Færslur: Landhelgisgæslan

Landinn
Það sem stríðið skildi eftir
„Það er ótrúlega mikill áhugi hér á landi á að safna munum tengdum heimsstyrjöldinni síðari, miðað við að við höfum kannski minna úr að moða en safnarar annars staðar í Evrópu,“ segir Sigurður Már Grétarsson, safnari.
22.10.2021 - 07:50
Myndskeið
Þór stefnir á stórtæka hvalhræjaförgun
Varðskipið Þór ætlar að sigla norður á Strandir, sækja fimmtíu grindhvalahræ, sigla með þau út á sjó og kasta þeim þar fyrir borð. Aðgerðin er sú stærsta í sögu gæslunnar þegar kemur að förgun hvalhræja.
07.10.2021 - 19:13
Þór kemur á Strandir og hirðir rúmlega fimmtíu hvalhræ
Áhöfn á varðskipinu Þór kemur í Árneshrepp á Ströndum í næstu viku og mun taka þar rúmlega fimmtíu grindhvalahræ sem liggja í fjörum um borð í skipið. Varðskipinu verður síðan siglt út fyrir sjávarfallastrauma og hræjunum þá hent fyrir borð.
07.10.2021 - 11:14
Myndskeið
Áhöfn skútu sem strandaði hífð um borð í þyrlu
Skúta sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi komst aftur á flot í morgun og siglir nú á eigin vélarafli til Ísafjarðar í fylgd sjómælingaskipsins Baldurs og björgunarskipsins Kobba Láka. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ, kom fjögurra manna áhöfn skútunnar til bjargar í nótt og hífði þá um borð.
05.10.2021 - 10:00
Landhelgisgæslan bjargaði áhöfn skútu í Ísafjarðardjúpi
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ kom fjórum skipverjum skútu sem strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi til bjargar um klukkan tvö í nótt.
Sjónvarpsfrétt
„Fjallið er komið niður"
„Ég hef ekkert heim að gera. Allt láglendið er undir vatni og fjallið er komið að stórum hluta niður, segir Hlöðver Hlöðversson, bóndi á Björgum í Útkinn. Stórir hlutar sveitarinnar urðu aurskriðum að bráð í nótt í mestu rigningum þar í manna minnum. Flytja þurfti fjölskylduna á brott með þyrlu, eftir að hún varð innlyksa á milli skriðnanna.
03.10.2021 - 18:54
Stór áfangi að varðskip fái heimahöfn á landsbyggðinni
Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir að ekki þurfi að ráðast í miklar framkvæmdir í Siglufjarðarhöfn til að útbúa þar aðstöðu fyrir nýtt varðskip. Hann telur miklu máli skipta fyrir landsbyggðina að varðskip skuli nú í fyrsta sinn hafa eignast heimahöfn úti á landi.
22.09.2021 - 18:19
Skipherra í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni
Skipherra á varðskipi Landhelgisgæslunnar hefur verið settur í leyfi vegna gruns um kynferðislega áreitni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er það skipherra á gamla varðskipinu Tý sem um ræðir. Í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV segir að nú séu samskipti um borð rannsökuð.
21.09.2021 - 22:06
Heimahöfn nýs varðskips verður á Siglufirði
Samið hefur verið um kaup á varðskipinu Freyju og verður heimahöfn skipsins á Siglufirði. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð. Tvö þeirra voru gild og var lægra tilboðinu tekið, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
21.09.2021 - 20:13
„Strax ljóst að það yrði ekkert grín að komast að þeim“
Mjög erfiðar aðstæður voru þegar fjórum mönnum í strönduðum gúmmíbát var bjargað á skeri við Akurey í Kollafirði í gærkvöld. „Svarta myrkur, versnandi veður, staðsetning vituð en þarf samt að taka með fyrirvara,“ segir félagi í björgunarsveitinni Ársæli þegar hann lýsir skilyrðum við upphaf útkallsins.
Gæslan vísaði bát í land vegna gruns um covid-smit
Upp hafa komið nokkur covid-smit sem talin eru tengjast sjómönnum á Bakkafirði. Varðskipið Týr var fengið til að vísa trillu þeirra við Bakkaflóa í land, til þess að þeir færu í sýnatöku og í sóttkví.
16.09.2021 - 12:53
Leita skútu sem fór frá Vestmannaeyjum snemma í ágúst
Alþjóðleg leit og eftirgrennslan hefur staðið yfir undanfarna daga vegna hollenskrar skútu sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til syðsta hluta Grænlands, að því er talið er, þann 8. ágúst.
07.09.2021 - 14:52
Gæslan fylgdist með skipum rússneska flotans
Landhelgisgæslan fylgdist með ferðum þriggja rússneskra skipa innan íslensku efnahagslögsögunnar en utan landhelginnar um nokkurra daga skeið fyrr í mánuðinum. Varðskipið Þór fylgdist með ferðum eins skipanna fyrir norðan land í ratsjá. Þyrlur Landhelgisgæslunnar fóru í tvígang austur fyrir land til að kanna hin skipin tvö.
31.08.2021 - 07:31
Sóttur af Gæslunni eftir að hafa rekið frá landi
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í morgun kölluð til vegna tilkynningar um mann í sjónum á milli Reykjanesvita og Sandvíkur.
Óttast helst að missa starfsfólk Gæslunnar í sóttkví
Mikill erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarið. Þyrla gæslunnar fór í vikunni í fjögur útköll á einum sólarhring sem er með því mesta sem þekkist. Útköllin hafa gengið vel en framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá gæslunni segist hafa mestar áhyggjur af því að missa fólk í sóttkví.
15.08.2021 - 17:37
Fjögur þyrluútköll Landhelgisgæslunnar í gær
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafði í nógu að snúast í gær og sinnti þá fjórum útköllum vegna slysa og veikinda.
11.08.2021 - 12:07
Slasaður maður sóttur á Móskarðshnjúka
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir göngumanni sem ökklabrotnaði á leið sinni niður Móskarðshnjúka um átta leytið í kvöld. Sjúkrabílar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í fyrstu sendir á staðinn og nutu sjúkraflutningamenn aðstoðar Björgunarsveitarinnar í Mosfellsbæ við að komast til mannsins.
Þyrla flutti slasaðan ferðamann af gosslóðum
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaða konu frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Landspítalann í Fossvogi á þriðja tímanum í dag.
Slys í sunnanverðum Stöðvarfirði
Tilkynnt var um slys í Súlum í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í dag. Lögreglan á Austurlandi, björgunarsveitir og sjúkralið voru kölluð út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Reglulega gýs á sjávarbotni og enginn tekur eftir því
Varðskipinu Þór var í gærkvöldi siglt vestur undir Krýsuvíkurberg til þess að kanna hvort þar væri mögulega hafið eldgos á hafsbotni. Landhelgisgæslunni hafði borist tilkynning frá vegfarenda um dökkgráa reykjarstróka úti á hafi.
Kanna hvort neðansjávargos sé hafið
Landhelgisgæsla hefur sent varðskipið Þór til þess að kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar, vestanmegin við Krísuvíkurberg. Landhelgisgæslunni barst tilkynning rétt eftir klukkan átta í kvöld frá vegfaranda við Selvogsvita sem hafði séð dökkgráa reykjarstróka úti á hafi. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, við fréttastofu.
07.08.2021 - 22:34
Allar þyrlur Landhelgisgæslunnar ónothæfar í sólarhring
Fyrr í vikunni kom upp sú staða að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru ónothæfar vegna óvæntra bilana. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar luku í gærkvöld við viðgerð á einni þyrlunni, TF-EIR, og er hún því klár í útköll á ný. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við fréttastofu.
06.08.2021 - 15:32
Rúta með ferðamenn fór út af vegi í Biskupstungum
Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting fór út af vegi í Biskupstungum á sjöunda tímanum í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu um slysið laust fyrir klukkan sjö. Rútan var full af farþegum sem voru að koma frá Hvítá eftir flúðasiglingar. Enginn slasaðist alvarlega.
Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Þyrla kölluð út vegna mótorhjólaslyss á Ströndum
Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna mótorhjólaslyss sem varð á Ströndum.
01.08.2021 - 13:52