Færslur: Landbúnaðarmál

Heyskapur gengur ágætlega þrátt fyrir ótrausta þurrka
Heyskapur gengur víðast hvar ágætlega, vel viðraði í maí og vel heyjaðist í júní þó kalt hafi verið í veðri. Júlí hefur verið erfiðari. Bændur á Suðurlandi hafa áhyggjur af kornuppskeru.
28.07.2022 - 12:56
Kórónuveira veldur bráðsmitandi veiruskitu hjá kúm
Bráðsmitandi veiruskita af völdum kórónuveiru hefur greinst í kúm hér á landi. Sérgreinadýralæknir hjá Mast segir neytendur ekki þurfa að óttast sjúkdóminn en bændur þurfi að huga vel að sóttvörnum.
22.07.2022 - 12:15
Segir beina styrki betri en hömlur
Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Blóðmerahald áfram leyft
Starfshópur matvælaráðherra hefur skilað af sér áliti um starfsemi við blóðtöku hryssna. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að lagaumgjörðin um blóðtöku úr fylfullum hryssum sé afar óljós og ekki viðunandi. Starfshópurinn telur að lagaheimild sé til staðar til að starfsemin sé gerð leyfisskyld og því ekki þörf á lagabreytingum.
01.06.2022 - 12:15
Sjónarpsfrétt
Tapar tugum þúsunda á hverjum nautgrip sem hann elur
Nautgripabóndi í Eyjafjarðarsveit segir að hækka þurfi afurðaverð á nautakjöti um tugi prósenta eigi greinin að lifa af. Hann íhugar nú alvarlega að hætta framleiðslu verði engar breytingar gerðar.
27.05.2022 - 13:21
Sjónvarpsfrétt
Með vinsælasta sæðið í sveitinni og dauðlangar á Tinder
Hrúturinn Austri frá Stóru-Hámundarstöðum í Eyjafirði gæti gegnt lykilhlutverki í að útrýma riðu úr íslensku sauðfé. Austri tekur verkefninu með ró en ætlar þó að nýta sér vinsældirnar og hefur þegar óskað eftir aðgangi á stefnumótasíður.
01.04.2022 - 10:32
Sjónvarpsfrétt
Hryssur tilbúnar að leggja á sig blóðtöku fyrir frelsi
Blóðmerabóndi í Vatnsdal þvertekur fyrir að blóðtaka úr fylfullum merum geti talist dýraníð. Hann er sjálfur með tugi mera í blóðtöku sem hann er sannfærður um að lifi góðu lífi.
09.03.2022 - 10:06
„Erfitt að horfa á svona hrylling“
Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir á Vestfjörðum vill að blóðtaka fylfullra mera hér á landi verði bönnuð. Það verklag sem sjáist í myndbandi sem dýraverndarsamtök hafa birt sé ekkert annað en dýraníð.
22.11.2021 - 22:10
Bændur áfjáðir í listaverk í eigu Bændasamtakanna
Forsölu til meðlima Bændasamtakanna á verkum í eigu þeirra lauk um helgina. Sérfræðingur hjá samtökunum segir viðbrögð hafa verið góð og fjöldi verka seldist.
Sjónvarpsfrétt
Mikil gróska í framleiðslu á vörum úr geitamjólk
Salatostur og skyr eru meðal afurða sem geiturnar á Lynghóli í Skriðdal gefa af sér nú í sumar. Þrátt fyrir hæga fjölgun í geitastofninum er nú mikil gróska í framleiðslu á vörum úr geitamjólk.
03.08.2021 - 14:44
Allur landbúnaður kolefnisjafnaður fyrir 2040
Íslenskur landbúnaður verður að fullu kolefnisjafnaður innan nítján ára. Þetta kemur fram í samkomulagi sem lanbúnaðaráðherra og Bændasamtökin undirrituðu í morgun. Með þessu lauk jafnframt endurskoðun á öllum fjórum búvörusamningum sem tóku gildi fyrir fjórum árum. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir þetta engu breyta um matvælaverð.
Vilja minna regluverk og meiri sveigjanleika
Minnka þarf regluverk og auka sveigjanleika fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu stefnuna.
Myndskeið
Leiðinlegast að greina jákvætt sýni
Vísindamönnum hefur verið fjölgað á Keldum við að anna greiningu sýna úr Skagafirði, þar sem riða hefur greinst. Þúsundir sýna hafa borist að undanförnu. Einn vísindamannanna segir leiðinlegast við vinnuna að greina jákvætt sýni.
Vilja stöðva niðurskurð vegna riðu
Landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar vill stöðva niðurskurð vegna riðu á bænum Syðri-Hofdölum. Riða hefur ekki greinst í dýri á bænum, aðeins í aðkomuhrút sem þar var um skemmri tíma.
Meiri eftirspurn mætt með auknum innflutningi
Fjölgun ferðamanna á undanförnum árum og breytingar á neysluvenjum hafa orðið til þess að innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist töluvert síðasta áratuginn.
Repjuolía gæti dregið verulega úr losun koldíoxíðs
Hægt væri að minnka losun margra gróðurhúsalofttegunda um tugi prósenta með því að skip og vinnuvélar noti lífrænt eldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Þingmenn leggja að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að skipa starfshóp til að meta hagræn áhrif þess að rækta repju og nepju á Íslandi.
„Tveggja kinda reglan“ í gildi í göngum og réttum
Göngur og réttir verða með óvenjulegu sniði í haust vegna COVID-19 faraldursins. Oft er mannmargt í réttum en í ár þarf að gæta sérstaklega vel að sóttvörnum. Á Facebook-síðu Landsambands sauðfjárbænda er fólk hvatt til að muna „tveggja kinda regluna,“ það er að hafa alltaf tvo metra, sem jafngildir um tveimur kindum, sín á milli.
19.08.2020 - 14:35
Bændur í Fljótum muna vart leiðinlegri vetur
Bændur í Fljótum í Skagafirði muna vart eftir erfiðari vetri. Hver lægðin á fætur annari hefur dunið á sveitina frá því um miðjan desember og þar gæti heyskapur tafist um meira en mánuð vegna snjóþyngsla.
22.04.2020 - 22:15
Auglýsa eftir fólki til þess að leysa bændur af
Bændasamtökin í samstarfi við aðildarfélög sín vinna nú að því að koma á fót miðlægri afleysingaþjónustu fyrir bændur, vegna COVID-19 veirunnar. Óskað er eftir fólki á viðbragðslista sem er tilbúið til þess að taka að sér tímabundna afleysingu á búum, komi til þess að bændur smitist af veirunni.
Segir brotið á rétti manna til sjálfsbjargar
Bóndi í Svarfaðardal sem fær ekki að hafa bleikjueldi heima hjá sér án rekstrarleyfis ætlar að kæra sjávar- og landbúnaðarráðherra. Lög um fiskeldi séu brot á rétti manna til sjálfsbjargar. Matvælastofnun segist aðeins framfylgja lögum.
Fundi landbúnaðarráðherra og fulltrúa bænda frestað
Fundi Kristjáns Þórs Júlíssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, með fulltrúum bænda og atvinnurekenda hefur verið frestað. Greint var frá því í hádegisfréttum að þeir myndu funda eftir hádegi í dag til að ræða frumvarp um breytingar á búvöru- og tollalögum, sem hafa verið harðlega gagnrýnd. 
06.12.2019 - 14:47
Ólíðandi að ráðherra efist um styrki til bænda
Stjórn Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins segir ólíðandi að landbúnaðarráðherra hafi sagt að úthlutanir úr sjóðnum væru skrautlegar. Ráðherrann segir sérstakt, að stór hluti af framlögum sjóðsins renni til stofnanna og félagasamtaka. Varaformaður Bændasamtakana hefur áhyggjur af því að það bitni á landbúnaðinum ef nýr Matvælasjóður verður stofnaður og önnur verkefni en sem tengist matvælum gleymist.
07.11.2019 - 12:44
Ræsi á Kísilvegi dauðagildra fyrir sauðfé
Bændur i Þingeyjarsveit segja að nýlegt ræsi undir veginn um Hólasand sé dauðagildra fyrir sauðfé. Ræsið mjókki í annan endann og kindur sem leiti þar skjóls komist ekki aftur út og drepist úr hungri.
01.08.2019 - 14:51
Gæðastýring ekki hafin yfir gagnrýni
Í yfirlýsingu Landsambands sauðfjárbænda vegna nýrrar skýrslu um gæðastýringu í sauðfjárrækt kemur fram að gæðastýringin sé ekki hafin yfir gagnrýni. Hins vegar sé það mat samtakanna að vel hafi tekist til þegar á heidina er litið. Landgræðsla hafi aukist undir forystu bænda, beitartími hafi verið styttur og beitarfriðun á viðkvæmum svæðum.
21.06.2019 - 13:51
Hugtakið sjálfbær nýting misnotað
Hugtakið sjálfbær nýting er misnotað við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt. Bændur fá greiðslur frá ríkinu vegna gæðastýringar. Prófessor segir að allir bændur fái greiðslurnar ef þeir sæki um. Upplýsingar notaðar eru til að taka ákvörðun um landnýtingu séu of takmarkaðar og einfaldar.
14.06.2019 - 18:41