur séu í Hlíðarfjalli
Mikið magn af sprengjubrotum fannst í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar í síðustu viku. Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar mun kanna hvort ósprungnar sprengjur finnist á svæðinu í dag.
18.08.2020 - 12:12
Myndskeið
Áhöfn TF-SIF kom upp um stórtæka fíkniefnasmyglara
Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, kom auga á bát með tæpt tonn af fíkniefnum við landamæraeftirliti á vestanverðu Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópu. Spænska lögreglan handtók fjóra vegna málsins og gerði 963 kíló af hassi upptæk.
11.08.2020 - 15:34
Slasaðist er skurður féll saman
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
Þyrla kölluð út vegna vélarvana báts sem rak í land
Fimm tonna fiskibátur varð vélarvana í dag vestur af Hrólfsskeri og rak í kjölfarið hratt að bjargi í Ólafsfjarðarmúla. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út fyrir hádegi. Einn var um borð í bátnum.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Myndskeið
Hitamyndavél um borð skipti sköpum við leitina
Áhöfn þyrlunnar TF-EIR notaðist við hitamyndavél til þess að finna manninn sem hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík í nótt. Göngumaðurinn fannst heill á húfi um sexleytið í morgun með myndavélinni.
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Myndskeið
COVID-19 veldur auknu álagi á sprengjusérfræðinga
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið auknu álagi á sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Ferðaþyrstir landsmenn hafa gengið fram á óvenjumargar sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni.
02.06.2020 - 20:03
Varðskipið Þór fylgdi skútu til hafnar í Reykjavík
Skipstjóri seglskútu óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í innsiglingu til Reykjavíkurhafnar í slæmu veðri í gærmorgun. Vindhraði fór yfir 40 hnúta á svæðinu á tímabili. Varðskipið Þór var í grenndinni og kom að seglskútunni skömmu síðar og fylgdi skútunni síðasta spölinn inn til hafnar. Þrír voru um borð í skútunni og voru stög í mastri skemmd og seglbúnaður sömuleiðis.
25.05.2020 - 13:12
Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.
20% aukning á útköllum þyrlusveitar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins. Það er rúmlega 20 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Í vikunni fór þyrlan TF-GRO í tvö útköll, annars vegar í leit að skipverja yfir Vopnafirði og hins vegar að sækja slasaða konu við Hvannadalshnjúk.
21.05.2020 - 21:27