Færslur: Landhelgisgæslan

Slasaðist er skurður féll saman
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út nú undir kvöld vegna manns sem slasaðist þegar skurður sem hann var að vinna við féll saman.
Viðvarandi verkefni að „eltast við trassana“
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fagnar tillögum um aukið eftirlit Fiskistofu og Landhelgisgæslu með fiskveiðum og endurskilgreiningu á því hverjir teljist vera tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem lagt er til í nýrri skýrslu verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðum sem kynnt var á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Landhelgisgæslan sinni auknu eftirliti með fiskveiðum
Verkefnastjórn um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni leggur til að Landhelgisgæslan fái aukið eftirlitshlutverk á sjó með fiskveiðum og að Fiskistofa fari með stjórnsýsluþátt verkefnisins. Jafnframt segir í skýrslu sem verkefnastjórn hefur skilað sjávarútvegsráðherra að tryggja þurfi betur að upplýsingar um veiddan sjávarafla séu réttar. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði fyrir tæpum þremur árum um brottkast, framhjálöndun og vanmátt Fiskistofu til að sinna eftirliti.
Þyrla kölluð út vegna vélarvana báts sem rak í land
Fimm tonna fiskibátur varð vélarvana í dag vestur af Hrólfsskeri og rak í kjölfarið hratt að bjargi í Ólafsfjarðarmúla. Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Eyjafirði voru kallaðar út fyrir hádegi. Einn var um borð í bátnum.
Vilja 30.000 fermetra undir viðbragðsaðila 
Framkvæmdasýsla ríkisins leitar nú að 30.000 fermetra lóð eða 26.000 fermetra húsnæði á höfuðborgarsvæðinu svo hægt verið að hýsa lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu, Tollgæslu, Neyðarlínu og Slysavarnafélagið Landsbjörg undir einu og sama þakinu.
Myndskeið
Hitamyndavél um borð skipti sköpum við leitina
Áhöfn þyrlunnar TF-EIR notaðist við hitamyndavél til þess að finna manninn sem hafði lent í sjálfheldu við Kroppstaðahorn í Skálavík í nótt. Göngumaðurinn fannst heill á húfi um sexleytið í morgun með myndavélinni.
Fjögurra vikna sóttkví fyrir loftrýmisgæslu á Íslandi
Ítalski flugherinn sinnir loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins hér á landi frá og með miðjum júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð ytra áður en hingað er komið. Við komuna til landsins fara þeir aftur í 14 daga sóttkví, eins og allir sem hingað koma þurfa að gera. Verða þeir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á meðan.
Myndskeið
COVID-19 veldur auknu álagi á sprengjusérfræðinga
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið auknu álagi á sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Ferðaþyrstir landsmenn hafa gengið fram á óvenjumargar sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni.
02.06.2020 - 20:03
Varðskipið Þór fylgdi skútu til hafnar í Reykjavík
Skipstjóri seglskútu óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar í innsiglingu til Reykjavíkurhafnar í slæmu veðri í gærmorgun. Vindhraði fór yfir 40 hnúta á svæðinu á tímabili. Varðskipið Þór var í grenndinni og kom að seglskútunni skömmu síðar og fylgdi skútunni síðasta spölinn inn til hafnar. Þrír voru um borð í skútunni og voru stög í mastri skemmd og seglbúnaður sömuleiðis.
25.05.2020 - 13:12
Þyrlan kölluð út vegna slyss við Fagurhólsmýri
Maður féll á klifursvæði í Hnappavallahömrum nálægt Fagurhólsmýri á Suðurlandi síðdegis í dag og var þyrla Landhelgisgæslunnar send á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni kom útkallið rétt fyrir klukkan 16 og var þyrlunni lent við Fagurhólsmýri klukkan 17:26.
20% aukning á útköllum þyrlusveitar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins. Það er rúmlega 20 prósent aukning frá sama tíma í fyrra. Í vikunni fór þyrlan TF-GRO í tvö útköll, annars vegar í leit að skipverja yfir Vopnafirði og hins vegar að sækja slasaða konu við Hvannadalshnjúk.
21.05.2020 - 21:27
Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar í viðhaldi
Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru í viðhaldi og hafa verið eftir að TF Gro kom úr útkalli í gær. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, við fréttastofu. TF GRO er í reglubundnu viðhaldi sem farið var í eftir útkall á Hvannadalshnúk. 
20.05.2020 - 13:38
Mikill viðbúnaður vegna báts í vanda
Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir .Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni.
13.05.2020 - 13:13
Myndskeið
Óðni siglt í fyrsta sinn í tæp 15 ár
Varðskipið Óðinn, sem legið hefur við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn frá 2008, sigldi í dag í fyrsta sinn í næstum fimmtán ár. Tilefnið er að sextíu ár eru frá því að Óðinn kom til landsins en á þeim tíma var það eitt öflugasta björgunarskip Norðurlanda.
11.05.2020 - 22:39
Björguðu hval úr veiðarfærum
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hnúfubak sem flæktist í veiðarfærum fiskibáts í síðustu viku. 
05.05.2020 - 09:59
Fengu rauða viðvörun um olíumengun
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rauð olíumengunarviðvörun með gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu í gærmorgun. Samkvæmt myndinni var olíumengunin um 50 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.
30.04.2020 - 13:42
Leituðu göngufólks og sóttu veikan sjómann
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að tveimur göngumönnum í nótt. Talið var að þeir væru á göngu á Þverártindi. TF-GRO tók á loft á þriðja tímanum og hafði áhöfnin meðferðis nætursjónauka, hitamyndavél og búnað til að finna farsíma, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Áhöfnin á Þór bjargaði hval úr veiðarfærum
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem festist í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um málið á ellefta tímanum og var Matvælastofnun strax gert viðvart, að því er fram kemur í tilkynningunni.
22.04.2020 - 15:44
Áhafnir fiskibáta í Skagafirði brugðust skjótt við
Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbörgunarsveitir voru ræstar út á fimmta tímanum í dag þegar beiðni um aðstoð barst frá fiskibát í Skagafirði. Talsverður leki var kominn að bátnum.
Mynduðu Bárðarbungu með ratsjám eftir skjálftann
Einn stærsti skjálfti sem orðið hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni fyrir nærri sex árum varð í fyrrinótt þegar skjálfti mældist 4,8 að stærð. Landhelgisgæslan flaug yfir svæðið í gær og myndaði bæði Bárðarbungu og Öskju með ratsjám.
21.04.2020 - 06:38
Ratsjá kanadíska flughersins sett upp á Stokksnesi
Umfangsmiklar endurbætur standa nú yfir á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi og kanadíski flugherinn hefur komið upp tímabundinni færanlegri ratsjá á Stokksnesi á meðan á þeim stendur. Það er gert til að tryggja órofinn rekstur og eftirlit með loftrýminu yfir og við Ísland.
20.04.2020 - 17:13
Gæslan skipti um vindhraðamæli við Hornbjargsvita
Landhelgisgæslan sinnti nokkuð óvenjulegu verkefni á dögunum þegar Vegagerðin óskaði eftir aðstoð vegna þess að vindhraðamælir bilaði við Hornbjargsvita á Vestfjörðum þegar ísing féll á hann.
16.04.2020 - 18:42
Leituðu tveggja fjórhjólamanna á Vestfjörðum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar að tveimur mönnum á fjórhjólum við Drangajökul eftir miðnætti í nótt. Talið var að þeir hefðu farið frá Steingrímsfjarðarheiði í átt að Drangajökli fyrr um daginn. Eftir tæplega klukkustundarleit fundust mennirnir.
09.04.2020 - 13:30
Gæslan sækir hylki til Noregs svo flytja megi smitaða
TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, lenti laust fyrir klukkan fjögur á Gardermoen-flugvelli í Ósló og sótti tvö hylki sem eru mikilvæg við sjúkraflutninga þeirra sem eru smitaðir af kórónuveirunni smitaða. Annað hylkið fer á Landspítalann og hitt á sjúkrahúsið á Akureyri. 
03.04.2020 - 16:56
Mikið álag vegna veikinda á sjó
Vaxandi álag hefur verið á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðustu daga vegna kórónuveirufaraldursins og hafa fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
02.04.2020 - 16:40