Færslur: Landbúnaður

Repjuolía gæti dregið verulega úr losun koldíoxíðs
Hægt væri að minnka losun margra gróðurhúsalofttegunda um tugi prósenta með því að skip og vinnuvélar noti lífrænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Þingmenn leggja að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að meta hagræn áhrif þess að rækta repju og nepju á Íslandi.
Viðtal
Óttast ekki að væst hafi um kindurnar
Gangnamenn í Austur-Húnavatnssýslu þurftu frá að hverfa í gær sökum þoku. Jón Gíslason, bóndi á Hofi, gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri göngumönnum og þar hófst smölun á ný í morgun. Þar er skyggni orið þokkalegt en þó er snjór yfir öllu og lágskýjað. Þegar rætt var við Jón í hádegisfréttum voru gangnamenn að byrja að mynda línu.
04.09.2020 - 13:43
Dauði hana ýtir undir löggjöf til verndar sveitalífi
Yfir 74 þúsund undirskriftir hafa safnast þar sem sem kallað er eftir viðbrögðum við snemmbúnum dauðdaga franska hanans Marcel. Söfnuninni er beint að fyrrverandi landbúnaðarráðherra og dýraverndunarsamtökum ýmsum.
Leiðrétta þarf afurðaverð til bænda
Afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda er það lægsta í Evrópu og hefur lækkað talsvert að raungildi undanfarin ár.
Alþingi: Vísitölutenging bóta og afglæpavæðing felld
Þingi hefur nú verið frestað. Allmörg mál voru til umræðu á þessum síðasta þingfundi sumarsins og um þau greidd atkvæði. Þingfundum verður framhaldið 27. ágúst þegar ræða á efnahagsástandið á tímum kórónuveirunnar.
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Stefna að tilraunum í heimaslátrun með haustinu
Stefnt er að því að hefja tilraunir með heimaslátrun í haust. Taka á sýni úr lömbum sem verður slátrað heima og kanna gæði kjötsins. Bóndi segir að heimaslátrun auki verðmætasköpun og ýti jafnvel undir nýsköpun.
Auglýsa eftir fólki til þess að leysa bændur af
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna nú að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur, vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir fólki á viðbragðslista sem er tilbúið til þess að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur smitist af veirunni.
Landinn
Endurnýta fiskvinnslusalt á Flateyri
„Uppistaðan er náttúrlega salt sem við fáum úr saltfiskverkunum. Í staðinn fyrir að henda saltinu, þá nýtum við það í þessar fötur til að gefa skepnum,“ segir Eyvindur Atli Ásvaldsson, annar eigenda Kalksalts á Flateyri. Eyvindur og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, festu nýlega kaup á verksmiðju Kalksalts af Úlfari Önundarsyni sem þróaði uppskriftina og aðferðirnar.
11.03.2020 - 15:06
Myndskeið
Formennskan snýst um áherslur en ekki kyn
Gunnar Þorgeirsson felldi Guðrúnu Tryggvadóttur, formann Bændasamtakanna, í formannskjöri í dag. Gunnar segir að þetta snúist um áherslur en ekki kyn. Guðrún segir að það sé ekki gott fyrir ímynd samtakanna að kona sé felld eftir árs formennsku. 
03.03.2020 - 19:31
Kveikur
Síðasti bóndinn slekkur ljósið
Neysluhættir Íslendinga hafa gerbreyst á undanförnum áratugum og sífellt fleiri velja grænmeti. En íslenska landbúnaðarkerfið virðist að mörgu leyti sniðið að kröfum neytenda á áttunda áratug síðustu aldar.
25.02.2020 - 20:05
Jóladagatal
Þurfti á fersku sveitalofti í lungun að halda
Þau Helga Margrét og Jafet Máni á RÚV núll skelltu sér í sveitina, þar sem Helga ólst upp, í tíunda þætti Jólakortsins. Máni er ekki beinlínis vanur sveitalífinu en Helga þurfti að komast úr eril borgarinnar fyrir jólin.
11.12.2019 - 21:49
Fundi landbúnaðarráðherra og fulltrúa bænda frestað
Fundi Kristjáns Þórs Júlíssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með fulltrúum bænda og atvinnurekenda hefur verið frestað. Greint var frá því í hádegisfréttum að þeir myndu funda eftir hádegi í dag til að ræða frumvarp um breytingar á búvöru- og tollalögum, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. 
06.12.2019 - 14:47
Ungir bændur í Öxarfirði opna ullarverksmiðju
Ungir bændur í Öxarfirði vinna nú að því að opna ullarverksmiðju í bæjarhlaðinu. Í verksmiðjunni verður ull úr hérað fullunnin en stefnt er að því að hefja framleiðslu strax á nýju ári.
18.11.2019 - 23:00
Landvernd: „Hvernig gat kerfið klikkað svona?“
Ráðstöfun almannafjár við gæðastýringu í sauðfjárrækt var til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í morgun. Fulltrúar frá Landvernd sem komu fyrir nefndina vilja að hún láti rannsaka sérstaklega af hverju Landgræðslunni var gert að votta landnotkun sumra sauðfjárbænda sem sjálfbæra þrátt fyrir að það væri þvert á faglega úttekt stofnunarinnar.
05.11.2019 - 14:40
Myndskeið
Innlend framleiðsla á undanhaldi
Hlutdeild innlendrar framleiðslu í grænmetisneyslu hefur hrapað á undanförnum árum. Garðyrkjubændur hafa áhyggjur af þróuninni og kalla eftir stöðugleika í rekstrarumhverfi.
14.09.2019 - 19:54
„Við erum búin að þjösnast á vistkerfunum“
Ósjálfbær landnýting og loftslagsbreytingar ógna matvælaöryggi á jörðinni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Sérfræðingur við landbúnaðarháskóla Íslands segir mikilvægt að breyta neysluháttum. Bætt landnotkun getur aukið viðnámsþol jarðar gagnvart loftslagshamförum af mannavöldum en haldi ósjálfbær nýting áfram, eykur það á vandann.
08.08.2019 - 19:20
Búið að slaka um of á reglum um jarðakaup
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra vill horfa til Norðmanna og Dana þegar kemur að því að setja lög um kaup auðmanna á jörðum. Þar ber kaupendum að hafa lögheimili skráð á jörðinni.
18.07.2019 - 16:21
Ekki vilji til að hlusta á fagfólkið
Landgræðslustjóri segir að landið sé enn að tapa jarðvegi og því miður sé ekki hlustað á fagmenn. Hann segir að nóg sé til af grasi. Hægt væri að vera með miklu stærri fjárstofn ef beitt væri á láglendi.
20.06.2019 - 17:32
Myndskeið
„Það er fleira matur en feitt ket“
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út í verðlag á Íslandi og hvort það stæði til að breyta landbúnaðarkerfinu til þess að lækka megi matvöruverð á Íslandi og auka samkeppni. Óundirbúinn fyrirspurnatími var á Alþingi við upphaf þingfundar í dag.
07.02.2019 - 11:45
Norskir loðdýrbændur vilja yfir 32 milljarða
Norskir loðdýrabændur vilja fá yfir 32 milljarða króna bætur frá ríkinu ef greinin verður lögð niður. Samkvæmt stjórnarsáttmála norsku ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að loðdýrarækt verði hætt 2025. Boð ríkisstjórnarinnar hljóðar upp á rúmlega 5 milljarða króna bætur
04.02.2019 - 17:00
 · Erlent · Landbúnaður
Fréttaskýring
Kindur menga mest í krafti fjöldans
Um 83% losunar gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði skrifast á sauðfjár- og nautgripabú. Kindurnar losa mest, kýrnar eru í öðru sæti. Umhverfisverkfræðingur segir að til að tillaga stjórnvalda, um að minnka losun frá landbúnaði um fimmtung án þess að fækka gripum, geti orðið að veruleika þurfi að hætta að flytja inn tilbúinn áburð og byrja að vinna metan úr mykju í stórum stíl.
26.10.2018 - 13:24
„Allir þurfa að gera allt sem þeir geta“
„Við erum á þeim tímum núna að allir þurfa að gera allt sem þeir geta. Landbúnaðurinn er stór þátttakandi í því að snúa við þróuninni í loftslagsbreytingum. Stærsta einstaka viðfangsefnið eru áburðarmál á Íslandi - og hugsunin almennt: Að við höfum sjálfbærni að leiðarljósi alla leið,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi og formaður VOR, Verndun og ræktun, sem er félag framleiðenda í lífrænum búskap á Íslandi. Hún var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1.
15.10.2018 - 10:36
Viðtal
„Enginn fullgildur gangnamaður án talstöðvar“
Vanir gangnamenn, rösk ungmenni og kyrrsetufólk að sunnan. Svona var hópurinn sem gekksuður hlíðar Hólafjalls, innst í Eyjafirði, um liðna helgi, samansettur. Það er tekið að hausta og þá þurfa sauðfjárbændur að safna liði og sækja fé sitt á fjall. Spegilinn fór í göngur og ræddi göngur á Eyjafjarðarsvæðinu við Birgi H. Arason, fjallskilastjóra Eyjafjarðarsveitar. Hlýða má á umfjöllunina í spilaranum hér fyrir ofan.
14.09.2018 - 19:27
  •